Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA sjötug kona, sem efn- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ákært fyrir að beita skipu- lögðum blekkingum til að fá sjö karlmenn til að afhenda sér tæp- lega 30 milljónir og nýta sér bág- indi hins áttunda til að afla sér 23,6 milljóna króna, hefur breytt fram- burði sínum en við þingfestingu málsins játaði hún öll ákæruatrið- in. Síðar sendi hún Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem hún bar játninguna til baka. Í ákæru rík- islögreglustjóra eru gerðar bóta- kröfur fyrir hönd mannanna. Fjór- ir þeirra hafa nú farið fram á að kröfurnar verði dregnar til baka en samtals námu bótakröfur þeirra tæplega 52 milljónum króna. Allir mennirnir átta munu bera vitni við aðalmeðferð málsins sem verður í byrjun júní. Sonur konunnar er einnig ákærður en hann er sakaður um að hafa tekið við tæplega níu millj- ónum af ávinningi móður sinnar. Auk þess sem honum hafi, í sam- starfi við móður sína, tekist að fá mann til að lána sér 1,5 milljónir og veðsetja íbúð sína fyrir skulda- bréfi, afla sér um 2,7 milljóna króna sem ekki voru greiddar til baka. Misskildi spurningar við þingfestingu Við fyrirtöku málsins í gær sagð- ist konan ekki á nokkurn hátt hafa nýtt sér bágindi þessara manna til að fá þá til að afhenda sér fé. Þeir hefðu viljað hjálpa henni og það kæmi engum öðrum við. Hún hefði misskilið spurningar sem beint var til hennar við þingfestinguna. Hún hefði talið að verið væri að spyrja um þær upphæðir sem hún hefði tekið við og þeim hefði hún jánkað. Við fyrirtökuna í gær var jafn- framt lögð fram leiðrétting á kennitölu konunnar en samkvæmt henni er hún 67 ára gömul. Hæstu upphæðina fékk konan frá tæplega áttræðum manni í Reykjavík en hún er ákærð fyrir að hafa nýtt sér félagsleg og andleg bágindi hans til að afla sér samtals um 23,6 milljóna króna sem, sam- kvæmt ákæru, var endurgjald fyrir að þrífa heimili mannsins frá sept- ember 1996. Þá er hún ákærð fyrir að hafa fengið hann til að gangast við því að íbúð hans yrði veðsett til tryggingar fyrir lífeyrissjóðsláni dóttur sinnar. Þá hafi konan ásamt syni sínum fengið manninn til að láta syninum í té um 2,7 milljónir króna. Þá er syni hennar gefið að sök að hafa tekið við um níu millj- ónum af ávinningi móður sinnar. Peningarnir voru notaðir til greiðslu á persónulegum útgjöld- um hans, m.a. til bílakaupa og greiðslu á greiðslukortareikningi. Hafði samband við fleiri menn Mennirnir sjö sem hún fékk til að lána sér féð eru allir búsettir á landsbyggðinni. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins mun konan hafa haft samband við þá að fyrra bragði og bauðst jafnan til að ráð- ast í vist til þeirra. Ekki kom þó til þess að hún réðist í vist en eftir það fékk hún mennina sjö til að lána samtals tæplega 30 milljónir. Hún hefur endurgreitt einum manninum 990 þúsund. Konan mun hafa haft samband við talsverðan fjölda karlmanna til viðbótar en þeir munu ekki hafa lánað henni fé. Í ákæru ríkislögreglustjóra kem- ur fram að hin meintu brot áttu sér stað á árunum 1992 til ársins 2000. Hún er ákærð fyrir að hafa með skipulögðum blekkingum fengið þá til að lána sér féð þrátt fyrir að vera það ljóst að hún hefði enga möguleika á að endurgreiða lánin. Þá hafi hún notfært sér rangar hugmyndir mannanna um greiðslu- getu hennar og eignir til að fá þá til að afhenda sér féð en mennirnir hafi ekki vitað af lánveitingum hver annars til hennar. Tæplega sjötug kona ákærð fyrir að svíkja um 55 milljónir út úr átta karlmönnum Segir mennina hafa viljað hjálpa henni SLÖKKVILIÐSMENN hafa aflýst aðgerðum til að takmarka yfirvinnu og var eðlileg vakt á slökkvistöðinni í Reykjavík í gær en vantað hafði á vaktina tvo dagana þar á undan. Undirbúningur vegna verkfallsboð- unar er hins vegar áfram í gangi og er gert ráð fyrir að niðurstaða at- kvæðagreiðslu þar að lútandi liggi fyrir á laugardaginn kemur og er þá miðað við að verkfall hefjist síðustu viku maímánaðar. Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, sagði að þetta hefði orðið niðurstaðan af fundi forsvarsmanna Landssam- bandsins og viðsemjenda í fyrra- kvöld þar sem komið hefði fram ótví- ræður vilji til að taka upp samningaviðræður á nýjan leik. Að teknu tilliti til þess hefði orðið nið- urstaðan að fresta þessum aðgerð- um, sem samþykktar hefðu verið í deildum sambandsins í Reykjavík, á Suðurnesjum, Akureyri og Keflavík- urflugvelli. Ætti hann von á því að samningafundur yrði boðaður á nýj- an leik á hverri stundu en upp úr við- ræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Atkvæði greidd um verkfallsboðun Guðmundur Vignir sagði að hins vegar yrði haldið áfram undirbún- ingi verkfallsboðunar. Gert væri ráð fyrir