Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1948, Side 177
180
nothæfar. Næg verkefni virðast fyrir allar þessar vélar næstu
árin.
Árið 1948 mældi ég að nokkru jarðabætur á sambands-
svæðinu, en að nokkru annaðist mælingarnar garðyrkjufræð-
ingur Einar Vigfússon. Síðastliðið sumar mældi ég svo einn
á öllu sambandssvæðinu.
Jarðabætur síðastliðið ár eru með minna móti, og mun
höfuðorsökin sú, hve seint voraði. Einkum er það þó jarð-
ræktin, sem dregizt hefur saman, og kemur þar, auk tíðar-
farsins, til greina skortur á áburði, sem verið hefur tilfinn
anlegur tvö undanfarin ár að minnsta kosti.
Húsabætur munu áþekkar og árið áður, og jafnvel meiri
heldur en 1947.
Ég vil örlítið ræða þessar jarðabætur, þótt rúmsins vegna
verði að fara fljótt yfir sögu.
Nýyrkjan er yfirleitt vel gerð, þannig að sæmilega er séð
fyrir framræslu víðasthvar, einkum þar, sem skurðgröfurnar
hafa verið að verki, og vinnsla landsins og jöfnun er líka
oftast í góðu lagi. Margir gefa sér góðan tíma við jarðvinnsl-
una, eru allt að þrjú ár að fullvinna löndin, ef þau hafa
verið stórþýfð eða jarðvegur rætinn, og er ekkert nema gott
um það að segja. Sumir sá í nýræktarlöndin, grænfóðri eða
kartöflum, í eitt eða fleiri ár, áður en þeir gera þau að gras-
lendi, og er leitt að verða að viðurkenna, að forræktunin
er oft til stórtjóns fyrir eftirfylgjandi grasrækt, einkum þar,
sem kartöflur hafa verið ræktaðar í löndunum. Mörg slík
sáðlönd eru svo þakin arfagróðri, að mjög erfitt er að gera
sér grein fyrir, þegar þau eru tekin út, hvernig grasgróðrin-
um muni reiða af. Þetta er einkum leiðinlegt vegna þess, að
forræktin er verðlaunuð með hærri styrk. Samkvæmt breyt-
ingum í frumvarpi til jarðræktarlaga, er nú liggur fyrir
Alþingi, á þó sá munur að hverfa.
Þá vill það mjög brenna við, að of seint er lokið vinnslu
landanna, og þau orðin alltof þurr, þegar sáð er. Spírar þá