Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓlafur bestur og Magdeburg áfram á sigurbraut/B3 Bayern München skellti í lás gegn Real Madrid/B4 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- arráðherra, segir að áfram sé unnið að áformum í stóriðjumálum á Aust- urlandi og Vesturlandi í samræmi við stefnu stjórnvalda og engin breyting hafi orðið á því á síðustu dögum. Hún segir ekki rétt að samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að setja stækkun Norðuráls á Grundartanga í forgang, en hins vegar sé unnið að því að koma því þannig fyrir að ráð- ast megi í fyrsta áfanga stækkunar álversins á Grundartanga áður en hafist verði handa við uppbyggingu álvers á Reyðarfirði. Í kjölfar umræðna um stöðu efna- hagsmála og óróleika í gengi krón- unnar að undanförnu hafa talsmenn stjórnarflokkanna m.a. lagt áherslu á að ganga verði frá samningum um stækkun Norðuráls til að fá erlent fjármagn til landsins og auka út- flutningstekjur til lengri tíma litið. Valgerður segir þetta einmitt mjög brýnt og þess vegna sé lögð á það áhersla innan ríkisstjórnarinnar að raða verkefnum þannig saman að það geti gengið upp. „Við sjáum ekki betur en að allar þessar framkvæmdir eigi að geta orðið, takist á annað borð að afla raf- orku til stækkunar Norðuráls á til- settum tíma. Unnið er að því af full- um krafti þessa dagana um leið og viðræður fara fram við fulltrúa Norðuráls, en það hefur aldrei komið til tals að framkvæmdir á Grundar- tanga tefji fyrir því verkefni sem hef- ur verið í undirbúningi árum saman á Austurlandi,“ sagði Valgerður. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær var sagt að innan ríkisstjórn- arinnar væri lögð á það áhersla að hraða fyrsta áfanga að stækkun Norðuráls en minna væri lagt upp úr því þótt framkvæmdir við Kára- hnúkavirkjun og álver á Reyðarfirði frestuðust. Miðað væri við að fram- kvæmdir við stækkun Norðuráls gætu hafist þegar á næsta ári. Valgerður segir ekkert hæft í þessari frétt og málið hafi alls ekki verið rætt með þessum hætti innan ríkisstjórnarinnar. Hún leggur hins vegar áherslu á að mikill vilji sé hjá stjórnvöldum til að búa þannig um hnútana að hægt sé sem fyrst að stækka álverið á Grundartanga og byggja nýtt álver á Reyðarfirði og það hafi ekkert breyst. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra um stækkun Norðuráls Tefur ekki fyrir stóriðju- áformum á Austurlandi MIKIL úrkoma síðustu daga hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum og finnst sumum nóg komið og jafnvel rúmlega það. Margrét Björnsdóttir lét rigninguna ekkert trufla spássitúrinn heima á Reyk- hólum eða góða skapið, enda vel gölluð í gúmmístígvélum og með heiðgula regnhlíf. Sposkur svip- urinn segir jafnvel þá sögu að hnátu finnist rigningin bara stór- fín og yfir engu að kvarta. Veð- urstofan spáir hægri suðvestlægri átt á landinu næstu daga með dá- lítilli súld með köflum vestantil en annars verður léttskýjað og hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. Gæðunum er því misskipt þar sem óhætt virðist vera að taka fram sandala og stuttbuxur fyrir austan en á Vesturlandi er vissara að hafa regnhlífina uppi við enn um sinn. