Aldamót - 01.01.1899, Síða 159
159
aö sumu leyti betra en þaö, sem birst hefir eftir
sama höfund áður. það eru að minsta kosti þýðari
hugsanir, sem þar koma fram, en þær, sem menn
hafa átt að venjast úr þeirri átt. En svo er þetta
ekki nærri því eins frumlegt og flest annað eftir hann.
Áhrifin frá hinum svo nefndu symbolistum í Danmörk
og Noregi eru augljós. þegar maður er búinn að lesa
alt frá upphafi til enda og hefir stöðugt verið að berj-
ast við að skilja, spyr maður sjálfan sig í hálfgjörðri
örvænting : Um hvern þremilinn er nú þetta annars ?
það er fremur leiðinleg skáldskapartegund.—En svo
er þar önnur skáldsaga eftir vestur-íslenzkan höfund,
Gunnstein Eyjólfsson í Nýja Islandi. þeir eru iðnir
að yrkja þar niður við Islendingafljót. Saga þessi
heitir þingkosningin og á að sýna, hvernig hér geng-
ur til í pólitíkinni. Og víst er um það, að gengi svo
til við allar kosningar hér í Ameríku, væri stjórnar-
fyrirkomulagið hið argasta, sem til er nokkurs staðar
í heimi. En nú hefir það einmitt orð fyrir að vera
hið bezta, sem mönnunum hefir tekist að koma á fót.
Auðvitað hefir það stórar og miklar skuggahliðar, sem
vel má sýna í skáldsögu, svo að gagn sé að. En
þá verður það að vera gjört svo líkindalega, að kunn-
ugir menn kannist við, að þetta hefði alt getað átt sér
stað. En því miður hefir höfundinum ekki tekist það.
Sagan er svo öfgafull og þess vegna svo ósönn, að það
tekur ekki tali. Eg skal benda á eitt dæmi. þing-
mannsefnið annað er látið fara í liðsbón til prests-
konu(!) og er látinn tryggja sér fylgi hennar og prests-
ins með ríflegri peningagjöf(l). Svo er prestskonan
látin sýna þetta fylgi sitt með því, að safna saman
konum þeim, er heyra saumafélagi einu til, er hún
veitir forstöðu, og marséra með þessa fylking út um
helztu stræti borgarinnar, sem troðfull eru af fólki,
því undirbúningsfund á að halda undir kosningarnar ;
rauðan fána eru þær látnar bera með nafni þingmanns-
ins og afbakaðri latneskri setningu, og að öðru
leyti eru þær vopnaðar brauðkeflum, harmoníkum,