Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 1
Reuters Hermaður í Makedóníu miðar AK-47 riffli sínum á skotmark í Kumanovo-héraði í gær. STÓRSKOTALIÐSSVEITIR hers- ins í Makedóníu gerðu í gær harða hríð að landamæraþorpum sem skæruliðar úr röðum albanska minnihlutans hafa lagt undir sig. Ætlunin er að reyna að styrkja rík- isstjórn landsins með því að fá til liðs við hana tvo nýja flokka Albana en einn þeirra á þegar sæti í ríkisstjórn Ljubcos Georgievskis forsætisráð- herra. Myndi stjórnin þá hafa meira en tvo þriðju hluta þingsæta á bak við sig, gæti breytt stjórnarskránni og aukið réttindi Albana. Annar af flokkum Albananna, Flokkur lýð- ræðislegrar hagsældar (PDP), neit- aði hins vegar í gær að standa við samning um stjórnarþátttöku fyrr en her Makedóníu boðaði einhliða vopnahlé á næstu dögum. Alþjóðlegt lögreglulið? „Við erum sem stendur ósáttir vegna þess að eitt af skilyrðum okk- ar var að hætt yrði sprengjuárásum á Kumanovo-svæðinu,“ sagði Muhamad Halili, aðalritari PDP, sem er stærsti flokkur albanska þjóðarbrotsins. PDP vill ennfremur að herinn dragi lið sitt frá átaka- svæðunum og í staðinn komi lög- reglulið undir alþjóðlegri yfirstjórn. Talsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segja að um 7.600 manns hafi flúið frá því að her- inn hóf sókn sína í norðurhéruðum landsins fyrir viku. Heimta einhliða vopnahlé Skopje. Reuters, AFP. 104. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. MAÍ 2001 LÍK tveggja ísraelskra táningspilta fundust í helli á Vesturbakkanum í gær. Grunur leikur á að herskáir Pal- estínumenn hafi grýtt þá til bana, hugsanlega í hefndarskyni fyrir lát fjögurra mánaða gamallar palest- ínskrar stúlku af völdum sprengju- brots á mánudag. Piltarnir, sem báðir voru fjórtán ára gamlir, hétu Yossi Ishran og Kobi Mandel, en þeir höfðu báðir nýlega flust til landnemabyggðar gyðinga í Tekoa í nágrenni Betlehem. Piltarnir höfðu skrópað í skólann á þriðjudag og farið í gönguferð út fyrir byggð- ina, en lík þeirra fundust illa út leikin í helli þar í grenndinni í gærmorgun. Átján Palestínumenn voru hand- teknir í tengslum við rannsókn máls- ins í gær. Ísraelskur landnemi var á þriðjudag myrtur nálægt landnema- byggð í Itamar á Vesturbakkanum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að morðin væru „stigmögnun á hryðjuverkum og of- beldi af hálfu Palestínumanna gegn saklausum borgurum“. Sharon viður- kenndi að palestínskir embættis- menn hefðu fordæmt morðin. Skriðdrekar inn á Gaza-svæðið Palestínumenn skutu í gær sprengikúlum á opin svæði við ísr- aelska þorpið Kfar Azza, nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu. Ísraelsher svaraði með því að senda skriðdreka og jarðýtur tvisvar í skamma stund inn á jaðra Gaza. Dan Harel, undirhershöfðingi í Ísraelsher, sagði í gær að loftvarna- flaugar af gerðinni SA-7 Strela og önnur vopn sem smyglað væri inn á svæði Palestínumanna gætu reynst mjög hættuleg. Væri meðal annars hægt að nota flaugarnar, sem draga allt að átta kílómetra, til að skjóta niður stórar farþegaþotur sem væru á leið til eða frá Ben Gurion-alþjóða- flugvellinum. Fyrr í vikunni tók varðskip flotans 30 tonna fiskibát skammt frá hafn- arborginni Haifa og reyndist hann hlaðinn vopnum af ýmsum gerðum. Var fullyrt að hann hefði verið í fjórðu ferð sinni til Gaza frá Líbanon. Einnig álíta Ísraelar að smyglað sé vopnum með vörubílum frá Jórdaníu og jafnvel um frumstæð jarðgöng á landamærum Gaza og Egyptalands. Tveir ísraelskir unglingar myrtir Jerúsalem, Tekoa, Tel Aviv. AFP, AP, Reuters. AP Ættingjar annars piltanna, sem voru myrtir, syrgja yfir líkbörunum í Gush Etzion á Vesturbakkanum í gær. Sharon segir Palestínumenn stigmagna ofbeldið TALIÐ er að meira en hundrað manns hafi týnt lífi og hundruð að auki slasast er til átaka og troðn- ings kom á knatttspyrnuleik í Accra, höfuðborg Afríkuríkisins Ghana, í gærkvöldi. Að sögn út- varpsstöðvar í borginni trylltust stuðningsmenn Kumasi Ashanti Kotoko, liðs sem var að tapa fyrir liði er nefnist Eikarhjörtun. Stað- an var 2-1 og fimm mínútur eftir af leiknum, að sögn fréttavefjar BBC. Slagsmál hófust milli hópa