Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 25
27
í tilraunum þessmn hefur ekki komið i Ijós teljandi kali-
skortur, en köfnunarefnisskortur hins vegar mjög greini-
legur i þeim öllum og fosfórsýruvöntun í sumum þeirra. I
tilraununum 1914—’ 17 virðist þó fosfórvöntuninni fullnægt
að mestu með 625 kg af superfosfati pr. ha., og í tilraunun-
um 1908—1910 og 1928—1930 með helmingi minni
skammti, eða rúmlega 300 kg pr. ha. Hins vegar er vafa-
samt, hvort köfnunarefnismagni því, er hamkvæmastan
vaxtarauka gefur, er ndð i nokkurri tilrauninni, að minnsta
kosti er köfnunarefnisþörfinni ekki fullnœgt. Köfnunarefn-
ið gefur nokkuð misjafnan vaxtarauka í tilraununum, og
á það sennilega rót sína að rekja til ytri skilyrða.
Tafla XXIV sýnir uppskeru af smárasléttu eftir mismun-
andi skammta af köfnunarefni, og tafla XXV uppskeru af
túni eftir vaxandi skammta af fosfór. Fosfórinn er þó aðeins
borinn á tvö fyrstu árin, svo að fjögur síðustu árin gefa eft-
irverkanir.
TAFLA XXIV.
Samanburður misstórra köfnunarefnisskammta á smárasléttu.
(Uppskera í 100 kg heyhestum á ha.)
Ár Ekkert köfnunarefni 47.4 kg köfnunar- efni pr. ha. á ári 94.8 kg köfnunar- efni pr. ha. á ári
1932 47.3 66.7 81.3
1933 39.3 49.3 58.7
1934 54.7 66.7 82.0
1935 29.3 46.7 60.0
Meðaltal 42.7 57.4 70.5
Vaxtarauki ... 14.7 28.2
í sambandi við þessar tilraunir skal á það bent, að upþ-
skera köfnunarefriislausa liðsins á srnárasléttunni er óvenju-
lega há, þvi að sléttan var gerð í mögrum jarðvegi, en auð-