Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR Ingi Aðalsteinsson rit- höfundur og kennari hefur gefið út, til kennslu á grunnskólastigi, Hrafnkelssögu Freysgoða með orðaskýringum og myndum og uppdráttum af vettvangi sög- unnar. Ragnar segist hafa átt þann draum lengi að gefa bókina út fyr- ir níunda bekk í grunnskóla vegna þess að útgáfur á Íslendingasögum hafi ekki hingað til verið miðaðar við grunnskóla heldur framhalds- skóla. Texti sögunnar er ekki ein- faldaður heldur birtur í heilu lagi, en honum fylgja eins og áður segir vandaðar orðaskýringar. ,,Ég er alinn upp við mikla að- dáun á Íslendingasögunum,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson að- spurður um tiltækið. ,,Þær voru raunverulega hluti af lífi okkar þegar við vorum að alast upp. Við strákarnir sviðsettum bardagana í sögunum þegar við vorum úti að leika okkur, þetta var okkar af- þreying. Ég var búinn að lesa Njálu áður en ég varð tíu ára gam- all. Auðvitað var Hrafnkelssaga spennandi, hún gerðist þarna í dalnum sem ég ólst upp í og varð einhvern veginn tengdari manni þess vegna kannski. Síðan hef ég kennt hana hvað eftir annað í grunnskólum, sérstaklega núna hérna í Foldaskólanum síðustu ár- in, og í framhaldi af því réðst ég í það að gefa hana út. Það var reyndar lokaverkefni í námi mínu í Kennaraháskólanum.“ Hafa krakkar í dag áhuga á Ís- lendingasögunum? ,,Já, já. Krakkar í dag eru ekkert öðruvísi en krakkar hafa alltaf verið. Hrafnkelssaga er dramatísk saga og það eru gífurlegar svipt- ingar í henni og tilfinningar, þetta finnst krökkunum auðvitað spenn- andi og gaman. Það er ekkert öðruvísi að kynna þeim Íslend- ingasögurnar en aðrar spennusög- ur. Vandamálið með texta eins og þennan er að þau skilja ekki orðin í honum og skilja heldur ekki bak- grunninn, samfélagsmyndina, vegna þess að samfélagið hefur breyst mikið. Samfélagsgerðin og atvinnuhættirnir eru gjörbreyttir og þau skilja ekki alveg þá hluti, og þá þarf að útskýra heilmikið fyrir þeim, m.a. hvernig lífinu var lifað í landinu hér áður fyrr. Þetta er lítið mál, krakkar hafa gaman af því að setja sig inn í svona hluti. Þau eru, eins og unglingar eru gjarnan, í sínum hóp og passa sig dálítið á því að segja ekkert sem passar ekki inn í hópinn en á bakvið finn ég fyrir mikilli virðingu fyrir menningararfinum. Mörgum þeirra finnst eitthvað töfrandi, heillandi, við þessar sögur sem tilheyrðu forfeðrum okkar og eru svona mikið mál fyrir okkur. Það er alltaf innan um nokk- ur hópur sem beinlínis hefur gaman af þess- um sögum.“ Útgáfunni fylgir kennarahandbók, hvert er markmiðið með henni? ,,Í fyrsta lagi skrifaði ég dálitla ritgerð um bókmenntakennslu í grunnskólum á Íslandi og skýrslu um það hvernig fornsögurnar hefðu verið kenndar ef menn vildu kynna sér það aðeins. Annar kafl- inn er spjall um útgáfuna. Þriðji kaflinn er svo kennslufræði þar sem ég er að útskýra kennsluað- ferðir sem hægt er að nota og tengja Hrafnkelssögu. Þarna kynni ég til sögunnar tvær bækur sem hafa reynst mér vel í sambandi við kennslufræði, önnur þeirra er á ensku en hin á íslensku. Síðasti kaflinn er drög að leiðbeiningum um söguna og hvernig menn geta skilið söguna eða túlkað hana, sem reyndar er hægt að gera á marga vegu og ólíkan hátt hverju sinni.“ Hver er skoðun þín á Hrafnkels- sögu, hver er sannfræði sögunnar að þínum dómi? ,,Ég er hallur undir þá skoðun að sagan byggist á arfsögnum, ég held að Hranfkell Freysgoði hljóti að hafa verið til, það er að segja Hrafnkell Hrafnsson sem getið er í Landnámu. Hann heitir Hrafnkell Hallfreðarson í sögunni en sagan er meira skáldverk held ég. Þar fléttar söguhöfundur þrett- ándualdar inn í ýmislegt sem hon- um finnst að eigi að vera þar. Það í sjálfu sér er eins og alltaf er gert. Ef þú skoðar sannfræðina í Ís- landsklukkunni, þá kemst þú að ýmsum skemmti- legum niðurstöðum. Laxness býr til úr efniviðnum snilld- arlega góða sögu, en hún er ekki öll saman sönn. Eitthvað hlið- stætt er kannski á ferðinni í Hrafnkels- sögu. Haugur Hrafn- kels og bein hans fundust eftir tilvísun sögunnar, en ég veit ekki hvort það sannar svo sem mikið til eða frá. En það er ým- islegt í sögunni sem höfundur hennar hef- ur aukið inn í hana og passar ekki alveg, en það gerir ekkert til.