Aldamót - 01.01.1899, Page 160
i6o
munnhörpum og hljóöpípum(ii!). þetta og annað
eins á að vera skáldskapur. Hver heilvita maður sér
um leið óg á þetta er bent, að það er svo heimskuleg-
ur samsetningur, að hvergi undir sólinni, ekki einu
sinni í Nýja Islandi, á nokkuð sér stað, sem er svipað
þessu. Honum hlýtur annars að vera ljótlega í nöp
við prestskonur, þessum höfundi, því það er ekki í
fyrsta sinni, að hann blandar þeim inn í skáldsögu-
samsetning sinn á viðlíka smekklegan hátt og hér er
gjört. Svona líkindaleg, eða hitt þó heldur, er öll þessi
saga. Og þetta rugl fyllir 45 bls., eða meir en fimta
hlutann af þessum árgangi. — Stutta sögu hefir rit-
stjórinn sjálfur þýtt eftir eitt danska klámskáldið, og
er hún þess eðlis, að ekki hefði það gengið orðalaust
af á Englandi eða í Ameríku, ef pólitiskur leiðtogi í
parlamentinu eða kongressinum hefði sett stimpil sinn
á annað eins. —Annars þykir mér vænt um Eimreið-
ina og gleðst yfir öllu góðu, sem hún hefir til brunns
að bera, og tek mér nærri hverja misfellu, sem eg
verð var við. því eg veit, að ritstjóri hennar er mað-
ur, sem hvervetna vill koma fram til góðs og efla alt,
sem betur má fara hjá þjóð vorri. Hann hefir sjálfur
sterkan áhuga á hinum lifandi málnm, er varða þjóðlíf
vort, og öflugan vilja til að ráða þar á einlæga bót. En
það er enginn hægðarleikur að vera ritstjóri fjölhæfs
tímarits á íslenzku, af því svo fáir eru til að rita, og
helztu kraftarnir alla vega bundnir, og þess vegna
neyðist maður oft til að taka það, sem annars hefði
verið sjálfsagt að hafna.
Á Gimli í Nýja íslandi kemur
Svava. út mánaðarrit eitt, sem heitir
Svava. Ritstjóri þess heitir G.
M. Thotnpson. Á hverjum mánuði koma út þrjár
arkir, og eru nú árgangarnir orðnir fjórir. Efnið er
skemtandi og fræðandi og oft fremur laglega valið.