Aldamót - 01.01.1899, Side 155
155
íslenzka lesendur; ísl. alþýöufólk skilji þetta alt svo
vel, aS ekkert þurfi að segja því, nema skýra vísurnar.
Eftir sömu reglunni heföi aldrei þurft a8 rita neitt um
Shakespeare og skáldskap hans á enska tungu. Nei,
þetta er hreinasta heimska.og verði henni haldið áfram,
er eg viss um, aö fornsöguþekkingunni hnignar meöal
vor stórkostlega ár frá ári, eftir því sem önnur nýrri
umhugsunarefni fá vald yfir hugum manna. Eg er
viss um, að þessar smábækur, sem hér hefir verið
minst á,eru spor í rétta átt, og eg vona, aö þeim verði
vel tekiö. Fjöldi af unglingum getur eignast þær,
sem aldrei getur eignast sögurnar sjálfar. Svo eru
smábækur þessar miklu aögengilegri fyrir unglinga en
stórar bækur. þaö er til dæmis nokkuð aðgengilegra
fyrir unglinginn að lesa þetta úrval úr Snorra Eddu
en að fara að grúska í þeirri stóru bók. Hér fær hann
mjög fyrirhafnarlítið alt, sem honum er mest þörf að
vita um hinn heiðna átrúnað forfeðra vorra. Og það
er sjálfsagt að gjöra þetta alt svo létt og auðvelt fyrir
unglinga og alþýðu, sem lítinn tíma hefir til að lesa.
Bókmentafélagið hefir ekki unnið
BókmentafclagiS. neitt afreksverk þetta árið, enda
fara menn nú ekki að eiga von á
því úr þeirri átt. I Tímaritinu stendur alveg óskapleg
ritgjörð eftir Eirík Magnússon um forntungnanámið í
skólunum, svo gífurleg og stórorð, að hún gengur
alveg fram af manni. Eg skil ekki, að neinu máli sé
nokkur stuðningur í öðru eins. Annars hafa ágrein-
ingsumræðurnar út af því máli í blöðunum verið mjög
eftirtektarverðar. það er svo sjaldan, að slík mál séu
tekin fyrir af blöðum vorum og rædd með stilling og
gætni frá báðum hliðum. Flestir líta víst svo á, að
l’safald, sem fá vill afnámi kenslunnar í gömlu málun-
um framgengt, hafi borið hærra hlut í þeirri deilu.
Segi eg það eins fyrir því, þó tilfinningar mínar séu