Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Síða 84
86
þetta grun um, að mismunandi frjósemi jarðvegsins eigi
þátt í þessu.
í tilrauninni 1926 eru öll afbrigði mjög áþekk. Hede-
marks- og Jærhafrar gefa þó bezta uppskeru. Hafrarnir voru
slegnir nýskriðnir, að undanskildunr Kosthöfrunum, á þeim
vottaði ekki fyrir axi. Af þessum ástæðunr er ekki ósenni-
legt, að Kosthafrarnir séu hentugir grænfóðurhafrar. Þeir
hefðu að skaðlausu getað staðið lengur og þá bætt við sig.
Árið 1931 og aftur 1938, var gerður samanburður á nokkr-
um tegundum af ertum og flækjum í blöndu með höfrum.
Fullt sáðmagn af höfrum, 1931, er talið 245 kg á ha og í
blöndunni er 123 kg hafrar og 153 kg af ertum, en af
Serradel, sem er með í þessari tilraun, 41 kg. Það er tiltölu-
lega smáfræva belgjurt. Árið 1938 er hins vegar í blöndunni
120 kg af höfrum og 220 kg af ertum á ha, en af flækjum,
sem hafa mjög misstór fræ, eru notuð 133 kg af Algengnum
fóðurflækjum, 200 kg af Gráflækju og aðeins 50 kg af Um-
feðmingi, sem er smáfræva flækja. (Talla LXXIX).
í fyrstu tilrauninni, á töflu LXXIX, eru belgjurtirnar
eigi smitaðar, þcer hafa líka engin áhrif til aukriingar á upp-
skerunni. í báðum tilraununum, 1938, er belgjurtafrceið
smitað fyrir sáninguna. Þar vantar hreinan hafralið, svo að
áhrif smitunarinnar sjáist. Ncerri má pó fara um petta í
flcekjutilrauninni, sé litið á umfeðmingsliðinn sem hreinan
hafralið, en áhrif umfeðmingsins á hafrana eru hverfandi.
Þegar petta er gert, verður augljóst, að flcekjurnar gefa mjög
mikinn vaxtarauka. Smitun peirra heppnaðist líka ágætlega,
ræturnar voru paktar æxlum.
Nokkur munur virðist á belgjurtategundunum til græn-
fóðurframleiðslu. Sólóertur og Glænöertur virðast ágætar,
einnig Venjuleg fóðurflækja.