“ Atburðirnir spinnast út frá ein- um hesti í sögunni og myndmál hennar er grípandi? ,,Já og svo einkennir það hana eins og fleiri Íslendingasögur, að það er þetta sem ekki er sagt sem er oft á tíðum gífurlega sterkt. Hugsaðu þér að þegar þeir koma á Aðalból, Sámur og Þjóstarsynir og taka Hrafnkel höndum. Þá segir í einni stuttri setningu: Konur og börn voru rekin í útihús. Og þar eru þau lokuð inni, síðan segir ekk- ert meira frá því. Hvernig leið þessu fólki? Synir Hrafnkels eru á aldrinum átta til tólf ára, eitthvað svoleiðis, hvurnig líður þeim? Það var lang líklegast að faðir þeirra yrði tekinn af lífi, jafnvel þeir líka. Hvað hugsa þeir þarna í kofanum ef við förum að velta þessu fyrir okkur? Fleiri persónur sögunnar koma í hugann, þessar auka- persónur eru oft mjög spennandi. Hvað eru þær að gera, hver er bak- grunnur þeirra?“ Hvers konar persóna er Hrafn- kell? Hvað hefði hann fyrir stafni í dag? ,,Í dag væri Hrafnkell mjög valdamikill í peninga- og stjórn- kerfi landsins. Hann er maður sem ræður, og það er alveg sama þótt hann sé felldur þarna einu sinni á eigin bragði og öllum eigum hans rænt af honum. Hann er pyntaður, niðurlægður og hrakinn í burtu valdalaus með öllu frá eigum sín- um, en eins og hendi sé veifað kem- ur hann sér upp nýju ríki. Hæfi- leikinn til að stjórna fólki liggur í eðli hans og hæfileikinn til þess að koma sér áfram og vilja ráða fyrir hlutum. Það er samfélagið í kring- um hann sem styður hann til valda. Menn vilja hafa hann fyrir höfð- ingja. Sámur hins vegar er and- stæðan við hann. Sámur komst í þessa valdastöðu fyrir tilstilli ann- arra og gat ekki haldið henni vegna þess að hann hafði ekki þá hörku sem þurfti til þess. Sámur sleppir Hrafnkeli lifandi. Hrafn- kell er grimmur og vílar dráp ekki fyrir sér. Á þeim tíma þegar sagan gerist, þá gilti þessi harka. Í dag eru menn nú hér á landi hættir að drepa hver annan, Guði sé lof, en við sjáum hliðstæður þessara manna samt í nútímastjórnmál- unum. Þeir sem ekki eru nógu harðir af sér verða undir.“ En hvernig sér hann hestinn? Hvaða merkingu hefur Freyfaxi fyrir hann? Ruglar ekki trú hans þar myndina? ,,Hann trúði á Frey og gaf hon- um helminginn í hestinum. Þar af leiðandi verður hesturinn heil- agur. Þegar smalinn stelst til að ríða hestinum lendir hann í voða- legum vanda, því hann vill ekki drepa hann. Honum þykir vænt um strákinn og allt hans fólk, en hann getur ekki hugsað sér að sleppa honum vegna þess að hann er bú- inn að heita þessu. Þar við liggur trúin, ef hann efnir ekki heit sitt þá fer illa fyrir honum. Hann er hand- viss um það og reynir að leysa mál- ið með því að borga Þorbirni nógu miklar bætur fyrir son sinn. En það strandar á því að Þorbjörn vill ekki bæturnar. Þannig að það má segja að í þessu tilviki rugli trú hans myndina og verði til þess að at- burðirnir verða með þeim hætti sem þeir verða.“ Austfirsk þrettándu aldar spennusaga í skólaútgáfu Ragnar Ingi Aðalsteinsson KÓPAVOGSBÆR heldur upp á afmælið sitt með ýmsum hætti 11. maí ár hvert. Lið- ur í hátíða- höldunum nú er samkoma í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, sem hlotið hefur heitið: „Kvöldstund með Jóni úr Vör“ kl. 20. Jón úr Vör var gerður að heiðurslistamanni Kópavogs árið 1996. Jón orti mikið af ljóð- um, en þekktust ljóðabóka hans er sennilega Þorpið, sem hann orti um æskustöðvar sínar, Pat- reksfjörð. Kvöldstund með Jóni úr Vör samanstendur af ljóðalestri og söng. Hjalti Rögnvaldsson