Aldamót - 01.01.1899, Page 142
142
hagmæltur og yrkir fremur slétt og lipurt. En hann
skortir þaö aftur, aö vera frumlegur í hugsunum sín-
um og koma með nokkuð, sem verulega festir sig í
huga lesarans. Bezt er í þessu tilliti kvæðið Ekkjan,
sem víst hefir verið prentað áður í einhverju blaðinu.
En hin önnur kvæði eru flest þannig, að þau festa sig
ekki í huganum. það er orðinn býsna mikill vandi að
yrkja fyrir Islendinga nú á dögum ekki síður en aðrar
þjóðir. það er ekki hvers manns meðfæri, þó hag-
mæltur sé, og það verður stöðugt erviðara viðfangs, af
því kröfurnar eðlilega fara sívaxandi. Menn heimta
ekki að eins slétt rím og að stuðlum og höfuðstöfum sé
rétt komið fyrir, heldur heimta menn um fram alt
hugsanir, sem eitthvert hald er í. Hver ungur maður,
sem lætur sér hugkvæmast að láta ljóð sín á prenti út
ganga, verður fyrst og fremst að gjöra sér ljóst, hvort
þau hafi nokkurt erindi á almanna-færi, ekki að eins
búningsins vegna, heldur efnisins vegna. það er eins
og það sé orðin einhver sjálfsögð tízka meðal íslenzkra
hagyrðinga, að setjast niður og fara að yrkja, án þess
að gjöra sér ljóst, hvort nokkurt verulegt efni sé fyrir
hendi til að yrkja út af. þeir eru svo margir meðal
vor, sem standa á fætur og biðja um orðið án þess að
vita, hvort þeir hafa eiginlega nokkuð til að segja eða
ekki. Lengstu kvæðin í safni þessu eru Kvöldstundir
við Eyrarsund. þar hefir höf. ákveðið efni, í síðara
hlutanum að minsta kosti, ýms atriði úr þeirri sögu,
sem gjörst hefir við Eyrarsund, En einmitt hér kem-
ur það í ljós, að höfundinn skortir þann sérkennileik
hugsunarinnar, sem nauðsynlegur er til að gjöra nokk-
uð verulegt úr slíku efni. það þarf svo mikið til þess.
það er ekki meðfæri nema hinna fáu og útvöldu.
Einhvers staðar sá eg, í ,,Fjallkonunni“ held eg,
kvæði eftir þennan sama höfund um Loka, — eins
konar Loka-dýrð, sem höfundinum hafði fundist við
eiga að setja í Ijóð. Eg veitti því eftirtekt og minnist
á það hér vegna þess mér fanst hugmyndin svo ein-
kennileg, — að láta sig nú fara að taka svo sárt til