Aldamót - 01.01.1899, Page 156
fremur á hina hliöina. En þaö hefir veriö vandaö svo
framúrskarandi vel til þess, sem þar hefir staöiö um
þetta mál, eins og flest önnur, að ekki er annað hugs-
andi en að skynsamir menn taki svo ljósar og skýrar
röksemdir til greina. Aö minsta kosti er ósigurinn
vís hverju máli, sem er, þegar fariö er aö verja það
með öörum eins hamhleypuskap og gjört er í
þessari Tímarits-grein. þessi ritgjörð um dauffu mál-
in er nú annars eina lifandi málið, sem Tímaritiö
gjörir aö umtalsefni. j)aö vill helzt ekki tala um
nema dauS mál. þar eru fáeinir fróöleiksmolar, svo
sem tvær ritgjöröir um náttúrufræði, tvær um efni úr
sögu Islands, eldgamalt miöaldakvæöi danskt og svo-
lítil Búddatrúar-rúsína í endanum frá síra Matthíasi.
þá kemur Skírnir gamli, sem enn þá hjarir, öllum
mönnum til ama og skapraunar. j)ar standa fyrst
Fréttir frá Islandi, ritaðar af Bjarna Jónssyni, kennara
viö latínuskólann. J)ar er ofur lítill kafli um Vestur-
Islendinga, og kemur enginn óvildarhugur til þeirra
fram í honum, og er þaö góðra gjalda vert, því það er
meira en oft hefir áður átt sér staö. Utlendu frétt-
irnar eru rituðar af Jóni Olafssyni, og eru þær ólíkt
skemtilegri að lesa en oft hefir áður verið. En skrítin
mannkynssaga yröi það, sem rituð væri af eins áköfu
flokksfylgi og þar kemur sums staðar í ljós, eins og til
dæmis þar sem talað er um forseta Bandaríkjanna,
McKinley, sem er einn af hinum allra merkustu for-
setum, sem Bandaríkin hafa nokkurn' tíma átt. A
bls. 29 eru þuldar upp um hann ákærur, sem enginn
nema hin allra örgustu málgögn mótstöðuflokksins
hafa látiö sér til hugar koma aö bera á hann og fallið
hafa dauðar og marklausar til jaröar um leiö og þær
hafa verið talaöar án þess að vinna honum eöa flokk
hans nokkurt mein. Alþýöa manna á Islandi veröur
víst heldur en ekki vitrari fyrir aö lesa jafn-staölausan
óhróður um einn hinn helzta af samtíöarmönnum vor-
um.—I Safni til sögu Islands eru ritgjörðir eftir þá
síra Eggert heitinn Briem og síra Jón Jónsson í Stafa-