að búið yrði að greiða atkvæði á föstudagskvöld og að talið yrði á laugardag. Boða þyrfti verkfallið með hálfs mánaðar fyrirvara og væri því við það miðað að það kæmi til framkvæmda í síðustu viku maímán- aðar og hæfist miðvikudaginn 30. maí. Verkfallið er ótímabundið, en slökkviliðsmönnum er skylt lögum samkvæmt að halda uppi tiltekinni lágmarksþjónustu í verkfalli. Slökkviliðsmenn aflýsa aðgerðum UNNIÐ hefur verið að lag- færingum og breytingum undanfarin ár á vatnsveit- unni í gamla þorpinu í Flatey á Breiðafirði. Í vor voru meðal annars settir niður fjórir 6 þúsund lítra tankar þar sem vatni er safnað úr brunnum og jarðvatns- lögnum í nágrenninu. Jafn- framt hefur verið byggt dæluhús og lagnir endurnýj- aðar heim að húsunum. Tveir skips- farmar af möl Í tengslum við þessar framkvæmdir var samið við Björgun hf um að koma með tvo skipsfarma af möl til Flateyjar, sem dælt var þar á land. Efnið verður notað í framkvæmdir á vegum vatnsveitunnar og í verkefni á vegum Orkubús Vestfjarða, auk þess sem undirstöður voru gerðar fyrir nýja ol- íutanka. Einnig er ráðgert að bera ofan í götu og stíga. Olíudreifing setti nýlega upp nýja tanka fyrir olíu við bryggjuna og um leið var gamall 50 þúsund lítra tank- ur fjarlægður af Tröllenda ofar á eynni. Morgunblaðið/HS Þorsteinn Bergsson, húseigandi í Flatey, við vinnu í tankagryfjunni. Í baksýn má sjá húsin Strýtu og Bjarg. Vatns- veita í Flatey FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í gær gerður að heið- ursdoktor í lögum við háskólann í Manchester á Englandi á hátíð- arsamkomu í tilefni 150 ára afmælis skólans. Ólafur Ragnar stundaði BA-nám í hagfræði og stjórn- málafræði í Manchester árin 1962 til 1965 og lauk doktorsnámi í stjórn- málafræði við sama skóla á árunum 1967–1970. „Það snart mig mjög djúpt að há- skólinn skyldi ákveða að heiðra mig með þessum hætti. Þetta er heiður sem ég met mikils. Langur tími er liðinn síðan ég lauk hérna námi og margt hefur á dagana drifið síðan. Sú ákvörðun skólans að veita mér þessa nafnbót á 150 ára afmælinu var í senn óvænt en einnig dýrmæt fyrir mig,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið frá Man- chester. Hann sagði að fram hefði komið við athöfnina að nafnbótin væri einnig viðurkenning til Íslands vegna þess rannsóknarstarfs í félagsvísindum sem hefði verið unn- ið þar og til þeirrar lýðræðislegu hefðar sem hefði verið traustur þáttur í íslensku samfélagi. Margir Íslendingar hafa stundað há- skólanám í Manchester á síðustu áratugum og sagðist Ólafur Ragnar hafa hitt þrjá íslenska námsmenn að máli í heimsókn sinni nú. „Ég átti áhrifarík ár hér sem mótuðu mig mikið og ég á margar góðar minningar frá borginni. Það hefur verið merkilegt að koma hing- að á ný. Ég hef ekki komið til Man- chester frá því að ég lauk dokt- orsnáminu. Skólinn hefur stækkað mikið og er einn af stærstu háskól- um Bretlands í dag. Hér hefur mikil uppbygging átt sér stað sem fróð- legt hefur verið að kynnast. Skólinn er að búa sig kröftuglega undir 21. öldina og mikill metnaður lagður í það af hálfu skólastjórnenda, borg- aryfirvalda í Manchester og stjórn- valda í Bretlandi. Sú forsenda er lögð til grundvallar að þekkingin sé traustasti grunnur framfara og vel- sældar á nýrri öld. Það er fróðlegt að sjá hvernig menn taka á því verki við þennan gamla skóla,“ sagði Ólaf- ur Ragnar ennfremur. Einnig voru sæmd heiðursdokt- orsnafnbót í gær þau Valerie Ann Amos, barónessa og ráðherra þró- unarmála, Tom Courtenay leikari, Sir Peter Hall prófessor, Sir Robert May prófessor og Dame Bridget Ogilvie. Í ávarpi til Ólafs Ragnars, sem prófessor Bruce Wood flutti við at- höfnina í gær, rakti hann námsferil forsetans við skólann og framlag hans til þróunar félagsvísinda við Háskóla Íslands. Prófessor Wood rakti einnig margvísleg störf Ólafs Ragnars á vettvangi fræða og þjóð- mála, innanlands og utan, og vék að hinni sterku lýðræðishefð Íslend- inga. Þá lýsti hann einnig nokkrum ummælum frá fyrrum kennurum og samstarfsmönnum forsetans við há- skólann í Manchester sem þeir létu falla í tilefni af heiðursdokt- orsnafnbót hans, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forsetans. Situr ráðstefnu í London í dag Ólafur Ragnar flytur setn- ingarávarp og tekur þátt í um- ræðum á ráðstefnu um upplýsinga- iðnað sem Útflutningsráð og Nýsköpunarsjóður halda í London í dag. Meðal þeirra sem taka þátt í ráðstefnunni eru íslensk fyrirtæki á sviði hugbúnaðar, íslenskar fjár- málastofnanir og breskir fjárfestar. Forseti Íslands gerður að heiðursdoktor við háskólann í Manchester „Heiður sem ég met mikils“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í búningi heiðursdoktors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.