Aldamót - 01.01.1899, Side 150
á íslenzku eftir nokkurn óskólagenginn mann. Höf.
kom hingaö til Ameríku á 8. ári og hefir því numið
íslenzka tungu því sem næst aö öllu leyti hér fyrir
vestan. Og það er óhætt að segja, að hann ritar miklu
hreinna og betra mál en margur, sem útskrifast hefir
af latínuskólanum. Hann hefir að eins fengið svo
mikla mentun hér, að hann getur fengist við kenslu á
alþýðuskóla í sveit. En auðvitað hefir hann að öðru
leyti mentað sjálfan sig á ýmsan hátt með lestri góðra
bóka. Islenzkuna hefir hann algjörlega orðið að lesa
tilsagnarlaust og ritar hana nú eins vel og þeir, sem
lengi hafa setið á skólabekkjunum. þetta er góðra
gjalda vert og á það skilið, að því sé haldið á lofti. I
skáldsögu þessari eru að sönnu engin sérlega sterk til-
þrif ; það er ekki varpað ljósi yfir neinar huldar gátur
sálarlífsins, enda er það ekki reynt. En það er lýst
tilfinningum, sem allir þekkja og kannast við, og það
er gjört eðlilega og fordildarlaust. Hafi öll bókin
sömu einkennin til enda, tel eg sóma að henni fyrir
íslenzkar bókmentir, heldur en hitt, og hreina furðu,
að maður, sem eins illa sýnist standa að vígi, skuli
hafa fært hana í letur.
J)á er að minnast á aðra bók,sem
Grœnland. út kom í fíókasafni alþýffu þetta
árið. Jiað er Grœnland aff fornu
og nýju, eftir þá dr. Finn Jónsson í K.höfn og Helga
Pétursson. það er eiu hin allra fallegasta bók, sem
út hefir kornið á íslenzku nú lengi að prentun og öll-
um frágangi. Dr. Finnur Jónsson hefir ritað um
Grænlaud að fornu, eða sögu Islendinga á Grænlandi
í fornöld. Sú ritgjörð er 52 bls. á lengd. Framan
við hana er rnynd höfundarins og aftan við hana góð-
ur uppdráttur af Eystri bygð á Grænlandi, en innan
um lesmálið heil-margar myndir. Aðalhluti bókar-
innar er eftir Helga Pótursson, ungan íslenzkan jarð-