Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 1
ÓLAFUR JÓNSSON:
Árangur gróðurtilrauna.
Helztu niðurstöður af tilraunum Ræktunarfélags
Norðurlands í 45 ár.
Árið 1933 flutti Ársritið yfirlit um tilraunir Ræktunar-
félags Norðurlands í 30 ár. I skýrslu þeirri, er hér birtist,
er tekið upp allt það, er sú skýrsla flutti, en aukið við til-
raunaárangri síðustu 15 áranna. Eins og í skýrslunni 1933
eru þó aðeins teknar hér til meðferðar tilraunir varðandi
venjulega garðyrkju, en ekkert rætt um þá þætti tilrauna-
starfsins í Gróðrarstöð Ræktunarfélagsins, er snerta blóm-
rækt, trjárækt, grænmeti o. s. frv. Mörgum tilraunum, sem
samkvæmt eðli sínu ættu að vera hér með, hefur orðið að
sleppa, ýmist vegna þess, að fullnægjandi fræðslu um þær
hefur skort eða þær hafa ekki þótt gefa svör, jákvæð eða nei-
kvæð, sem læra mætti af. I svona lagaðri yfirlitsskýrslu er
vitanlega ekki unnt að skýra tilraunirnar eða rekja nokkuð
að ráði, en margar þeirra hafa áður verið gagnrýndar í Árs-
ritinu, og aðrar fá vonandi þar eða annars staðar sömu með-
ferð. Tilgangurinn með yfirliti eins og þessu, er aðeins að
gefa almenningi kost á að notfæra sér hagnýtan árangur til-
raunanna á sem auðveldastan hátt.
Hlutfallsmyndir til skýringa árangrinum hefðu átt að
fylgja þessu yfirliti. Þetta þótti þó ekki fært, því það hefði
útheimt bæði meiri tíma og fé en hægt var að láta í té.
Reynt er að flokka tilraunirnar þannig, að efnið sé sem
aðgengilegast þeim, er vilja notfæra sér það. Efnisyfirlitið,
sem fylgir ritgerðinni, ætti að auðvelda þetta.
l*