Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Page 139
142
Jökulfjörðum telur Olavius að séu greinilegar minjar akur-
girðinga.1) Akrabrekka í túni í Ögri, Akurbrekka í Æðey.
Hvannakrar hjá Eyri í Mosvallahreppi.
Strandasýsla.
Vitnisburðir eru þaðan engir, og örnefni einungis tvö:
Akranes í landi Hafnarhólma við Steingrímsfjörð. Þar segir
Kálund að séu leifar fornra girðinga.2) Akravik, örnefni hjá
Gjögri
Húnavatnssýsla.
Þar eru örnefnin Akrabrekka í túni á Auðúlfsstöðum og
bærinn Akur í Torfalækjarhreppi.
Skagafjarðarsýsla.
Örnefni: Akrar, bær í Fljótum. Baldvin Einarsson segist
hafa séð gömul akrastæði í Fljótum, meðal annars á Hraun-
um.3 4) Akrar, stóru og litlu, bæir í Blönduhlíð. Akur í Skef-
ilsstaðahreppi. Bygggerði hjá Keldulandi. Bygghóll hjá
Flugumýri. Bygghóll, eyðibýli í Kolbeinsdal. Ekrur, örnefni
að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd.
Eyjafjarðarsýsla.
Munkapverá. Þau gæði fylgdu mest Þverárlandi, það var
akur, er kallaður var Vitaðsgjafi, því að hann var aldrei
úfrærA) (10. öld).
Hella á Arskógsströnd. I Svarfdæla sögu segir, að Hrani
nokkur veitti áganga Þórarni bónda á Hellu og beitti engjar
1) Oekonomisk Reise, 14 og 34.
2) Kálund I, 629.
3) Ármann á Alþingi II, 79.
4) Víga-Glúms saga, 20.