Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Qupperneq 155
158
innar. Ómögulegt er þó að gera sér nokkra verulega hug-
mynd um kornyrkjuna fyrstu aldirnar. Sögur vorar eru
furðulega fáorðar um dagleg störf og heimilishætti, nema
þar sem þau beinlínis snerta hina sögulegu atburði. Korn-
yrkjan að Hlíðarenda og Vorsabæ hefði áreiðanlega ekki
verið gerð að umtalsefni í Njálu, ef tveir af örlagaríkustu
atburðum sögunnar væru ekki við hana tengdir, og frá-
sögnin um „bleika akra“ Fljótshlíðar fullnægði ekki þörf
höfundarins að gera atburðina um heimför Gunnars sem
áhrifamesta og skáldlegasta. Á öllu tímabilinu frá upphafi
landnáms og fram um 1150, að samtímafrásagnir í sögum
og fornbréfum hefjast, er kornyrkju aðeins getið á 11 stöð-
um á landinu, 3 í Sunnlendingafjórðungi, 6 í Vestfirðinga-
og 2 í Norðlendingafjórðungum. Ef ekki væru aðrar heim-
ildir, þá mætti af þessu ráða, að ekki hefði verið um mikla
kornyrkju að ræða, en þó mætti ætla, að ekki hefði henni
verið ýkja misskipt milli þessara þriggja fjórðunga. Enda
hygg ég, að á Söguöld hafi menn stundað kornyrkju um land
allt að kalla má. En sögurnar drepa á kornyrkju, þótt ekki (
sé hún staðbundin. Þannig segir í Njálu: nú vorar snemma,
og færðu menn snemma niður sæði sín. Svo mundi höf. ekki
hafá til orða tekið, ef honum hefði ekki verið kunnugt um
sáningu, sem algenga voryrkju íslenzkra sveita. I sömu sögu
er sagt frá Atla hinum austfirzka, að hann væri akurgerðar-
maður. Er honum talið það til gildis, á líkan hátt og löngum
hefir verið um vinnumenn, ef þeir kunnu vel til einhverra
mikilvægra búnaðarstarfa, fjármenn, sláttumenn o. s. frv. »
Til almennrar akuryrkju benda og ákvæði fornlaganna.
Einkennilegt er, að einu bókfestu heimildirnar um akur-
yrkju norðanlands eru frá öndverðu þessu tímabili. Síðan,
er samtíma-frásagnir hefjast, er allt hljótt um Norðurland í
þeim efnum. Ég hygg, að eina skýringin á þessu sé sú, að
þótt kornyrkja hafi byrjað hér nyrðra og jafnvel austanlands, i
með líkum hætti og syðra, hafi hún lagzt skjótt niður aftur,