Aldamót - 01.01.1899, Page 148
hér eru a8 vaxa upp í dreifingunni. þeim mun meiri
ánægja, sem þaö mun vera einsdæmi, aö fátækir inn-
flytjendur, sem af öllu afli veröa að berjast um til að
hafa ofan af fyrir sér og sfnum, noti hinar fáu tóm-
stundir sínar til að yrkja og rita bækur. Sá hópur
manna, sem hér hefir fengist mest við að yrkja á und-
anförnum árum, er alveg furðanlega stór. Alt eru
það óbreyttir alþýðumenn; sumir þeirra orðnir hálf-
rosknir menn, þegar þeir komu frá Islandi; aðrir hafa
komið hingað á unglingsaldrinum og lært íslenzkt mál
hér fyrir vestan. þannig er því varið með Jóhann
Magniís Bjarnason, sem um nokkuð mörg ár nefir
verið alþýðuskólakennari í Nýja Islandi. Hér liggja
nú fyrir framan mig tvær bækur eftir hann; og þegar
allar ástæður eru teknar til greina, fæ eg ekki betur
séð en að þær séu honum báðar heldur til sóma, þó
auðvitað væri hægðarleikur að benda á ýmsa galla.
Ljóðmœli hans eru gefin út á Isafirði af Skúla Thór-
oddsen 1898, og er frágangurinn fremur laglegur eins
og á öðru, sem frá þeirri prentsmiðju hefir komið.
Bókin er 128 bls. að stærð. Kvæðin eru fremur
hugðnætn að mörgu leyti. þar koma að vísu fram
engar stórkostlegar gáfur, engin framúrskarandi til-
þrif, ekkert verulega aðdáíinlegt. En svo er þar líka
engin fordild, enginn spekingssvipur, engin tilraun af
skáldsins hálfu til að sýnast meiri garpur en hann í
raun og veru er. Og það út af fyrir sig er góðra
gjalda vert. Ohræsis tilgerðin og heimspekis-fimbul-
fambið, setn leitast við að tala svo enginn skilji, en
allir haldi samt, að þetta sé dæmalausasta speki, finst
mér hreint óþolandi. Hjá þessu skáldi er ekkert til
af þess háttar. Hann er blátt áfram, og hvert barnið
getur skilið það, sem hann segir. Hann hefir þýða
og viðkvæma lund og opið auga fyrir neyðinni, fátækt-
inni, bágindunum og öllu því, sem lent hefir neðar í
mannfélagsstiganum en það átti að vera. Hann hat-
ast ekki við neinn fyrir það, bölsótast ekkert uin út af
rangindunum, sem Leitt hafi veriö; en hjartað kemst