Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 161
164
1) Að landstjórn hafi ekki komizt á fastan fót á þjóðveldis-
tímanum, og öryggisleysi það, sem hafi af því skapazt, hafi
dregið úr verklegum framkvæmdum. 2) Utanferðir Islend-
inga hafi eytt miklu vinnuafli. 3) Innanlandsstyrjaldir á 12.
og 13. öld. 4) Ákvæði gamla sáttmála um að 4 skip skyldu
ganga árlega til landsins. 5) Pestir og hallæri á 13. og 14. öld.
6) Við Svartadauða hafi týnzt niður kunnáttan að rækta
korn, og hinir erlendu embættismenn hafi ekkert gert land-
inu til viðreisnar.1)
Baldvin Einarsson telur hnignun kornyrkjunnar á 13. og
14. öld hafi verið að kenna innanlands styrjöldum, hallæri,
áleitni og kúgun biskupa og því, hversu andlega stéttin
hélt því að mönnum, að fátæktin væri guði þóknanleg.2)
Halldór Einarsson hyggur, að hnignun kornyrkjunnar sé
bein afleiðing hinnar almennu hnignunar þjóðarinnar, sem
stafaði af eldgosum, hallærum og drepsóttum, svo að menn
smám saman hættu að stunda þær atvinnugreinar, er meiri
kunnáttu og kostgæfni þurfti við, takmörkuðu sig við hinar
óbrotnari greinar, svo sem kvikfjárræktina. Einnig hafi hin
erlenda verzlun átt þátt í því, bæði þannig, að til landsins
fluttist ódýrara korn, og hitt, að landsmönnum þótti hag-
kvæmara að afla fiskjar og kaupa fyrir hann kornvöru en
fást við hina ótryggu kornrækt.3)
Þorvaldur Thoroddsen skellir meginskuldinni á Svarta-
dauða og þann verkafólksskort, er af honum leiddi, svo að
menn kusu heldur að stunda þær atvinnugreinar, er meira
gáfu í aðra hönd.4)
Björn M. Ólsen er líkrar skoðunar og Þ. Th., en telur
þó að óáran hafi 'einnig átt nokkurn þátt í hnignuninni,
einkum af því, að kornyrkjan hafi fallið niður, er útsæðið
1) Ármann á Alþingi II, bls. 84—86.
2) Ármann á Alþingi II, 87.
3) Halldór Einarsson, 5—6.
4) Lýsing íslands IV, bls. 177.