Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÓlafur bestur og Magdeburg áfram
á sigurbraut/B3
Bayern München skellti í lás
gegn Real Madrid/B4
4 SÍÐUR
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
arráðherra, segir að áfram sé unnið
að áformum í stóriðjumálum á Aust-
urlandi og Vesturlandi í samræmi við
stefnu stjórnvalda og engin breyting
hafi orðið á því á síðustu dögum. Hún
segir ekki rétt að samstaða sé innan
ríkisstjórnarinnar um að setja
stækkun Norðuráls á Grundartanga
í forgang, en hins vegar sé unnið að
því að koma því þannig fyrir að ráð-
ast megi í fyrsta áfanga stækkunar
álversins á Grundartanga áður en
hafist verði handa við uppbyggingu
álvers á Reyðarfirði.
Í kjölfar umræðna um stöðu efna-
hagsmála og óróleika í gengi krón-
unnar að undanförnu hafa talsmenn
stjórnarflokkanna m.a. lagt áherslu
á að ganga verði frá samningum um
stækkun Norðuráls til að fá erlent
fjármagn til landsins og auka út-
flutningstekjur til lengri tíma litið.
Valgerður segir þetta einmitt mjög
brýnt og þess vegna sé lögð á það
áhersla innan ríkisstjórnarinnar að
raða verkefnum þannig saman að
það geti gengið upp.
„Við sjáum ekki betur en að allar
þessar framkvæmdir eigi að geta
orðið, takist á annað borð að afla raf-
orku til stækkunar Norðuráls á til-
settum tíma. Unnið er að því af full-
um krafti þessa dagana um leið og
viðræður fara fram við fulltrúa
Norðuráls, en það hefur aldrei komið
til tals að framkvæmdir á Grundar-
tanga tefji fyrir því verkefni sem hef-
ur verið í undirbúningi árum saman
á Austurlandi,“ sagði Valgerður.
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
í gær var sagt að innan ríkisstjórn-
arinnar væri lögð á það áhersla að
hraða fyrsta áfanga að stækkun
Norðuráls en minna væri lagt upp úr
því þótt framkvæmdir við Kára-
hnúkavirkjun og álver á Reyðarfirði
frestuðust. Miðað væri við að fram-
kvæmdir við stækkun Norðuráls
gætu hafist þegar á næsta ári.
Valgerður segir ekkert hæft í
þessari frétt og málið hafi alls ekki
verið rætt með þessum hætti innan
ríkisstjórnarinnar. Hún leggur hins
vegar áherslu á að mikill vilji sé hjá
stjórnvöldum til að búa þannig um
hnútana að hægt sé sem fyrst að
stækka álverið á Grundartanga og
byggja nýtt álver á Reyðarfirði og
það hafi ekkert breyst.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um stækkun Norðuráls
Tefur ekki fyrir stóriðju-
áformum á Austurlandi
MIKIL úrkoma síðustu daga hefur
eflaust ekki farið fram hjá neinum
og finnst sumum nóg komið og
jafnvel rúmlega það. Margrét
Björnsdóttir lét rigninguna ekkert
trufla spássitúrinn heima á Reyk-
hólum eða góða skapið, enda vel
gölluð í gúmmístígvélum og með
heiðgula regnhlíf. Sposkur svip-
urinn segir jafnvel þá sögu að
hnátu finnist rigningin bara stór-
fín og yfir engu að kvarta. Veð-
urstofan spáir hægri suðvestlægri
átt á landinu næstu daga með dá-
lítilli súld með köflum vestantil en
annars verður léttskýjað og hiti 7
til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Gæðunum er því misskipt þar sem
óhætt virðist vera að taka fram
sandala og stuttbuxur fyrir austan
en á Vesturlandi er vissara að hafa
regnhlífina uppi við enn um sinn.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Sposk á svip í spássitúr
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur ákveðið að skipa Yngva Pét-
ursson konrektor í embætti rekt-
ors Mennta-
skólans í
Reykjavík frá
og með 1. ágúst
nk. Tveir um-
sækjendur voru
um stöðuna,
Yngvi og Pétur
Rasmussen,
konrektor í MS.
Núverandi
rektor, Ragn-
heiður Torfa-
dóttir, lætur af störfum að eigin
ósk í lok skólaársins.
