Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 129
132
gildi. Þannig segir í sögu Þorláks helga, að mýs spilltu
kornum og ökrum í Viðey, en Þorlákur biskup vígði ey-na
(um 1190) nema eitt nes, og bannaði að erja það. Löngu
síðar örðu menn hluta af nesinu, og hlupu þá mýs um alla
eyna. I sömu sögu er þess getið, að menn voru að arningu
um varptímann.1)
í Sturlungu segir frá því, að Sturla Sighvatsson flutti úr
Engey bæði mjöl og skreið 1236. Sama ár er þess getið, að
l-'r~ Áhi bóndi í Saurbœ á Kjalarnesi gaf Órækju Snorrasyni föng
mikil, mjöl og skreið, smjör og hunang. 1247, er Þórður
kakali tók upp bú á Bessastöðum, hafði hann þaðan mölt
mikil.2) Engin þessara frásagná er órækur vitnisburður um
kornyrkju, þótt líkur mæli með því, þar sem kunnugt er,
að á þessum slóðum var kornyrkjan mest stunduð hér á
landi. Hins vegar má víst telja, að þá er Magnús biskup
lagði mjölskuld á Gufunessland 1216,3) hafi verið ræktað
þar korn, enda styðst það við síðari vitnisburði.
I Fornbréfasafni eru eftirtaldir vitnisburðir:
Þorkötlustaðir í Grindavík. Um 1275 á Krísuvíkurkirkja >
þar 9 mæla land. Helzt það ákvæði óbreytt í máldögum
1307, 1397, 1477 og 1553.4)
Hraun í Grindavík. í sættargerð 1284 milli Hraunsbónda
og Viðeyjarklausturs um reka, er Viðeyingum heimiluð beit
hrossum sínum utan túns og akra.5)
Húsatóttir í Grindavík. Árið 1313 er svo kveðið á í leigu-
mála, að Viðeyjarklaustur eigi þar auk landsleigu: ,,þrí-
mæling í jörðu, sælding í jörðu“. Þetta hyggur B. M. Ó., að
eigi að skýrast svo, að klaustrið hafi tekið sér til nytja hálfs
annars sálds land. Itaki þessu er sleppt í leigumálaskrá
klaustursins 1395, en landskuld þá hækkuð. í máldaga Stað- .
1) Bisk. I, 239.
2) Sturl. I, 397, 390; II, 84.
3) Sturl., 269.
4) ísl. fornbréf III, 3; XII, 662.
5) ísl. fornbréf II, 245.