Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 43
45
I. Samctnburður á mismunandi tegundum aí túnjurtum og á
mismunandi íræblöndum.
Á tífnabilinu frá 1904—1911, voru gerðar tilraunir með
fjölda af graslendisjurtum og einnig nokkrar tilraunir með
mismunandi fræblöndur. Síðari árin hafa hins vegar til-
raunir með fræblöndur, og þá einkum smárablöndur, verið
yfirgnæfandi.
1. Tilraunir með ýmiss konar túnjurtir 1904—1911.
í tilraunum þessum munu hafa verið reyndar um 50 teg-
undir túnjurta af mismunandi uppruna, bæði grastegundir
og belgjurtir. Hér verður þó aðeins getið nokkurra þessara
tegunda, eða aðeins þeirra, er reynst hafa sæmilega varan-
legar eða gefið sérstaklega góða uppskeru. Ýmiss konar fróð-
leikur um þessar tilraunir er í Ársriti Rf. Nl. 1904—1910.
(Tafla XLII).
Nokkrar fleiri tegundir grasa, en þó einkum belgjurta,
aðrar en þær, sem hér eru taldar, voru reyndar í þessum til-
raunum, svo sem: Loðgresi, rýgresi, flækjur, lúpínur, ýmsar
smárategundir, maríuskór o. fl., er virðast lítinn eða engan
árangur hafa gefið. I>ar sem fullnægjandi atlmganir frá ári
til árs skortir, er örðugt að gera sér grein fyrir, hvernig hin-
um einstöku tegundum hefur vegnað, því að uppskeran ein
gefur það ekki fyllilega til kynnna, þar sem hún getur átt
rót sína, að meira eða minna leyti, að rekja til sjálfgræðslu.
Á árunum 1909—1911, er gerður samanburður á 32 mis-
munandi tegundum og stofnum af túnjurtum, aðallega
grösum. Sáð er til tilraunar þessarar 1908 og hverri tegund
eða stofni ætlaðir tveir reitir. Árið 1909 er athugað, hversu
blandaðar aðvífandi gróðri upprunalegu tegundirnar í reit-
unum eru, og 1910 er athugað, hve sáðtegundirnar þekja
rnörg % af flatarmáli hvers reits. í atliugasemdum um til-
raunirnar árið 1911, er ennfremur sagt, að þetta hlutfall
megi teljast óbreytt frá árinu á undan. Á töflu XLIII eru