Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 16

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞERNEY í Kollafirði lætur ekki mikið yfir sér. Eyjan liggur skammt frá Gunnu- nesi og er einungis 0,4 fer- kílómetar að flatarmáli en þar hefur um árabil verið talsvert æðarvarp. Guð- varður Sigurðsson hóf að vernda æðarvarpið í eyj- unni árið 1986 en fram að þeim tíma hafði varpið ver- ið óverndað. Ræktunin hef- ur hins vegar lengst af ver- ið í höndum Haraldar Sigurðssonar sem starfar hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Haraldur hjálp- aði Guðvarði fyrstu árin og tók síðan við af honum. „Þetta þróaðist eiginlega þannig að ég fór að fara með mat handa gamla manninum út í eyjuna. Seinna veiktist hann og stuttu áður en hann lést skrifaði hann bréf til borg- aryfirvalda þar sem hann bað um að ég fengi að taka við eyjunni eftir sinn dag. Ég á það bréf enn í dag og þykir ákaflega vænt um það.“ Vakinn og sofinn vegna ágangs máva Haraldur dvelst í Þerney að jafnaði sumarlangt og rúmlega það ef kostur er en segist munu dvelja eitt- hvað styttra í sumar sökum anna. Í Þerney eru um 600 hreiður en að sögn Har- aldar þarf um 40–50 hreið- ur til að fá kíló af æð- ardúni. Vistarverur eru ágætar, svefnskáli með eld- unaraðstöðu og útihús. Haraldur segir stöðuga ásókn sílamáva og minka í eggin helsta áhyggjuefnið. Sjálfur er hann vakinn og sofinn vegna ágangsins og heldur ekki til byggða fyrr en hann er viss um að öllu sé óhætt. „Ég finn á mér þegar hætta vofir yfir og verð þá var við mávinn á hljóð- unum. Og eins síðla nætur þegar borgin er sofandi og allt er hljótt. Þá fer mink- urinn oft á stjá.“ Lifir mikið á fuglseggjum Haraldur er sannkallað náttúrubarn og segir sjálf- ur að hugsjónin ein reki hann áfram því ekki sé mikið upp úr æðarvarpinu að hafa miðað við tilstandið í kringum það. Á meðan á dvölinni stendur reynir hann að framfleyta sér á náttúrunnar gæðum og seg- ist lifa mikið á fuglseggjum og fiski. Sílamávs- og ritu- eggin borðar hann með bestu lyst en lætur æð- areggin í friði og segist ekki geta keppt við mávana í þeim efnum. Að mati Haralds er merkjanleg auknig á æð- arvarpinu ár frá ári en þó ekki jafn mikil og hann hafi vonast eftir. „Það er ákveðin truflun sem ég verð fyrir á ári hverju og er ákaflega illa við,“ segir hann og kennir Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum um en hann hefur um árabil sleppt geit- um, kindum og öðrum bú- fénaði úr garðinum út í eyj- una. „Ég skil eiginlega ekki ástæðurnar að baki því að senda dýrin þangað. Það er mikið af öðru ágætis landi sem hentar betur en eggver fugla á viðkvæmasta tíma.“ Haraldur nefnir einnig annars konar truflanir sem fara fyrir brjóstið á honum og eru þær helstar gadda- vírsgirðingar sem reistar hafa verið á eyjunni af borgaryfirvöldum. Algengt er að æðarkollan fljúgi lágt yfir varpsvæðið og hefur Haraldur þurft að hirða dauðar æðarkollur sem hafa fest sig í girðingunum á fluginu. Hann segir fólk yfirleitt virða tilmæli um að vera ekki á ferli úti í eyjunni á varptímanum. Hins vegar segist hann oft fara með fólk út í eyjuna í þeim til- gangi að leyfa því að fræð- ast um sögu hennar og varpið en búskapur var stundaður þar fram