Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 22
24
stólum. Fosfórmagn tegundanna liefur numið frá 17—48%.
Allt er þetta verksmiðjuáburður. Vegna viðskiptatruflana
fékkst ekki superfosfat frá 1942—1946 og var þá notað
Elektrofos í þess stað. (Tafla XXI).
Tilraunir þessar sýna eftirfarandi:
1. Fosfórinn i steinfosfatinu virðist afar torleystur, svo að
hann hefur enga raun gefið þau þrjú ár, sem tilraunin varir,
þrátt fyrir það, þótt suþerfosfatliðurinn sýni augljósan fos-
fórskort.
2. Samanburður fosfóráburðartegundanna gefur engan
glöggan rnun. Þó virðist Thomasfosfatið gefa lakastan ár-
angur.
3. Eftir ellefu ára sveltu, gefur fosfórlausi liðurinn furðu
mikla uþþskeru og vaxtaraukinn fyrir fosfór er furðu litill.
Hann hefur þó vaxið nokkuð frá upphafi, en minnkað aft-
ur hlutfallslega síðustu árin. Virðist þetta benda til að fos-
fórbirgðir jarðvegsins séu þarna mjög miklar, en eigi svo
auðleystar að nægi hámarksuppskeru. Framan af sumri sést j
greinilegur munur á útliti fosfórreita og fosfórlausra réita.
Þótt fosfórskorturinn valdi eigi meiri vaxtarmun, heldur en
hér hefur orðið, má vera, að hann komi að einhverju leyt'i
fram í efnasamsetningi uppskerunnar.
III. Tilraunir með mismunandi ctburðarmagn.
Tilraunir þær, sem hér um ræðir, eiga að sýna hvaða
áburðarmagn sé hagkvæmast að bera á graslendi og í kar-
töflugarða. Þær eru gerðar flestar í Gróðrarstöð Rf. N., en
nokkrar á ýmsum öðrum stöðum við Eyjafjörð. Venjulega
hafa endurtekningar í tilraununum verið 3—4. Skýrsla um
sumar þessar tiiraunir er í Ársriti Rf. Nl. 1927, bls. 62. Til-
raunir þessar eru livorki nægilega margar né víðtækar, svo
að á þeim megi byggja nokkra allsherjarreglu um áburðar-