Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 131
134
leysujörð“ og getið um merki „ofan úr hrauni, fram að sjó
fyrir innan akurgerði/'1) Eyðihjáleiga frá Vatnsleysu heitir
og Akurgerði.
Garðar á Álftanesi. 1397 á kirkjan þar 10 sáld niðurfærð
og 2 arðuryxn gömul.2)
Reykjavik. 1379 á kirkjan þar sælding í Akurey og land-
sælding í Effersey. Þetta er hvorttveggja niður fellt í mál-
daga 1397.3)
Elliðavatn. 1313 er landskuld þaðan til Viðeyjarklausturs
2 hundruð vöru og 4 vættir mjöls. Mjölafgjaldið er fellt
niður í leignaskrá 1395, en landskuldin hækkuð í öðru.4)
Eiði í Mosfellssveit. 1313 átti Viðeyjarklaustur þar helm-
ingasáð. í leignaskrá klaustursins 1395 er þetta ítak fellt
niður.5)
Syðri-Reykir í Mosfellssveit. 1180 segir að kirkjan þar
eigi 19 mæla akurlönd í görðum úti og selja sáin hálf af
hendi. Á sama stað segir, að ábúandi skuli gjalda presti eitt
hundrað og af því helming í mjöli.6) Örnefnið Akrar í
Reykjalandi bendir einnig á akuryrkju. I máldaga 1397 eru
greinirnar um akurlöndin og mjölafgjaldið felldar niður.
Frá árunum 1547—1552 hafa verið birtir fógetareikning-
ar,7) þar sem fram eru talin afgjöld jarða í Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Þar kemur fram, að á þessum árum ber ekki
færri en 22 jörðum í sýslum þessum að greiða landskuldir
að einhverju leyti í mjöli eða öli og virðist, sem öl- og mjöl-
tunna séu látnar mætast að verðgildi. Einnig er ljóst, að
greiðslur þessar hafa á þessum árum verið inntar af höndum
að verulegu leyti. Ekki er unnt að sjá, hversu gamlar þessar
kvaðir séu, en fullvíst má telja, að til þess er ætlazt, að þarna
1) Isl. fornbréfasafn III, 340.
2) fsl. fornbréfasafn IV, 108.
3) ísl. fornbréfasafn III, 340.
4) fsl. fornbréfasafn II, 377.
5) Isl. fornbréfasafn II, 377.
6) fsl. fornbréfasafn I, 268.
7) ísl. fornbréfasafn XII, 105-119, 130-144, 145-158, 166-178, 392-405.