Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 37 www.samfylking.is Evrópuskýrsla Samfylkingarinnar - Fundaröð um álitaefni og samningsmarkmið Fyrsti fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, laugardaginn 12. maí kl: 11:00-14:00: Á vegum Samfylkingarinnar hefur að undanförnu verið unnið að faglegri úttekt á stöðu Íslands í Evrópusamstarfi þar sem reynt er að skilgreina hugsanleg samningsmarkmið ef til umsóknaraðildar kæmi. Fimmtán sérfróðir einstaklingar hafa tekið að sér að fjalla um álitamál sem snerta hin ýmsu svið Evrópusamvinnunnar. Skýrslur þeirra verða gefnar út í sérstöku riti að fundaröðinni lokinni í haust. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, flytur ávarp. Ásta Sif Erlingsdóttir, starfandi forstöðumaður Rannsóknaþjónustu H.Í. fjallar um mennta- og vísindaáætlanir ESB. Eiríkur Bergmann, Evrópuráðgjafi hjá Rannsóknaþjónustu H.Í. fjallar um breytingar á mennta- og vísindaumhverfi Íslands við aðild að ESB. Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við H.Í., fjallar um breytingar á stjórnsýslu Íslands við aðilda að ESB. Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur, stjórnar fundi og stýrir umræðum. Stjórnsýslan, mennta- og vísindamál Næstu fundir: Fundur 2: Sjávarútvegur, félags- og efnahagsmál (8. sept) Sjávarútvegsmál - Ágúst Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir. Félags- og jafnréttismál - Bryndís Hlöðversdóttir. Efnahagsmál - Tilkynnt síðar. Fundur 3: Landbúnaðar, neytenda og utanríkismál (22. sept) Landbúnaðarmál - Runólfur Ágústsson og Magnús Árni Magnússon. Neytendamál - Þórunn Sveinbjarnardóttir. Utanríkismál - Árni Páll Árnason. Fundur 4: Umhverfið, menningin, byggða og fullveldismál (6. október). Umhverfismál - Jón Gunnar Ottósson. Menning og samkennd - Gestur Guðmundsson. Byggðamál - Ingileif Ástvaldsdóttir og Halldór S. Guðmundsson. Fullveldismál - Valgerður Bjarnadóttir. TIL er í íslensku sögnin að gaskónast í merkingunni að ólátast, vera með hávaða, einnig orðið gaskónalæti um fyrirgang eða ólæti. Öllu jákvæðari er þó merkingin í samnefninu gaskóni um léttlyndan og gáskafullan mann. Þessi orð eru leidd af þjóðarheitinu Gaskónar sem haft var um Baska á 17. öld en þá stunduðu baskneskir sjómenn lengi hvalveiðar við Íslands- strendur. Merking orðanna vísar trú- lega að einhverju leyti til atburða sem hér gerðust 1613–1615 og lauk með Spánverjavígunum svonefndu sem mæltust misjafnt fyrir. Ekki eru glöggar heimildir um yf- irgang þessara hvalveiðimanna við Íslendinga, aftur á móti er líklegra að samskipti þeirra hafi oftar verið vin- samleg, til þess benda basknesk-ís- lensk orðasöfn sem sett voru saman á 17. öld. Þau eru þrjú en eitt er glatað, þó er vitað að það var til fram á 19. öld. Í hinum tveim er nokkur orða- forði sem hefur þótt gagnlegur í sam- skiptum við Baskana, í öðru þeirra eru 517 orð, í hinu 229 orð, í báðum eru nokkrar stuttar setningar og töluorð. Er baskneska fyrsta lifandi erlenda málið sem Íslendingar hafa sett í orðasöfn og má það merkilegt teljast en á sínar sögulegu orsakir. Um þessi orðasöfn fjallaði Helgi Guð- mundsson í fróðlegri og skemmtilegri ritgerð í tímaritinu Íslenskt mál 1979. Ekki af indó- evrópskum uppruna Baskneska er eina tungumálið í Vestur-Evrópu sem ekki er af indó- evrópskum uppruna. Hún er jafn- framt svokallað stakmál, þar sem ekki hefur tekist með vissu að sýna fram á skyldleika hennar við nokkurt annað lifandi mál. Einnig er flest á huldu um uppruna hennar þótt ýmsar kenningar hafi þar verið settar fram í áranna rás. Þýski málvísindamaður- inn K.W. Humboldt taldi að Baskar og mál þeirra ættu ræt- ur að rekja til hinna fornu Íbera sem hefðu á sínum tíma ekki aðeins búið á Pýreneaskagan- um heldur einnig á Sikil- ey, Sardíníu, Korsíku, í suðurhluta Frakklands og jafnvel á Bretlands- eyjum. Þeirri kenningu mun ekki lengur haldið á loft. Þá hefur einnig verið reynt að finna skyld- leika basknesku við tungumál í Kákasus og við afrísk mál en án áþreifanlegs árangurs. Nú mun helst talið að málið sé runnið frá tungum Akvít- anna sem á tíma Júlíusar Caesars bjuggu á svæði sem markaðist af ánni Garonne, Pýreneafjöllum og Atlants- hafi, og Vaskóna sem bjuggu sunnan Pýreneafjalla. Líklegast er talið að fortunga þessara mála hafi borist með innflytjendum austan