Aldamót - 01.01.1899, Page 149
149
viS af einlægri meðaumkun, og hann verður klökkur
í huga, þegar hann sér einhvern eiga bágt. KvæðiS,
sem hann kallar Islenzkur sögunarkarl í Vesturheimi,
er gott dæmi. Hann sýnist hafa mesta tilhneiging til
aö yrkja sögukvæði (hallads), og honum lætur það oft
fremur laglega. Ekki er samt laust við, aS lenda vilji
stundum út í eins konar ofur-viSkvæmni meS kven-
legum blæ. Hann er töluvert í ætt viS Gest heitinn
Pálsson. Heil-mikiS hefir höfundurinn látið fljóta með
af léttvægu rusli. Og þó þaS kunni að vera nokkur
afsökun, að þetta hefir verið títt nálega í öllum ís-
lenzkum IjóSabókum, er þaS tízka,sem brjóta ætti bág
viS sem allra fyrst. því rusliS spillir ætíð fyrir og hefir
engan rétt á sér.
ASra bók eftir sama höfund er nú verið að gefa
út í Kaupmannahöfn. þaS er skáldsaga meS óskáld-
legu nafni : Eiríkur Hansson, og kemur hún út í
bókasafni alþýSu, sem herra Oddur Björnsson byrjaSi
á fyrir nokkurum árum. Einungis fyrsti þátturinn er
kominn út af skáldsögu þessari og engin upplýsing
gefin um, hve margir þættirnir eigi aS verða. þessi
fyrsti þáttur er 120 bls. aS stærS, og lítur því út fyrir
að bókin eigi að verða nokkuS stór. Karl Kuechler
hefir ritaS formála, sem fremur lítiö er á aS græöa ;
hann langar til að hrósa bókinni, en er svo varasamur,
aS hann segir eiginlega ekki neitt. En þessi þáttur,
sem út er kominn af sögunni, á töluvert hrós skilið.
Fyrst og fremst er þaS skemtilegt, og það er fyrsta
skilyrði hverrar skáldsögu. þar næst er það ritaS
blátt áfram á látlausri og fremur fallegri íslenzku ;
sagan er nokkurn veginn öfgalaus, og lesandinn trúir
því einlægt, aS þetta hafi vel getaS átt sér staS, jafn-
vel giftingin, sem þéssi fyrsti kafli sögunnar endar
meS. það er eins og höf. sé að lýsa því, sem komiS
hefir fram viS sjálfan hann. Takist honum að gjöra
þaS, sem eftir er af sögunni, eins líkindalega úr garSi og
halda athygli lesandans eins fastri til enda, hefir hon-
um hepnast aS rita lang-beztu skáldsöguna, sem til er