Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 153
i53
bækur getur keypt, þetta J?jóösagna-rugl, sem hún
sannarlega er búin að íá nóg af ? þaö er auövitaö
ekki nema rétt aö gefa út hið helzta og bezta af þess
háttar. En var ekki safn Jóns heitins Arnasonar
full-nóg? Oss Islendingum er svo hætt við að fara
út í öfgar og álíta, að engu megi sleppa, ef farið er að
prenta nokkuð á annað borð. — Galli er það á þessu
safni, hvað klúryrt það er, þótt útgefandinn segist í
formálanum hafa verið að komast hjá því. Hve mikl-
ar tilraunir hafa verið gjörðar í þá átt, geta menn
sannfærst um með því að lesa vísuna á blaðsíðu 298.
Getur nokkur unglingur lesið alt það, sem nú er til af
íslenzku þjóðsagna-rugli, án þess að bíða andlegt tjón
af ? það er spurning, sem vel er þess verð, að hún
sé athuguð, einkum þegar tekið er tillit til þess, hve
mikill ofvöxtur er kominn í þá grein bókmentanna í
samanburði við aðrar.
Tvær smábækur hafa komið út í
Fornsögvþœttir. Reykjavík á kostnað Björns Jóns-
I.—II. sonar, sem kallast Fornsöguþœtt-
ir I.—II. I fyrri bókinni eru
smákaflar úr Eddu, sem gefa ljóst og greinilegt yfirlit
yfir goðafræðina norrænu eða hinn heiðna átrúnað for-
feðra vorra, og þar á eftir kaflar úr Fornaldarsögum
norðurlanda. í seinni bókinni eru kaflar úr Njálu,
þannig valdir, að menn fá að kynnast öllum helztu
söguhetjunum. Bækur þessar eru ætlaðar unglingum,
og verði þeim vel tekið, er búist við, að safn þetta
haldi áfram, );angað til búið er að velja úr öllum Is-
lendingasögum, að meðtaldri Sturlungu og Biskupa-
sögum. Yrði þetta heil-mikið safn með því móti.
Hugmyndin er að gjöra það á þennan hátt sem að-
gengilegast fyrir unglinga, að kynnast hinum fornu
bókmentum vorum. þeir Pálmi Pálsson og síra þór-
hallur Bjarnarson hafa gjört þetta úrval; má trúa þeim