Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 136
139
Hraunskarð — Gufuskdlar. í landamerkjaskrá milli þess-
ara jarða 1360 er talað um akurgerði.1)
Eskigrasey á Hvammsfirði. I Sturlungu segir, að Sveinn
Sturluson færi út þangað 1172 og keypti þar mjöl til handa
Sturlu. En er heim kom, reyndust mjölin verr en ætlað
var.2) Þetta gæti bent til kornyrkju í Eskigrasey.
Örnefni og minjar eru þessi: Akrar, örnefni nálægt eyði-
býlinu Hellu í Helgafellssveit. Þar sér enn fyrir girðingum.
Akranes, örnefni í Miklaholtshreppi. Akurey, eyðiey, heyrir
til Helgafelli. Akureyjar, bær í Helgafellssveit. Akur, hjá-
leiga frá Syðri-Görðum, Staðarhreppi. Akurholt, bær í Eyja-
hreppi. Akurtraðir, bær í Eyrarsveit. Að Kdrsstöðum í
Helgafellssveit eru girðingar, sem líkjast akurgerðum. Vætu-
akrar, bær í Breiðuvíkurhreppi. Örfurseyjar heyra til Hálsi
á Skógarströnd, „meinast til forna til sáðverks brúkaðar,
og sér þar enn fyrir girðingum“.3)
Dalasýsla.
Ekrur fyrir utan Klofninga. Landnáma segir, að Kjallak-
ur og Geirmundur heljarskinn „börðust á ekrunum fyrir
utan Klofninga, þar vildu hvorir tveggja sá“.4) Örnefnið
geymist enn, og segir, að þar sjáist greinilega minjar af girð-
ingum og kornsáðreitum.5)
Samtíma vitnisburðir eru engir úr Dalasýslu, en örnefni
og minjar, er benda á akuryrkju allmörg. Eru þau þessi:
Akurey í Dagverðarnesi, Akureyjar, bær í Skarðshreppi.
Akur = Hofakur, bær í Hvammshreppi. Akur, örnefni með
girðingaleifum í Bessatungu í Saurbae. Akurhesthúsvöllur í
Hvammi. Ekrur, örnefni með girðingaleifum í Ormsstaða-
1) ísl. fornbréf III, 139.
2) Sturlunga I, 98.
3) Jarðabók Árna Magnússonar V, 369.
4) Landnáma 1948, 142.
5) Safn til sögu íslands, 561—562.