Aldamót - 01.01.1899, Síða 162
IÓ2
þótt hún sé enn alment notuS meðal NorSmanna hér
í Ameríku af gamalli og óviturlegri fastheldni. I
seinni tíö hefir hvert kverið komiö út á fætur öðru í
Noregi. Hafa ýmsir helztu menn kirkjunnar samið
sitt kverið hver og vandað til þess af öllum mætti.
Stjórnardeild kirkju- og kenslumálanna skipaði
nokkura helztu guðfræðinga landsins í nefnd, er velja
skyldi úr þau kverin, sem bezt væru ; hafa þau svo
verið gefin út og heimiluð við kensluna í kristindóm-
inum. Nú eru býsna mörg af kverum þessum notuð
þar jafnhliða. Eitt af þessum kverum er nú það, sem
hér er um að ræða, eftir Klaveness. Af öllum þessum
kverum hefir það á fáum árum fengið lang-mesta út-
breiðslu í Noregi og sýnist ryðja sér meira og meira til
rúms. Ur því farið var að þýða nokkurn útlendan
barnalærdóm á íslenzku, sé eg ekki annað en hér hafi
verið hyggilega valið. Að minsta kosti þekki eg ekk-
ert kver, sem mér hefir geðjast eins vel að og þetta.
það er létt og auðvelt fyrir barnið, sem á að læra, —
eins skiljanlegt og unt er að gjöra það nokkurn veg-
inn, og það álít eg fyrsta skilyrðið. Greinarnar eru
stuttar og blátt áfram. Barnið finnur yl trúarinnar
hvervetna leggja á móti sér. A undan hverri grein er
spurning, sem greinin svo svarar. það er sjálfsagt
miklu léttara fyrir börnin og alveg rétt að hverfa aftur
til þeirrar gömlu reglu. þetta kver er að eins 60 bls.
á stærð, þar sem kver síra Helga er ioo. Fræðin eru
innan um kverið á víð og dreif, af því það er skýring á
Fræðunum. Höfundurinn hefir ekki haft neitt trú-
fræðiskerfi í huganum. Betur hefði eg kunnað við,
að Fræðin hefðu verið prentuð líka sér framan við eða
þá alveg sérstaklega eins og títt er hjá Norðmönnum.
Sú spurning rís nú eðlilega í huga manns : A nú
að skifta um, taka þetta nýja kver og kenna eftir því, í
staðinn fyrir kver síra Helga, sem nú hefir verið notað
um nokkuð langan tíma ? Hefir þetta nýja kver nokk-
uð til síns ágætis, sem hitt kverið hefir ekki ? Eg skal
nú ekki fara langt út í það mál. Kver síra Helga er