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Sposk á svip í spássitúr MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa Yngva Pét- ursson konrektor í embætti rekt- ors Mennta- skólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst nk. Tveir um- sækjendur voru um stöðuna, Yngvi og Pétur Rasmussen, konrektor í MS. Núverandi rektor, Ragn- heiður Torfa- dóttir, lætur af störfum að eigin ósk í lok skólaársins. „Þetta leggst ljómandi vel í mig og það má búast við því að það verði einhverjar breytingar með nýjum mönnum,“ segir Yngvi. Hann hóf kennslu í MR haustið 1972 og er því á 29. ári við störf í skólanum. Allan tímann hefur hann sinnt kennslu í stærðfræði og tölvufræði. „Á þessum tíma hafa orðið þó nokkrar breytingar á skól- anum þótt meginlínan hafi haldist óbreytt,“ segir Yngvi. Yngvi Pétursson Yngvi Pétursson skipaður rektor MR GENGI krónunnar hækkaði í gær um 1,6% og er nú orðið svipað því sem það var áður en það féll sem mest á miðvikudaginn í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka-FBA hófust viðskipti í gærmorgun í 136,12 stigum. Gengi krónunnar hækkaði hratt og er tal- ið að fréttir af samningum Vél- stjórafélags Íslands hafi þar haft jákvæð áhrif. Krónan sveiflaðist nokkuð innan dagsins. Vísitalan fór lægst í 132,55 stig en lokaði í 133,85 stigum. Vísitala krónunnar mælir verð erlendra gjaldmiðla og þess vegna er lækkun vísitölunnar til marks um hækkun gengis krón- unnar. Bandaríkjadalur lækkaði í gær gagnvart krónu og var kominn í 97,42 krónur þegar viðskiptum á millibankamarkaði lauk. Evra lækk- aði einnig og endaði í 86,13 krónum. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru í gær 9,5 millj- arðar króna og hafa viðskiptin aldr- ei verið fjörugri en síðustu daga. Það sem af er maí hefur veltan á markaðnum verið samanlagt 112 milljarðar króna og er því þegar orðin meiri en nokkurn annan mán- uð frá því viðskipti hófust. Næst kemst júní í fyrra, en þá var veltan 99 milljarðar króna. Krónan hækk- aði um 1,6% sér eftir sömu leiðum og Kornikova- og ástarveiran. Í fréttatilkynningu frá Friðriki Skúlasyni segir að Homepage birtist sem tölvupóstur með orðinu „Home- page“ í efnislýsingu (subject). Í póst- inum birtast síðan eftirfarandi skila- boð: Hi! You’ve got to see this page! It’s really cool ;o) Með póstinum fylgir viðhengið „homepage.HTML.- vbs“. Ef tvísmellt er á viðhengið fer veiran af stað og sendir sjálfa sig áfram til allra sem eru á netfanga- lista þess sem fékk veiruna. Mestur skaðinn er sá að með öllum þessum tölvupóstflaumi hægir á vefþjónum. Sigurður segir að afar sjaldgæft sé að veiran skemmi nokkuð og einu skemmdirnar sem um ræðir eru þær að hún leitar að tölvupósti í forriti viðkomandi sem hefur í titillínu „Homepage“. Sé slíkt fyrir hendi eyðir hún tölvupóstinum út og setur sjálfa sig í staðinn. Þá notar veiran netvafra viðkomandi og fer inn á heimasíður sem innihalda klám. Ný tölvuveira dreifir sér hratt NÝ tölvuveira dreifir sér með ógn- arhraða um hinn netvædda heim. Hún dreifir sér um tölvupóstforrit Microsoft, Outlook, og í titillínu póstsins stendur ritað „Homepage“. Sigurður Stefnisson, veirugreinir hjá Friðriki Skúlasyni ehf., heyrði fyrst um veiruna erlendis í fyrra- kvöld en hennar varð fyrst vart hér- lendis í gærmorgun. Veiran dreifir FYRSTI vinningur í Víkingalottói í gærkvöldi skiptist á tvo vinnings- hafa í Noregi og hlaut hvor þeirra 89,6 milljónir króna. Heildarupphæð vinninga var 184.417.750 kr. en heildarupphæð vinninga á Íslandi var rúmar 5 millj- ónir kr. Tæpar 180 millj- ónir til Noregs Víkingalottó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.