Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 55
57
TAFLA LIll.
Samanburdur á rauösmárategundum 1941—1942.
Smáranum sáð '37 Smáranum sáð ’38
Plöntur 100 kg hey Plöntur 100 kg hey
Tegund á m2 á ha Tegund á m2 á ha
Ræktunarfél.sm. 108 115.5 Cotswold 13 87.0
123 122.5 153 92.5
Göta (senklöver) 55 117.5 Göta (senklöver) 70 94.5
Hersnap (halvsil.) 13 125.5 Hersnap (halv.) 50 90.5
Ötofte (sildig) .. 13 116.5 Ötofte (sildig) . 38 88.0
Tystofte (tidlig) 3 123.0 Do. (halvsild.) . 80 92.0
Uppskeran, 1942, gefur ekki miklar bendingar, sem varla
er von. Athyglisvert er, hve vel sumar tegundirnar hafa
haldist i tilrauninni, þvi að venjulega er rauðsmári talinn
ganga úr sér á 3—4 árum. Reynsla Ræktunarfélagsins er þó
önnur, hvað einstaka stofna áhrœrir. Smári sá, er hér er
nefndur Ræktunarfélagssmári, er alinn upp af fræi, sem
safnað var af einstökum smáraplöntum, sem höfðu haldist
við líði í sáðsléttu í Gróðrarstöðinni lengi efdr að megin-
þorri smárans var liðinn undir lok. Fræi af smára þessum
hefur verið sáð nokkrum sinnum, og hefur það gefið smára,
sem virðist fullkomlega þolinn. Molstað er norskur smári,
er virðist mjög þolinn. Seinvöxnu afbrigðin endast betur
en þau fljótvöxnu.
í Gróðrarstöð Rf. Nl. er villtur hvítsmári all útbreiddur,
þess vegna er smitun með rótarbakteríum sjaldan nauðsyn-
leg, til þess að æxli komi á rætur smárans. Þó getur smitun,
þrátt fyrir þetta, verið vinningur, ef smitað er með völdum
og kynbættum stofnum af rótarbakteríum. Eftirfarandi til-
raunir eru gerðar til þess að fá úr þessu skorið. Notaðir eru
í tilraunina Morsö-hvítsmári og seinvaxinn Ötofte-rauð-