Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 164
164
brennandi áhuga og ötulum vilja síra Hjörleifs Einars-
sonar, prófastsins í Húnavatnssýslu, aS þessir fundir
hafa komist á. Hann hreyfði því manna fyrstur, hve
bráð-nauðsynlegur slíkur félagsskapur væri, og hefir
síðan barist fyrir hugmyndinni með öllu móti, gegn
margs konar sinnuleysi, sem flestir yngri menn hefðu
gefist upp fyrir. En svo hafa prófastarnir í Skaga-
fjarðar- og Eyjafjarðar-sýslum stutt_ hann í þessu og
boðað til fundanna með honum. Ur Húnavatns- og
Skagafjarðar-prófastsdæmum voru að eins sínir þrír
prestar úr hvoru prófastsdæminu af nítján. Af prest-
unum í Eyjafjarðar-prófastsdæmi vantaði einungis tvo,
en níu voru á fundinum, og úr Suður-])ingeyjarsýslu
voru sjö af ellefu; alls tuttugu og tveir. Var það
býsna álitlegur hópur, svo þessi prestafundur norðan-
lands var hér um bil jafn-fjölmennur synodus í Reykja-
vík. Fundurinn stóð í tvo daga, 26. og 27. júní.
Prestar þessir gengu allir í félag og samþyktu lög, sem
búið var að ræða á fundinum árið áður. Nefnist það
,,Félag presta í hinu forna Hólastifti“. Hugmyndin
er, að prestarnir í Norður-þingeyjarsýslu verði með í
félagsskap þessum, þó enginn væri þaðan í þetta sinn.
Samþykt var, að félag þetta skyldi gefa út ársrit, eins
konar fundarskýrslu. Arsrit þetta er nú komið út og
er 66 bls. á stærð. Fyrst er þar ágrip af umræðun-
um á fundinum, en mjög er það stutt og ófullkomið,
svo ervitt er að gjöra sér hugmynd um ræður manna
út af hinum einstöku málum. Fundurinn hefir tekið
tíu mál til meðferðar, og er það mikið verkefni á svo
stuttum tíma. Inngangsræðurnar í tveimur málum
eru prentaðar í ritinu : „Kröfur nútímans til prest-
anna“, eftir síra Zóphonías Haldórsson, og ,,Hvern-
ig eigum vér að prédika?“, eftir síra Jónas Jónasson á
Hrafnagili. Ef rita ætti nákvæmlega um efni þessara
tveggja fyrirlestra, væri það efni í langa ritgjörð. því
þeirgætu gefið manni tilefni til að segja ótal-margt,sem
þarflegt væri að taka til íhugunar. það er margt og
mikið gott í þeim báðum og stór og mikil framför í því