Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Síða 128
131
Arnessýsla.
Engar sögur herma frá kornyrkju í Árnessýslu, og ein-
ungis er einn bær tilnefndur í Fornbréfasafni, en það eru
Loftsstaðir. Árið 1220 segir að Gaulverjabæjarkirkja eigi
akurlönd á Loftsstöðum, 1331 er akurlandið ákveðið undir
sælding korns, og þara meður sem nægir, og hafi Gaulverjar
rétt til að gera þar korngarð. Þetta helzt óbreytt í máldögum
1356, 1397, um 1500, en í máldaga 1553 stendur einungis
ákvæðið um korngarðinn. En í þann máldaga vantar, svo
að ákvæðin geta hafa verið óbreytt.1)
Hdeyri. Jarðabók telur þar landskuld 6 tunnur mjöls. 4
af þeim leysast með landaurum eða peningum upp á fiskatal
upp á alþing, 2 tn. gefnar kvittar af landskuld.2) Hér er
sennilega um gamalt afgjald að ræða, líkt og í Landeyjun-
um.
Ornefni eru þessi: Akrabrekka, örnefni í túni á Stóra-
Núpi, þar eru leifar fornra garða. Akrahverar hétu áður í
Ölfusi. Akur, þurrabúð hjá Eyrarbakka. Akurhóll, örnefni
í Fossnesstúni, í landi sömu jarðar eru leifar girðinga í svo-
nefndri Garðabrekku. Virðast þær og girðingarnar á Stóra-
Núpi greinilegar leifar akurgarða. Hins vegar er mjög vafa-
samt, að garðbrot þau, er Brynjólfur Jónsson lýsir í Munka-
gerði að Vatnsleysu og að Holtum, hvorttveggja í Biskups-
tungum3) séu fornar akraminjar.
Gullbringu- og Kjósarsýsla.
í Biskupa sögum og Sturlungu er á nokkrum stöðum
getið um akra og mjölflutninga úr þessum sýslum. En fæstar
þeirra frásagna eru óyggjandi vitnisburðir út af fyrir sig,
en með tilliti til annarra heimilda hafa þeir þó nokkurt
1) ísl. fornbr. I, 403; II, 671; XII, 657.
2) Jarðabók Á. M. II, 73.
3) Árb. Fornlf. 1905, 48-50.
9«