Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 158
158
þeirri átt. — A8 síöustu cr þm ritgjörö um verzlunar-
frelsi og verndartolla eftir Jón Ólafsson. — Áttunda
hefti af Dýravininum hefir heil-margar smásögur af
dýrum meöferöis, eins og aö undanförnu, eftir ýmsa
höfunda, og eru þær flestar laglega sagöar og miöa
allar í sömu átt, að koma inn hjá lesendunum hlýrri
tilfinningum til dýranna. Menn ættu aö kaupa Dýra-
vininn handa börnurn sínum aö lesa. Bæöi eru sög-
urnar mjög aögengilegar fyrir börn og unglinga og
hafa allar góö áhrif á hugarfar þeirra. Hann kemur
út aö eins annaö hvert ár. þaö má binda alt, sein
út er komiö af honum, í eina bók, og er hún mjög
eiguleg. Tryggvi Gunnarsson, sem er einn af mestu
sómamönnum þjóöar vorrar, hefir haft mjög mikil og
heppileg áhrif á hugsunarhátt þeirrar kynslóðar, sem
nú er uppi, í öllu, er meöferð á dýrum snertir, og
hefir hann meö því, eins og svo ótal mörgu öðru,
áunnið sér virðing allra góðra manna.
EintreiSin hefir komið út í tveim-
Eimreifiin. ur heftum á þessu ári, en meö
v. árg. jöfnum arkafjölda og áöur. Ár-
gangurinn byrjaöi meö löngum og
rækilegum ritgjöröum um skólann og fornmálin, þýdd-
um úr dönsku,og mæla þær sterklega meö afnámi forn-
tungnanna viö kenslu í latínuskólum ; ritstjórinn, dr.
Valtýr Guömundsson, tók eindregiö í sama streng. þá
er þar líka all-merkileg ritgjörö um stjórnarskrármálið
íslenzka eftir ritstjórann, sem vakti mikla eftirtekt,
þar sem hún leggur fram stefnuskrá þess flokksins,
sem fylgir dr. Valtý á þingi. I hinu seinna heftinu
hefir flest annað veriö látiö þoka fyrir skáldskapnum.
En þar hefir Eimreiöin ekki veriö eins heppin, og er
þaö sjálfsagt vegna þess, aö þar er ekki um auöug-
an garö aö gresja. Guðmundur Friöjónsson er þar
með brot úr skáldsögu, er hann nefnir Vor, og er þaö