Aldamót - 01.01.1899, Page 144
144
fám or5um í fyrirlestriaum Qvj vadis? í Aldamótum í
fyrra. Sá hluti heiðindómsins í hinu vilta víkingseöli
forfeöra vorra, sem kristindómurinn haföi að sönnu
haldiö í skefjum um stund, en ekki tekist aö yíirbuga
né útrýma, blossar alt í einu upp úr á Sturlungaöld-
inni, þrátt fyrir kristindóminn. Hvaö gjörir kirkjan
þá ? Er hún aögjörðalaus ? Eöa á hún engan nema
hinn ógöfugasta þátt í þeim leik upp á líf og dauöa,
sem á þessum tíma er hafinn í sögu þjóðar vorrar.
Jú, hún leitast viö að semja friö. Hún er hiö eina
friðarteikn, — hún ber hinn hvíta friðarfána á milli
fylkinganna. það er hún látin gjöra í leikritinu og
aö síðustu vinna sigur í þeirri viðleitni sinni. Vopnið
hennar, bagallinn, er að síðustu látið verða sigursælla
en sverðið. Með því að þýða harmsögu þessarar stór-
kostlegu umbrotaaldar á þennan hátt álít eg að höf-
undurinn hafi gjört þjóð vorri greiða, því það er vafa-
laust hinn rétti skilningur. En honum hefir oft verið
hallað og haggað á ýmsan hátt, til þess að bera kirkj-
unni sem allra-verst söguna. I mínum augum liggur
þýðing leikritsins lang-mest í þessu. það er annars
að mörgu leyti betur af hendi leyst en önnur íslenzk
leikrit. Samtölin eru rituð með miklu fínni dráttum
en vér höfum átt að venjast. það er leitast við að
koma sem mestri hugsun fyrir í fám orðum. það er
töluverð þyngd í orðaskiftum persónanna. En hvorki
hefir höfundinum tekist að gjöra persónurnar ljósar í
huga lesandans, né heldur aðalefni leiksins sjálfs. Og
það er nú veika hliöin við þessa ritsmíð, ef eg skil
rétt. Persónurnar eru svo líkar hver annarri. Og
manni verður naumast skiljanlegt, um hvað verið er
að berjast. Auðvitað var það nú víst æði oft fremur
ervitt á Sturlungaöldinni sjálfri; þeim, sem þá sóttu
hver annan heim með brennum og bardögum, hefir víst
oft ekki verið það alls kostar ljóst sjálfum, hvers vegna
þeir væru nú annars að þessu. En í skáldskapnum
dugir það ekki. það verður alt að vera skýrt, svo
skilningurinn sjái ljósið í gegn um myrkrið og vaði