„Þetta leggst ljómandi vel í mig
og það má búast við því að það
verði einhverjar breytingar með
nýjum mönnum,“ segir Yngvi.
Hann hóf kennslu í MR haustið
1972 og er því á 29. ári við störf í
skólanum. Allan tímann hefur hann
sinnt kennslu í stærðfræði og
tölvufræði. „Á þessum tíma hafa
orðið þó nokkrar breytingar á skól-
anum þótt meginlínan hafi haldist
óbreytt,“ segir Yngvi.
Yngvi
Pétursson
Yngvi
Pétursson
skipaður
rektor MR
GENGI krónunnar hækkaði í gær
um 1,6% og er nú orðið svipað því
sem það var áður en það féll sem
mest á miðvikudaginn í síðustu
viku.
Samkvæmt upplýsingum frá Ís-
landsbanka-FBA hófust viðskipti í
gærmorgun í 136,12 stigum. Gengi
krónunnar hækkaði hratt og er tal-
ið að fréttir af samningum Vél-
stjórafélags Íslands hafi þar haft
jákvæð áhrif. Krónan sveiflaðist
nokkuð innan dagsins. Vísitalan fór
lægst í 132,55 stig en lokaði í 133,85
stigum. Vísitala krónunnar mælir
verð erlendra gjaldmiðla og þess
vegna er lækkun vísitölunnar til
marks um hækkun gengis krón-
unnar. Bandaríkjadalur lækkaði í
gær gagnvart krónu og var kominn
í 97,42 krónur þegar viðskiptum á
millibankamarkaði lauk. Evra lækk-
aði einnig og endaði í 86,13 krónum.
Viðskipti á millibankamarkaði
með gjaldeyri voru í gær 9,5 millj-
arðar króna og hafa viðskiptin aldr-
ei verið fjörugri en síðustu daga.
Það sem af er maí hefur veltan á
markaðnum verið samanlagt 112
milljarðar króna og er því þegar
orðin meiri en nokkurn annan mán-
uð frá því viðskipti hófust. Næst
kemst júní í fyrra, en þá var veltan
99 milljarðar króna.
Krónan hækk-
aði um 1,6%
sér eftir sömu leiðum og Kornikova-
og ástarveiran.
Í fréttatilkynningu frá Friðriki
Skúlasyni segir að Homepage birtist
sem tölvupóstur með orðinu „Home-
page“ í efnislýsingu (subject). Í póst-
inum birtast síðan eftirfarandi skila-
boð: Hi! You’ve got to see this page!
It’s really cool ;o) Með póstinum
fylgir viðhengið „homepage.HTML.-
vbs“. Ef tvísmellt er á viðhengið fer
veiran af stað og sendir sjálfa sig
áfram til allra sem eru á netfanga-
lista þess sem fékk veiruna. Mestur
skaðinn er sá að með öllum þessum
tölvupóstflaumi hægir á vefþjónum.
Sigurður segir að afar sjaldgæft sé
að veiran skemmi nokkuð og einu
skemmdirnar sem um ræðir eru þær
að hún leitar að tölvupósti í forriti
viðkomandi sem hefur í titillínu
„Homepage“. Sé slíkt fyrir hendi
eyðir hún tölvupóstinum út og setur
sjálfa sig í staðinn. Þá notar veiran
netvafra viðkomandi og fer inn á
heimasíður sem innihalda klám.
Ný tölvuveira
dreifir sér hratt
NÝ tölvuveira dreifir sér með ógn-
arhraða um hinn netvædda heim.
Hún dreifir sér um tölvupóstforrit
Microsoft, Outlook, og í titillínu
póstsins stendur ritað „Homepage“.
Sigurður Stefnisson, veirugreinir
hjá Friðriki Skúlasyni ehf., heyrði
fyrst um veiruna erlendis í fyrra-
kvöld en hennar varð fyrst vart hér-
lendis í gærmorgun. Veiran dreifir
FYRSTI vinningur í Víkingalottói í
gærkvöldi skiptist á tvo vinnings-
hafa í Noregi og hlaut hvor þeirra
89,6 milljónir króna.
Heildarupphæð vinninga var
184.417.750 kr. en heildarupphæð
vinninga á Íslandi var rúmar 5 millj-
ónir kr.
Tæpar 180 millj-
ónir til Noregs
Víkingalottó