Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 168
Tindra tlaggir af trú og von.
Nýfædd í norðri
náðarsöl Ijömar.
Christe, kyrje-eleyson!
pass er sannarlega að óska, að ,,Félag presta í hinu
forna Hólastifti“ megi þroskast og eflast sem bezt.
J)a8 hefir byrjað vel, þegar alls er gætt, og þaö getur
orðiö kristindómi þjóöar vorrar til mikillar blessunar.
Fyrsti árangurinn af starfi nefnd-
Fyrsta bók arinnar, sem hefir með höndum
Móse. aö gefa oss nýja og endurbætta
þýðing heilagrar ritningar, hefir
birst á þessu ári. þaö er fyrsta Mósebók. I nefnd-
inni eru biskupinn, herra Hallgrímur Sveinsson, síra
þórhallur Bjarnarson, forstöðumaður prestaskólans,
og Steingrímur Thorsteinsson, yfirkennari viö latínu-
skólann. En sá maöur, sem eiginlega vinnur þetta
þýðingarmikla verk.er kandídat Haraldur Níelsson. A
undan þýðingunni stendur formáli eftir biskupinn, þar
sem gjörð er grein fyrir verkinu, og er auðséð af hon-
um, aö til þess er vandað eftir öllum föngum, sem
fyrir hendi eru. Biskupinn leggur sjálfur hina mestu
alúð og ástundun við þetta þýðingarstarf og gjörir sér
eins ant um og mest má verða, að það hepnist sem
bezt, og sparar hvorki tíma sinn né krafta til þess.
Hann skilur manna bezt, hvílíka ómetanlega þýðing
það hefir, að þetta verk sé leyst vel af hendi, enda er
það eitt hið göfugasta starf, sem einum biskupi er unt
að taka sér fyrir hendur. þess var hin mesta þörf, aö
tekiö væri fyrir að endurskoða biblíuþýðing vora, því
hún er miklu ónákvæmari en hún ætti að vera og ber
það með sér að vera fremur óvandvirknislega af hendi
leyst. En þýðing heilagrar ritningar leitast hver krist-
in þjóð við aö vanda meir en nokkurt annað starf, sem
unnið er. því miður hefi eg enn engan tíma haft til
að athuga þýðinguna sjálfa. En hún ber þaö með