Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 47
49
Árið 1921 var hafin tilraun með 70—80 tegundir og stofna
af grösum og belgjurtum. Hver tegund var reynd á aðeins
2 m2 reitum. Vegna ýmiss konar mistaka var þessi tilraun
lögð niður áður en hún hafði borið nokkum verulegan ár-
angur og verður hún ekki rædd frekar hér,-
2. Samanburður á mismunandi grasfrœblöndum.
Fyrstu tilraunir með mismunandi grasfræblöndur, er
Ræktunarfélagið lét gera, eru frá árunum 1906—1909. Um
1921 er aftur gerð allvíðtæk tilraun með grasfræblöndur,
en alla fræðslu um samsetning þeirra skortir, og því gagns-
laust að greina frekar frá þeirri tilraun.
TAFLA XLV.
Sex mismunandi grasfræblöndur.
I II III IV V VI
Smári (hvítsmári, rauðsinári og Alsikusmári) 15% 36% 9% 0% 0% 0%
Háliðagras og vallarfoxgras, þó aðeins hið
síðarnefnda 1 III 12% 36% 4% 0% 0% 0%
Sveifgrös og vinglar, þó aðeins vinglar í V 35% 16% 62% 40% 18% 65%
Maríuskór (Lotus corniculatus) og Anthyl-
lis vulneraria 0% 0% 0% 20% 18% 24%
Aðrar tegundir: Faxtegundir, língresi, ax-
hnoðapuntur o. fl 38% 12% 25% 40% 64% 11%
Eftir 1930 eru svo gerðar nokkrar tilraunir með mismun-
andi fræblöndur, einkum í þeim tilgangi að reyna nothæfni
ýmsra belgjurta í fræblöndunum.
í tilraununum 1906—1909, voru bornar saman sex mis-
munandi fræblöndur, og voru þær settar saman í aðalatrið-
um eins og sést á töflu XLV. Sáð var í tilraunirnar 1906, en
uppskerutölurnar eru frá árunum 1907—1909. (Tafla
XLVI).
4