Aldamót - 01.01.1899, Page 143
r43
Loka Laufeyjarsomir, aö fara aS helga honum lof-
gjörð í ljóöum. þátturinn, sem hann átti í lífi goð-
anna, sýnist hvorki vera svo fagur né virðulegur, að
hann eigi mikla lofgjörð skilið, því auðvitað er hann
persónugjörving hins illa, — alls hins ljótasta og sví-
virðilegasta, sem til er, — einmitt þess, sem hvert
skáld ætti að finna hjá sér brennandi löngun til að
kveða niður. Ungu skáldin ættu að vera vönd að
yrkisefnum, því skáldskapargáfan verður hverjum
þeim manni hefndargjöf, sem ekki notar hana í þjón-
ustu þess, sem gott er og göfugt. Látum öll ungu
skáldin vor hafa það hugfast.
Smám saman fjölgar leikritun-
Indriði um, sem vér eigutn á íslenzku,
Einarsson : og er það þó nærri því furða, af
Svcrff og bagall. því vér stöndum þar svo illa að
vígi. Indriffi Einarsson, revísor
landsreikninganna í Reykjavík, er nú orðinn býsna
frægur fyrir leikrit sín, jafnvel erlendis. Svo er að
sjá sem Hellismenn hafi vakið nokkura eftirtekt hjá
ýmsum erlendum mönnum, er fylgjast með í íslenzk-
um bókmentum. Nú hefir hann látið prenta annað
leikrit, öldungis nýsamið, sem hann hefir vandað
miklu meira til en nokkurs, er eftir hann liggur frá
fyrri tíð. Heitir þetta nýja leikrit hans Sverff og bag-
all, og er efnið tekið úr Sturlungasögu. það er hin
ógurlega barátta milli höfðingjanna íslenzku, er þá
logaði um landið, sem hér er gjört að yrkisefni, og er
það vissulega nógu stórskorið til þess að eitthvert ljós
mætti af verða. En það er um leið vandasamt efni,
— eins vandasamt og nokkurt skáld hefir tekið sér
fyrir að yrkja út af, hvort heldur í bundnum eða ó-
bundnum stíl. Mér er ánægja fyrst og fremst að
benda á það, að skilningurinn, sem hér kemur fram á
Sturlungaöldinni, er sá sami og komið var fram með í