Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 125
128
burðir samtíma sagna: Sturlungu, Biskupa sagna og annála,
í þriðja lagi skjalfestar heimildir fornbréfa, og loks örnefni,
og fornleifar.
Um gildi þessara vitnisburða er eg fyllilega samdóma B.
M.O. Islendinga sögur eru ritaðar svo löngu eftir að atburð-
irnir gerðust, að vitnisburðir þeirra eru ekki sambærilegir
við samtíma sagnir. Þó má ætla, að söguhöfundar geti hafa
haft forn sannfræðileg munnmæli við að styðjast, og eins
má telja víst, að þeir hefðu ekki getið kornyrkju, ef hún
hefði ekki verið enn iðkuð nokkuð á þeirra tíð, eða þeir
haft af henni sannar sagnir. Vitnisburði samtíma sagna er
naumast unnt að draga í efa, og heimildir Fornbréfasafns
eru svo áreiðanlegar, sem bezt verður á kosið. Þá eru forn-
minjar góðar heimildir, og margt má af örnefnum ráða, þótt
ekki séu þau óyggjandi. Enn má nefna ákvæði í lögum
fornum. B.M.Ó. telur þau til samtíma vitnisburða, en benda
má þó á, að vel geta ýrnis ákvæði hafa borizt inn í lögin frá
Noregi, svo að ekki er vitnisburður þeirra óyggjandi, þótt
meiri líkur séu til, að þau séu miðuð við íslenzka staðháttu.
Útbreiðsla kornyrkjunnar.
Enda þótt B.M.Ó. reki allflesta vitnisburði orðrétt í rit-
gerð sinni, tel ég þó rétt að telja hér upp þá staði, sem
heimildir geta um kornyrkju á, til þess að hafa hér í einu
lagi yfirlit um þá. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að rekja
vitnisburðina orðrétta. En um það atriði vísast til ritgerðar
B.M.Ó. og Fornbréfasafns. Staðina tel ég hér eftir sýslum,
get fyrst vitnisburða úr sögunum og síðar eftir samtíma
heimildum. Örnefni rek ég síðast í sýslu hverri.
Rangárvallasýsla.
I Njáls sögu er getið akuryrkju á tveimur stöðum: Hliðar-
enda og Vorsabæ, en auk þessa minnist sagan nokkrum sinn-