úr Litlu- Asíu í upphafi bronsaldar fyrir um það bil 4000 árum. Nú er baskneska töluð á Norður- Spáni austanverðum, þ.e. í Baska- landi (País Vasco) og í hluta Nav- arra-fylkis, og norðan Pýreneafjalla í suðvesturhluta Frakklands (Pays Basque). Samkvæmt nýlegum tölum um mælendafjölda tala um 890 þús- und basknesku Spánarmegin og um 80 þúsund Frakklandsmegin. Mál- lýskur eru þó margar eða alls átta og töluvert ólíkar. Orðaforðinn í bask- nesk-íslensku orðasöfnunum hefur verið rakinn til þeirrar basknesku sem er töluð á ströndinni í Labourd í Frakklandi. Þótt baskneska sé töluð af tæplega milljón manns er hún í svonefndri rauðri bók UNESCO frá 1999 talin meðal þeirra tungumála í Evrópu sem nú eru í hættu. Veldur þar mestu að unga kynslóðin virðist vera málinu nokkuð fráhverf. Í Baskahéruðum Spánar læra mörg börn að vísu málið en flestum þeirra verður spænskan tamari og hætta er á að þau verði ekki virkir not- endur málsins með tím- anum. Í Frakklandi er það einkum eldra fólkið sem enn talar basknesku en mjög fá börn læra málið og líklega munu þau ekki fá nein tækifæri til að nota það í framtíð- inni. Óvíða sést jafn-vel hvernig tungumál verður tákn þjóðernisvitundar og í sögu Baska. Á dög- um einræðisstjórnar Francos á Spáni frá 1937 fram á miðj- an sjötta áratug aldarinnar var bann- að að kenna málið í skólum, einnig var notkun þess bönnuð í fjölmiðlum, við kirkjulegar athafnir og á öllum op- inberum stöðum. Bækur á málinu voru brenndar opinberlega, bannað var að skíra börn baskneskum nöfn- um og öll nöfn á basknesku í opinber- um skjölum og gögnum voru þýdd á spænsku. Áletranir á opinberum byggingum og jafnvel legsteinum voru fjarlægðar. Í byrjun 7. áratugarins varð breyt- ing á. Baskneska var leyfð við kirkju- legar athafnir og í skólum á vegum kirkjunnar, einnig í útvarpi. 1968 var kennsla á málinu leyfð í barnaskólum og gilti það reyndar um allar stað- bundnar mállýskur á Spáni. 1979 tók spænska menntamálaráðuneytið ábyrgð á því að baskneska væri notuð á öllum skólastigum. Í mars 1980 var kosið til fyrsta baskneska þingsins og baskneska viðurkennd sem opinbert mál í Baskahéruðunum ásamt spænsku. Sú ókyrrð og óánægja sem síðan hefur verið í gangi meðal sumra Baska á sér nú fyrst og fremst rætur í vandamálum sem varða þjóðfélags- lega og efnahagslega þróun í Baska- héruðunum ásamt viðvarandi kröfu um stjórnarfarslegt sjálfstæði Baska- lands. Baskar nefna mál sitt Euskara, Eskuara eða Uskara eftir mállýskum og sjálfa sig Euskaldunak. Málið er dæmigert viðskeytamál. Greinir er táknaður með endingunni -a, t.d. giz- on, maður, gizona, maðurinn. Athygl- isvert er að í orðasöfnunum marg- nefndu eru flest basknesku orðin með ákveðnum greini, t.d. Ogia Braud; ogi, brauð. Kyn orða eru ekki aðgreind málfræðilega. Í stað forsetninga eru notaðar eftir- setningar, t.d. gizonakaz, með mönn- um. Sérkennileg er svonefnd gerandleg setningagerð, í stað eins nefnifalls sem frumlags bæði áhrifslausra sagna og áhrifssagna notar bask- neska sérstakt gerandafall með áhrifssögnum en svonefnt óákveðið nefnifall (absolutivus) bæði sem frumlag með áhrifslausum sögnum og sem andlag með áhrifssögnum. Lýsingarorð eru óbreytt en fara á eftir nafnorðum, t.d. gizon eder bat, góður, ágætur maður (bat, einn, eins konar óákveðinn greinir). Sagnorðabeygingar eru flóknar, einkum eru persónuform sagnorða geysimörg og eru þar notuð eitt eða tvö viðskeyti til að tákna persónur og laga sagnir sig ekki aðeins eftir frum- lagi heldur líka andlagi eins og tíðkast í sumum indíánamálum í Ameríku þótt enginn skyldleiki sé talinn þar á milli eins og vænta má. Baskneska hefur löngum verið tal- in með erfiðari málum til náms og hafa Baskar sjálfir lítið gert til þess að draga úr þeirri skoðun. Þeir hafa jafnvel skapað þá þjóðsögu að djöfull- inn hafi einhvern tíma varið til þess sjö árum að læra málið svo að honum gengi betur að freista þeirra til óguð- legra athafna en þá neyðst til að gef- ast upp! Sögnin að gaskónast Árið 2001 er evrópskt tungumálaár. Af því tilefni mun Morgunblaðið á næstu vikum birta greinar eftir ýmsa höfunda. Það er Baldur Ragnarsson sem ríður á vaðið og fjallar um basknesku. Baldur Ragnarsson Höfundur er íslenskufræðingur og höfundur bókarinnar Tungumál heimsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.