undir miðja síðustu öld og þar er að finna húsatóftir og aðr- ar gamlar minjar til merkis um horfna tíma. Haraldur hefur fram að þessu sótt árlega um fram- hald á leigu æðarvarps- hlunninda í Þerney og Gunnunesi en í vor fór hann fram á að leigu- tímabilið yrði lengt. Á fundi borgarráðs í apríl var umsókn hans samþykkt til eins árs. „Það er þannig í æð- arrækt að það er ákaflega óhentugt að hugsa til skemmri tíma. Maður reiknar allar áætlanir til lengri tíma í einu,“ segir Haraldur. Hann er ósáttur við skilningleysi borgaryf- irvalda á starfi sínu en seg- ist þó gjarnan getað hugsað sér að halda áfram með æð- arræktina um ókomna tíð. „Hann Guðvarður, sem var hér á undan mér, var dyntóttur og átti það til meðal annars að spila á munnhörpu fyrir fuglinn. Ég hef tekið upp þann sið eftir honum og fer með munnhörpuna með mér út í eyju,“ segir Haraldur og kímir við tilhugsunina. Leigusamningur um æðarvarpshlunnindi í Þerney framlengdur um eitt ár Spilað á munnhörpu fyrir fuglinn Þerney Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þeir feðgar Andri Sigurður Haraldsson, sem varð 4 ára í gær, og Haraldur Sigurðsson, sem varð 35 ára í fyrradag, fengu góða afmælisgjöf á dögunum í Þerney, þegar í ljós kom að æð- urin var orpin, en í eynni mun vera stærsta æðarvarp í Reykjavík, með um 600 hreiðrum.                            FENGIST hefur staðfest að píanóleikarinn Vladimir Ashkenazy muni spila á tón- leikum í Garðabæ ásamt ís- lenskri kammersveit í janú- ar á næsta ári. Tónleikarnir fara fram í nýjum 600 manna sal í fjölbrautaskóla bæjarins og eru á vegum Menningarmálanefndar Garðabæjar að sögn Lilju Hallgrímsdóttur formanns nefndarinnar. „Við höfum verið að reyna að fá hann til landsins í tvö ár en yfir tuttugu og fimm ár eru liðin síðan hann lék síðast á tónleikum hér á landi. Þetta er mikill við- burður fyrir alla tónlist- arunnendur og hans er beðið með mikilli eftirvæntingu.“ Hún segist enn ekki geta gefið upp hvaða hljómsveit spili með honum á tónleikunum en ákveðið hefur verið að hann stjórni henni ásamt því að spila sjálfur. Ashkenazy með tónleika á næsta ári Garðabær Vladimir Ashkenazy SEX ungmenni úr 10. bekk Réttarholtsskóla unnu sjálf- boðastarf á Morgunblaðinu í gær og í fyrradag. Í stað þess að þiggja laun renna pening- arnir sem þau vinna sér inn til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Á sama tíma unnu félagar þeirra úr þrem 10. bekkjum sjálfboða- vinnu í fimmtán öðrum fyrir- tækjum og stofnunum í þágu málefnisins. Þrjú þeirra, Ásdís Hjálms- dóttir, Halldór Rúnar Harðar- son og Árnheiður Edda Her- mannsdóttir, voru að koma úr kynningarferð um prent- smiðju blaðsins þegar blaða- maður fékk að trufla þau. Þau voru ánægð með daginn og sögðu hann miklu skemmti- legri en ef þau hefðu mætt í skólann eins og vanalega. Þau segja hugmyndina að söfnuninni hafa vaknað þegar langveik skólasystir þeirra kom í bekkinn og sagði frá daglegu lífi sínu og veikindum eins og Morgunblaðið greindi frá. „Eftir það datt okkur í hug að við gætum ef til vill gert eitthvað til að hjálpa þeim sem eiga við veikindi að stríða,“ segir Ásdís. Halldór segir nokkur félög hafa komið til greina en að lokum hafi verið ákveðið að safna fyrir