leik- ari flytur ljóð eftir skáldið og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jónas Ingimundarson flytja sönglög, m.a. eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, við ljóð Jóns úr Vör. Einnig leikur Jónas Ingi- mundarson frumsamið lag við ljóðið „Sumarnótt“. Kvöldstund með Jóni úr Vör Jón úr Vör EINAR Falur Ingólfsson ljós- myndari heldur fyrirlestur í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17 í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þetta er fjórði fyrirlesturinn í fyrirlestra- röð sem Ljósmyndasafn Reykja- víkur heldur árlega í minningu Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara sem fæddist 10. maí árið 1862. Einar fjallar um ferðalagamynd- ir sínar og dagbók í myndum. Einar Falur er fæddur árið 1966. Hann lauk prófi í bók- menntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MFA-gráðu í ljós- myndun frá School of Visual Arts í New York árið 1994. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Einar Falur hefur myndað fyrir Morgunblaðið síðastliðin tuttugu ár og er í dag myndstjóri blaðsins. Fyrirlesturinn er styrktur af Hans Petersen. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Einar Falur Ein ferðalagamynda Einars Fals Ingólfssonar: Chongqing, Kína, janúar 2000. Fyrirlestur um ferðalagamyndir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÁRLEGAR viðurkenningar Barna og bóka – Íslandsdeildar IBBY, fyrir menningarstarf í þágu barna og ung- linga verða veittar í Norræna húsinu 12. maí næstkomandi kl. 14. Þrír ein- staklingar hljóta Vorvindaviður- kenningar að þessu sinni fyrir fram- lag sitt til barnamenningar. Þá mun Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum, einnig veita verðlaun í samkeppninni Ljóð unga fólksins og afhenda ungu skáldunum eintak af bókinni Vetur, sumar, vor og haust. Lesið verður upp úr verkum sem hljóta viður- kenningar. Aðgangur er ókeypis. Viðurkenn- ingar IBBY ♦ ♦ ♦ Í HVERJUM dropa er yfirskrift myndlistarsýningar Bjarna Þórs Bjarnasonar sem opnuð verður á laugardag kl. 15, í Listasafni Borgarness. Þar sýnir listamaðurinn yfir þrjátíu nýjar vatnslitamyndir sem hafa ekki verið sýndar áð- ur. Bjarni Þór er fæddur 1948 og er búsettur á Akranesi. Hann á að baki nám frá árunum 1974–1980, í ýmsum deildum Myndlistarskóla Reykjavíkur og í kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, og starfar nú sem mynd- og handmenntakennari á Akranesi. Bjarni Þór hefur haldið fjölda sýn- inga og eru mörg verk eftir hann í eigu opinberra aðila, þ.á m. er úti- listaverkið Brákin sem var reist árið 1997 í Borgarnesi. Á slóðinni http://www.aknet.is/ bjarnib/ má sjá verk listamanns- ins. Listasafn Borgarness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn- arbraut 4–6 í Borgarnesi, og verð- ur sýningin opin alla virka daga kl. 13–18 og þriðjudags- og fimmtu- dagskvöld til kl. 20. Sýningin stendur til 8. júní. Ný verk í Listasafni Borgarness Bjarni Þór TÓNLEIKAR verða haldnir í Þykkvabæjarkirkju á sunnudag kl. 16. Þar syngja Kirkjukór Þykkva- bæjar- og Oddakirkna undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Stúlknakór Þykkvabæjar- og Odda- kirkna undir stjórn Nínu Maríu Morávek. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að kirkjan hefur verið opnuð á ný eftir endurnýjun. Á efnis- skrá tónleikanna eru kórverk úr ýmsum áttum. Bæði trúarleg og ver- aldleg, íslensk og erlend og gömul og ný. Meðal höfunda eru Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Jórunn Viðar, Björgvin Þ. Valdi- marsson, Mozart, Bruckner, Saint- Saëns, Eric Clapton og Andrew Lloyd Webber. Aðgangur er ókeypis. Endurbótum fagnað með söng ÁRLEGIR vortónleikar skólahljóm- sveitar Árbæjar og Breiðholts verða í sal Breiðholtsskóla á laugardag kl. 14. Stjórnandi er Lilja Valdimars- dóttir. Skólasveitar- tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.