Aldamót - 01.01.1899, Síða 157
felli, hin fyrri um fornættir í Sturlungu, hin síöari um
íslenzk mannanöfn, og er margt í henni fróðlegt. —
Olafur Davíðsson heldur áfram með Grýlukvæði sín
og þulur og lítur út fyrir, að allir, sem nú lifa, verði
fyrir löngu komnir undir græna torfu áður en því
lýkur. — Dr. þorvaldur Thóroddsen hefir ritað bók
um jarðskjálftana í Arnessýslu, en mest af því eru
menn búnir að lesa í blöðunum. — Að síðustu fylgja
eins og í ofanálag tvö stór hefti af Islenzku fornbréfa-
safni.—þetta er nú sá andans fjársjóður, sem vér
eigum að lifa af þetta árið. Eg held eg fari ekki eins
illa með neina tvo dollara og þá, sem eg gef fyrir
Bókmentafélagsbækurnar. þær hrúgast upp í hill-
urnar og eru mér þar að eins til skapraunar og hugar-
angurs.
þjóðvinafélagið leysir ætlunar-
Andvari og verk sitt öllu betur af hendi.
Dýravinurinn. Andvari hefir verið fremur
gott rit frá upphafi vega. I
þessuin árgangi, sem er sá 24., er ævisaga Bergs
Thorbergs landshöfðinjjja, með mynd hans framan
við, eftir dr. Björn Olsen. Svo er þar áfram-
hald og niðurlag ferðaskýrslna dr. þorvaldar Thór-
oddsen, sem allar hafa verið skemtilegar, því
hann hefir lag á því flestum fremur að rita skemti-
lega og við allra hæfi. Hann er nú búinn að ferðast
um land alt og skoða fjöll og firnindi og gjöra ýmsar
vísindalegar athuganir, sein auðvitað eru nauðsynlegar
í hverju landi, er siðuð þjóð byggir. þá er þar líka
löng skýrsla um fiskirannsóknir eftir Bjarna Sæmunds-
son. Enn fremur þýdd grein eftir Alcx. Bain, heim-
spekinginn skozka, sem er eindregið með afnámi
kennslunnar í forntungunum ; ritgjörð þessi átti upp-
haflega að standa í Tímariti Bókmentafélagsins, en
komst þar ekki að. Ritgjörð þessi er nokkuð gömul,
en stillileg og vel hugsuö, eins og við er að búast úr