Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Teg.: 155 Bláir - Gulir St. 24-31. Verð 2.490 Teg.: 152 Bleikir - Fjólubláir - Bláir St. 24-35 Verð 2.490 Teg.: 153 Fjólubláir - Bleikir - Appelsínugulir - „Túrkis“ St. 24-35 Verð 2.490 Kringlunni 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420 Kátar stelpur í litríkum skóm! JÓHANNES Páll II páfi lauk í gær tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Möltu en áður hafði hann sótt Grikki og Sýrlendinga heim. Páfi hefur ferðast meira en nokkur annar fyrirrennari hans í embætti og að þessu sinni notaði hann tæki- færið til að minnast Páls postula með því að heimsækja sömu áfangastaði og postulinn á trúboðs- ferðum sínum fyrir nær 2000 árum. Páfi er orðinn mjög heilsuveill en gekk þó óstuddur niður land- ganginn. Guido Di Marco, sagði eyjarskeggja líta á páfa sem „upp- sprettu vonarinnar“. Páfi svaraði meðal annars með því að minna á að Möltubúar hefðu reynst Páli postula og félögum hans vel er þeir urðu skipreika í ofviðri við eyjuna. Er páfi söng messu í gærmorgun á Granaries-torgi við kirkju heil- ags Públíusar var um helmingur þjóðarinnar, um 200 þúsund manns, viðstaddur en ljóst var að hann var mjög þreyttur en heitt var veðri. Þurfti að veita um 100 manns sérstaka aðhlynningu vegna hitans en messan tók um þrjár stundir. Er páfi var í Sýrlandi bað hann kristna, gyðinga og múslima að leita sátta og hvatti til þess að hafnar yrðu „uppbyggilegar við- ræður“ til að friður kæmist á í Mið- austurlöndum. Að lokinn messu í gær minntist hann á að enn bærust ill tíðindi frá Ísrael en þar voru tveir ísraelskir unglingar myrtir í gær og palestínskt ungbarn fórst í árás Ísraelshers á mánudag. „Við verðum öll að biðja enn ákafar fyr- ir friði í landi Jesú Krists,“ sagði páfi. Hálf þjóðin sótti messu hjá páfa Reuters Mikill fólksfjöldi var við messuna á Möltu í gær í bænum Floriana. Floriana á Möltu. AFP. Heimsókn Jóhannesar Páls II á Möltu EIGINKONA Rudolphs Giulianis, borgarstjóra í New York, hefur far- ið fram á það við dómara að hann banni vinkonu mannsins síns að koma í borgarstjórabústaðinn. Eru þau hjónin að vísu skilin að borði og sæng en búa enn í sama húsinu. Giuliani og eiginkona hans, sem enn er lögum samkvæmt, Donna Hanover, búa í borgarstjórabú- staðnum í New York, Gracie Mans- ion, ásamt tveimur börnum sínum en Giuliani hefur í nokkur skipti boðið þangað nýju vinkonunni sinni, Judith Nathan. Það líkar Hanover ekki og hefur nú krafist þess að komur hennar verði bannaðar. Lögfræðingar þeirra hjóna hafa átt í viðræðum um málið og er um það deilt hvort Gracie Mansion sé opinber staður eða einkaheimili borgarstjórans og fjölskyldu hans. Haft er eftir lögfræðingum að bann af því tagi, sem frú Hanover er biðja um, sé oft samþykkt af dómstólum og einkum til að hlífa börnunum. Giuliani barðist við Hillary Clint- on um öldungadeildarsæti fyrir New York í síðustu kosningum en dró sig í hlé er hann geindist með krabba- mein í blöðruhálskirtli. Áður en til þess kom sagði hann fjölmiðlum frá því, að hann væri í tygjum við ungfrú Nathan og hygðist skilja við konu sína. Hafði hann þá ekki talað um það við hana og hún hefndi sín með því að taka þátt í umdeildu leik- riti um konur og kynfæri þeirra. Var það hið mesta vandræðamál fyrir Giuliani í miðri kosningabaráttunni. Giuliani lætur af embætti sem borgarstjóri í lok ársins þar sem hann getur ekki boðið sig fram í þriðja sinn. Hefur hann verið gagn- rýndur nokkuð að undanförnu vegna þess, að í ljós hefur komið, að hann hefur látið borgina standa straum af öryggisgæslu fyrir ást- konuna. Lögbann á viðhald eig- inmannsins Nerw York. AP. UPPGJAFAHERMAÐUR með sovéska flotafánann. Nokkur þús- und kommúnistar og aðrir, sem sakna Sovétríkjanna, héldu í gær upp á Sigurdaginn, uppgjöf Þjóð- verja í síðari heimsstyrjöld, með því að safnast saman fyrir fram- an fyrrverandi höfuðstöðvar KGB, sovésku öryggislögregl- unnar, við Lúbjanka-torg. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði meðal annars í ræðu í gær, að 9. maí væri mikill feginsdagur í Rússlandi en hann legði líka ábyrgð og skyldur á herðar fólks. Hann minnti á, að daður við of- beldi og öfgar leiddi ávallt af sér miklar hörmungar. Sigur- dagur- inn í Moskvu AP HINN ágæta danska hefð að hjóla í vinnuna öðlaðist nýja og breytta merkinu í gær er bankaræningi í Fredrikssund lét sig ekki muna um að hjóla til og frá ránsstaðnum. Og það sem meira er, hann komst und- an lögreglu og leikur enn lausum hala. Maðurinn, sem er sagður á fer- tugsaldri, komst yfir rúma hálfa milljón ísl. kr. Hann ógnaði við- stöddum með byssu, greip pen- ingana, stökk upp á svart herrahjól og geystist á brott. Sást til hans á fullri ferð á hjólinu alllangt frá bank- anum tíu mínútum eftir ránið en síð- an hefur ekkert til hans spurst. Hon- um láðist hins vegar að taka með sér annan hanskann sem hann lagði frá sér í bankanum og gerir lögregla sér því góðar vonir um að hafa upp á hjólreiðaræningjanum. Komst undan á reiðhjóli Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.