Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 152
sem enga festu hafa fengiö í málinu og eru ef til vill
notaöir í fyrsta sinni í prentuöu máli, eins og hýli,
tvýli og þrýli. Betra að nefna þaS á einhvern annan
hátt, sem barnið á betra með að skilja og getur sett
í samband við eitthvað annað, sem það hefir heyrt.
Annars eru báðar bækurnar prýðilega fallegar, og það
er reglulegt miskunnarverk við blessuð börnin að láta
fyrstu bækurnar, sem þeim eru í hendur fengnar, vera
laglegar útlits og laðandi fyrir hugann. Utgefandinn
á jm þökk skilið fyrir þetta fyrirtæki sitt og vonandi,
að hann geti haldið þessum barnabókum áfram, svo
börn á öllum aldri og þroskastigum geti fengið eitt-
hvað að lesa, sem er við hæfi þeirra. En það er
fjarska ínikill vandi að velja efni í slíkar bækur og er
ekki ineðfæri nema vitrustu og smekkvísustu manna.
Kenslubækurnar, sem notaðar eru hér í skólunum í
Ameríku, eru líklega bezta fyrirmyndin, sem hægt er
að fá. ])ví hvergi hefir önnur eins alúð verið lögð við
kenslubækur og hér. Enginn hlutur er til sparaður
að gjöra þær sem allra bezt úr garði, svo í þeim fái
unglingarnir yfirlit yfir allar bókmentir móðurmáls síns.
Eitt þjóðsögusafniö er komið út
Jón þorkelsson : enn og fyrirheiti gefið um annað
þjóðsðgur o°' bindi seinna. þarf ekki að kvarta
miinmnœ/i I. uin, að vér séum fátækir af þess
konar rusli, þó nálega vanti bæk-
ur í öllum öðrum greinum. það er dr. Jón þorkels-
son yngri, sem búið hefir safn þetta undir prentun,
sem er ekkert smáræði, 448 þéttprentaðar blaðsíður.
J)að er óneitanlega garnan að mörgu í safni þessu og
ýmislegan fróðleik upp úr því að hafa. En er það
ekki að bera í bakkafullan iækinn að prenta alt þetta
þjóðsagna rusl ? Eða á ekki að hætta fyrr en búið er
að tæma alt, sem unt er að tína saman af þess háttar ?
Er ekki synd að bjóða íslenzkri alþýðu, sem svo fáar