Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 2
4
A. Áburðartilraunir.
Ræktunarfélag Norðurlands hefur gert mesta fjölda af
áburðartilraunum. í fyrstu snerust þær rnest unr áhurðar-
þörfina — hvaða jurtanæringu aðallega skorti í íslenzkum
jarðvegi. — Gerð og rekstur þessara tilrauna var mjög ein-
faldur. Síðar hófst samanburður mismunandi áburðarteg-
unda, mismunandi áburðarmagns og áburðaraðferða. Hér
verða tilraunirnar flokkaðar eftir þessum höfuðmarkmiðum.
I. Tilraunir með áburðarþörf.
Tilraunir þessar voru einfaldar tilraunir og aðeins gerðar
eitt ár í stað. Af þeim voru 40 gerðar á graslendi, 10 á hafra-
landi og 4 í kartöflugörðum.
1. Áburðartilraunir á graslendi 1904—1908.
Tilraunir þessar voru gerðar víðs vegar á Norðurlandi.
Skýrslur um þær má finna í Arsriti Ræktunarfélagsins 1904,
bls. 13, 1911-1912, bls. 48, og 1927, bls. 86 (sjá töflu I).
2. Áburðartilraunir á hafrasléttum.
Tilraunir þessar eru flestar gerðar í tilraunastöð Rækt-
unarfélagsins á Akureyri árin 1904—1906. Þó er ein þeirra
gerð á Æsustöðum í Langadal og ein á Húsavík. Áburðar-
skammtarnir hafa verið dálítið á reiki, og eru aðalfrávikin
frá því, sem talið er í eftirfarandi skýrslu (töflu II) þessi:
Á nr. 3, 4, 5 og 6 er borið 12% Kainit, 950 kg á ba. Á nr. 4
og 5 er notað Thomasfosfat. Á nr. 7, 8 og 10 er superfosfat-
magnið 633 kg á ha, og á nr. 9 eru áburðarskammtarnir yfir-
leitt helmingur af því, sem er á hinum tilraununum. Á nr.
9 er mykjuskammturinn 31700 kg.