Um- hyggju. Því næst hafi verið dregið um í hvaða fyrirtæki hver og einn færi. Þau eru sammála um að dagar sem þessir mættu gjarnan vera ár- lega enda sé gaman fyrir þau að geta lagt eitthvað af mörk- um auk þess sem þetta sé góð leið til að kynnast fyrirtækjun- um. „Núna eftir samræmdu prófin skapaðist ákveðið tóma- rúm í náminu svo það er fínt að fá svona spennandi verkefni á þessum tíma,“ segir Árnheið- ur. Vilja tónlistarblað og meira um badminton Ásdís segist í fyrradag hafa fengið það verkefni að plasta símaskrá fyrirtækisins en Halldór og Árnheiður unnu við að taka til á lóðinni umhverfis húsið. Gærdagurinn fór hins vegar að mestu í kynningar á starfsemi fyrirtækisins sem þau segjast vel geta hugsað sér að starfa hjá einhvern tím- ann í framtíðinni. Þegar þau eru spurð hvar í fyrirtækinu þau myndu helst vilja vinna segist Ásdís mundu velja íþróttadeildina þar sem hún myndi auka efni um frjálsar íþróttir og badminton í blaðinu. Hinum leist best á að vinna við Fólk í fréttum þar sem þau fengju að fjalla um tónlist og kvikmyndir. Þau myndu þá koma því til leiðar að sérstöku tónlistarblaði yrði bætt við Morgunblaðið. Nemendur úr Réttarholtsskóla unnu sjálfboðastarf í tvo daga Safna fyrir langveik börn Reykjavík Morgunblaðið/Emilía Krakkarnir voru ánægðir með að fá frí úr skólanum til að vinna. Halldór Rúnar Harðarson, Ásdís Hjálmsdóttir, Árn- heiður Edda Hermannsdóttir, Helga Clara Magnúsdóttir, Arnar Freyr Sigmundsson og Julie Sif Sigurðardóttir. ÍBÚAR við Holtsbúð hafa skorað á bæjaryfirvöld að bregðast við aukinni um- ferð um götuna í kjölfar þess að nunnuklaustri St. Jósepssystra var breytt í hjúkrunarheimili. Þess er krafist að aðgreind akrein verði lögð að hjúkrunar- heimilinu frá Karlabraut. Íbúarnir sendu bæjarstjórn bréf þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld láti fara fram grenndarkynningu á breyttri starfsemi í húsinu. Í bréfinu kemur fram að bílaumferð um götuna hafi aukist stórlega og þá sér- staklega umferð sendibíla, leigubíla, sjúkrabíla og greiðabíla og nú sé líkt og hluti íbúa Holtsbúðar og Ásbúðar séu skyndilega fluttir að aðalbraut eða um- ferðaræð. Íbúarnir hafa áhyggjur af slysahættu sem sé nú mjög mikil. Börn úr hverfinu séu mikið að leik á svæðunum í kring og ef til vill megi þakka fyrir að ekki skuli þegar hafa orðið stórslys. „Reyndar hafa íbúar orðið vitni að því að tvisvar hefur legið við slysum síðla vetrar sem tókst að forða á síðustu stundu,“ segir í bréfinu. Einnig er vakin athygli á að hávaðamengun og bens- ínmengun hafi margfaldast. Tekið er fram að um starf- semi hjúkrunarheimilisins sjálfs sé allt gott að segja og að hjúkrunarfólk og sjúklingar auki á fjöl- breytni mannlífs í götunni. Bréfinu fylgdu undirskrift- arlistar sem íbúar í fjórtán af átján húsum í götunni skrifuðu undir. Í kjölfar áskorunarinnar létu bæjaryfirvöld fram- kvæma skynditalningu um- ferðar við Holtsbúð dagana 25. og 26. apríl og mun bæjarstjóri í framhaldi af því boða fulltrúa íbúa á fund til að kynna þeim nið- urstöður umferðartalning- arinnar. Íbúar Holtsbúðar vilja aðgreinda aðrein frá Karlabraut Garðabær Slysahætta vegna hjúkr- unarheimilis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.