stuðningsmanna beggja liða og rifu óeirðaseggirnir meðal annars upp sætaraðir á þéttsetnum áhorf- endapöllunum og fleygðu flöskum og stólum í andstæðinga sína. Er lögregla skaut táragas- sprengjum til að reyna að dreifa liðsafnaðinum kom fát á fólk sem flýði í skelfingu og margir tróðust undir. „Þar sem ég er núna eru að minnsta kosti 50 eða 60 lík,“ sagði Asamoah Boateng, embættismaður á skrifstofu forseta landsins, í símaviðtali við fréttamann Reut- ers. Boateng var staddur á her- sjúkrahúsi í borginni. Útvarps- fréttamaður sagðist hafa séð yfir hundrað lík. Fullyrt var að lög- reglan hefði lokað hliðum að leik- vanginum og þannig hindrað áhorfendur í að flýja af vettvangi. Læknar um allt landið kallaðir út Jake Obetsebi-Lamptey, ráð- herra sem fer með málefni forseta landsins, sagði að „mikill harm- leikur,“ hefði orðið. „Margir hafa dáið og enn fleiri slasast illa.“ Hvatti hann ættingja og vini hinna slösuðu til að flykkjast ekki á sjúkrahúsin vegna þess að þeir gætu með því truflað störf lækna og hjúkrunarliðs. Upplýsingar voru óljósar um miðnætti í gær- kvöldi en læknar voru kallaðir frá fjarlægum stöðum til starfa á sjúkrahúsum í Accra vegna at- burðarins. Mannskæð átök hafa orðið á knattspyrnuleikvöngum í nokkrum Afríkulöndum síðustu vikurnar. Í apríl fórust 43 manns og 160 slös- uðust í troðningi sem varð á Ellis- leikvanginum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku á úrslitaleik milli tveggja þarlendra knattspyrnuliða. Mannskæð átök stuðningsmanna liða á knattspyrnuleik í Ghana Yfir hundrað létu lífið Accra. AFP, Reuters. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, réðst harkalega á stefnu Tony Blairs forsætisráð- herra í umræðum á þinginu sem lauk fundum sínum í gær en kosið verður 7. júní. Skoraði Hague á Blair að endurtaka „haldlausa“ yf- irlýsingu sína úr kosningabarátt- unni 1997 en þá sagðist Blair styðja eindregið að Bretar héldu áfram að nota pundið en tækju ekki upp evr- una. „Talaðu skýrt, vertu ærlegur og viðurkenndu að þú vilt fleygja pund- inu eins fljótt og þú getur,“ sagði Hague. Blair hafnar sjónvarpsein- vígi við Hague og er því líklegt að umræðurnar verði eina skiptið þar sem kjósendur eiga þess kost að sjá leiðtogana kljást fyrir kosningar. Blair segist í grundvallaratriðum fylgjandi því að evran verði tekin upp en aðstæður í efnahagsmálum verði að vera heppilegar. Edward Heath, fyrrverandi for- sætisráðherra úr Íhaldsflokknum og Evrópusinni, flutti sína síðustu þingræðu í gær. Notaði hann tæki- færið til að segja að þegar efnt yrði til þjóðaratkvæðis um evruna myndi hann berjast „af hörku“ fyrir henni. Áhersla á stöðugleika Verkamannaflokkurinn mun leggja áherslu á stöðugleika og góð- an árangur í efnahagsmálum auk menntamála og nægrar atvinnu. „Við förum út í þessar kosningar með nýja ábyrgð og mikinn metnað fyrir hönd Bretlands,“ sagði Gordon Brown fjármálaráðherra. Í nýrri könnun sem birt var í The Daily Mail í gær fékk flokkur Blairs 51% stuðnings aðspurðra, Íhalds- flokkurinn 31% og Frjálslyndir demókratar 13%. Verkamannaflokkurinn birti í gær kosningaloforð í fimm liðum. Er þar meðal annars heitið að halda verðbólgu og vöxtum á húsnæðis- lánum eins lágum og unnt verði, lágmarkslaun verði hækkuð og ráðnir fleiri kennarar, hjúkrunar- fræðingar og lögreglumenn. And- stæðingarnir sögðu í gær að um væri að ræða svikin loforð frá 1997. „Þeir meðhöndla kjósendur eins og bjána,“ sagði íhaldsþingmaðurinn Tim Collins. Hague hampar pundinu London. AFP, Reuters, The Daily Telegraph. FISKVINNSLAN í Færeyjum er nærri því lömuð og allir flutningar innan eyjanna liggja niðri eftir að tvö stór verkalýðsfélög hófu verkfall í gærmorgun. Samninganefnd tveggja verka- lýðsfélaga hafnaði sáttatillögu, sem var svo til samhljóða samningum sem nokkrum tímum áður höfðu tekizt með atvinnurekendum og öðr- um verkalýðsfélögum í Þórshöfn og Klakksvík. Samkvæmt þessum samningum hækkar kaup verka- fólks á næstu tveimur árum um 11,9%. Að sögn Ingeborgar Winther, for- manns Verkamannafélags Færeyja, er tímakaup verkafólksins „það lægsta í V-Evrópu“. Verkfall í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.