Aldamót - 01.01.1899, Side 141
Fósturjaröarkvæöin eru llestum áöur kunn. þar
kemur hann aftur fram sem skáldiö, sem er aö lýsa
heimilinu sínu. Honum líður þar vel; hann vill hvergi
lifa og deyja nema þar. Náttúran finst honum dýrð-
leg hringinn í kring ; hann sér ekki blett né hrukku á
neinu, og maður verður naumast annars var en hann
álíti ísland bezta landiö undir sólinni. — Kvæöiö ,, Litli
fossinn“ er og verður einhver fegursti gimsteinninn í
íslenzkum náttúruljóöum ; þaö er svo undur líkt
tungutaki Jónasar Hallgrímssonar.
En skelfing er mikiö af léttmeti í bókinni, og
hræddur er eg um, að sú tilfinning vaxi, ef annað
bindi af líku tagi kemr út. Eg held, að miklu réttara
heföi verið að prenta færra, en vera þeim mun vand-
ari í vali. Nafn höfundarins hefði aö líkindum lifað
lengur með því móti. því meir og meir verður þess
hér eftir krafist af íslenzkum skáldum, að þeir noti
ekki gáfu sína alveg út í bláinn, stefnulaust og hugs-
unarlaust eins og hér er óneitanlega gjört, heldur til
til þess að gefa þjóð vorri góðar og göfugar hugsanir
og kenna henni að elska eitthvað ákveðið, er hafi
sannarlegt gildi. því miður er ekki unt að segja um
ljóð þessi, að þau kveði nýjan dug og dáð inn í íslenzk
hjörtu og meðvitund né styrki hina veiku og veigalitlu
lund þjóðar vorrar. Og þó er það ekkert, sem eins
ætti að vera markmið skáldskaparins á yfirstandandi
tíð og einmitt það.
þá er enn eftir að minnast á of-
Guðmundur ur lítið safn af ljóðmælum, sem
Magnússon: út hefir komið og nefnist Heivia
Heinia og og erlendis, eftir Guðmmund
erlendis. Magnússon. Höf. er ungur
prentari í Reykjavík, sem dvalið
hefir umstund í Kaupm. h. og eitthvað mentast. Ljóð-
mæli þessi bera með sér, að höfundurinn er töluvert