Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 32
34
TAFLA XXXI.
Samanburður á mismunandi áburðaraðferðum með mykju 1925—1928.
(Uppskera í 100 kg heyhestum á ha.)
Ar 1 óhreyft 2 Mosaherfað 1925 3 Strengplægt 1925
1925 40.5 29.3 55.8
1926 34.5 34.7 53.0
1927 47.7 46.2 52.7
1928 43.8 37.3 46.2
Meðaltal 41.6 36.9 51.9
Hlutfall 100 88 125
Sjöunda árið, 1937, fá allir liðirnir jafna og góða yfir-
breiðslu tilbúins áburðar. Þá er enn nokkur munur á lið-
unum, en sé miðað við annan liðinn, sem aðeins hefur haft
yfirbreiðslu öll árin, en var plægður í upphafi, má ef til vill
að nokkru rekja þennan mun til plægingarinnar og þeirrar
veðrunar jarðvegsins, sem hún hefur í för með sér.
Af tilraunum þessum má draga eftirfarandi ályktanir:
1. Það er augljós vinningur að koma haugnum niður i
jarðveginn, samanborið liið að bera ofan á.
2. Aðferðir þcer, sem reyndar hafa verið við að fella hauginn
niður, hafa reynst nokkuð misjafnar. Herfing hans saman
við moldina, um leið og landið er unnið, gefur eigi eins
góðan árangur og ætla mcetti. Gaddvöltun hefur gefið furðu
góða raun, mosaherfing hins vegar re.ynst illa. Tvimælalaust
er bezt að bera hauginn undir plógstrengi eða plægja hann
niður.
3. Notagildi haugsins, þegar hann er borinn undir plóg-
strengi virðist allt að þrefalt á við yfirbreiðsluna. Vegna þess,
að áburðarlausan lið vantar í tilraurtina, er ekki hcegt að vita
nákvæmlega um vaxtarauka þann, sem haugyfirbreiðslan