Aldamót - 01.01.1899, Side 171
tráarstefnu þeirra og hugsunarhátt, sem nú verða prestar í ís-
lenzku þjóðkirkjunni, en nokkur annar maður, sökum þess
hrennandi áhuva, sem hann hefir á því, að láta embætti sitt til
hlessunar verða. Þeir, sem hafa kynnu aðrar skoðanir en þær,
sem hann hefir hirt í þessum rækilegu ritgjörðum sínum, ættu
sannarlega að taka til máls. Fyrsta greinin, sem eg vil hiðja
menn að lesa upp aftur, var: „Hvað er kristindómur?'1 Afram-
haidið af henni voru „Smápistlar um alvarleg efni“.
Einn af prestum kirkjufélags vors, síra Björn B. Jónsson,
hefir fiutt inngangsræðu um þetta efni á síðasta kirkjuþingi, og
er hún prentuð hér að framan. Ræða þessi finst mér svo
myndarlega samin, svo stillilega hugsuð og greinilega fram
sett, að þeir eru vissulega ekki margir, islenzku prestarnir, sem
eg treysti til að gjöra það betur. Það er vandað „innlegg" í
þessar umræður, sem fullkomlega á það skilið að takast til
greina. En það leynir sér ekki, að erindi þetta alt er óbein
mótmæli gegn skilningi síra Jóns Helgasonar á þessu atriði.
Um þetta efni er nú mikið rætt hvervptna i heiminum, og það
væri sannarlega raunalegur vottur um íslenzka hugsana-fá-
tækt, ef ekkert kæmi í ljós, er sýndi, að um þetta værum vér
einnig að hugsa. Báðar hliðar málsins hafa nú verið teknar
greinilega fram,— hin yngri og nýrri stefna af sira Jóni Helga-
syni, hin eldri af síra Birni B. Jónssyni. Eg fyrir mitt leyti fæ
ekki betur séð en knstindómurinn mpðal vor muni græða á því,
að þessum umræðum sé haldið áfram með gætni og stillingu á
grundvelli voarar sameiginlegu trúar á orðið, sem varð hold
og hjó með oss, fult náðar og sannleika. Þvi báðar þessar
stefnur eiga heima í lútersku kirkjunni og eru dætur hennar.
Eitt sinn var hin eldri algjörlega ráðandi. En nú má svo heita,
að hún sé horfin af meginlandi norðurálfunnar; það eru ekki
nema einstakar raddir, sem láta til sín heyra henni til með-
mælis. Aftur er henni enn þá haldið fram af lútersku kirkj-
unni hér í landinu, hvað lengi sem það verður.
Af því að vitnað er hér að framan í fyrirlestur eftir þann,
er þetta ritar. sem fluttur var árið 1893, um gildi ^amla testament-
isins, skal eg hér benda á, hvað þar er sagt um þetta efni, til að
koma í veg fyrir allan misskilning. En fyrst skal eg taka fram,
að sá fyrirlestur var algjörlega stílaður gegn þeim mönnum eða
þeirri freku vantrúarstefnu, sem leitast við að leysa alla ritn-
inguna upp í eintómar mótsagnir og gjöra hana á þann hátt
hlægilega og ómögulega til að byggja nokkurn hlut á í andleg-