Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 138
141
Jarðabók Á. M. er þessa ítaks enn getið, en tekið fram, að
það sé staðnum að engu gagni.1)
Skdlanes í Gufudalshreppi. Máldagi Gufudalskirkju 1238
segir að hún eigi akurgerði undir Skálanesshrauni. Helzt svo
óbreytt í máldaga 1397, um 1500, 1523 og 1553.2)
Jarðir í Barðastrandarsýslu. 1509. í skrá Bjarnar Guðna-
sonar um jarðagóz frænda síns, Bjarna Andréssonar, stend-
ur um byggingarmáta þeirra og afgjald meðal annars, að af
hálfu Lambavatni greiðist bjórtunna eða mjöltunna, af
Vatnsdal mjöltunna og af Geirseyri, Fossum, Neðri-Rauðs-
dal og Arnórsstöðum tunna bjórs af hverri.3)
Ornefni og minjar eru þessi: Akranes, nálægt Gröf í
Þorskafirði. Akrar, örnefni í Svefneyjum. Samkv. lýsingu
Sigurðar Vigfússonar eru þar leifar akurgirðinga ekki ólík-
ar og á Garðskaga. Hið girta svæði er rúmlega ll/3 dag-
sláttu.4) Akureyjar, smáeyjar í Hvallátrum, með garðaminj-
um. Akurgata hjá Hreggstöðum á Barðaströnd. Ekra, slétt
grund í Djúpafirði.
Kálund hermir það eftir sóknarlýsingu um Breiðafjarðar-
eyjar, að víða sjáist þar minjar eftir akuryrkju, bæði á tún-
um og úteyjum.5)
ísafjarðarsýsla.
Reykjanes við Reykjarfjörð. Samkvæmt máldaga 1327 á
Vatrisfjarðarkirkja þar sáðjörð sem vill og þaranytjar. Er
svo óbreytt í máldögum 1397 og 1509.6)
Örnefni og minjar eru þessi: Akrar, örnefni í Sæbólslandi
í Dýrafirði. Þar og á Þingeyri í Dýrafirði og að Kollsd í
1) Jarðabók A. M. VI, 204.
2) lsl. fornbréf I, 522: XII, 667.
3) ísl. fornbréf VIII, 268-269.
4) Árbók Fornleifafélagsins 1893, 1.
5) Kálund I, 540.
6) ísl. fornbréf II, 620; VIII, 287.