Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 55 gjarnan með fjölskyldunni í sum- arbústaðnum við Meðalfellsvatn. Þegar við Óli byrjuðum að búa saman þurftum við einungis að fara niður stigann. Í kjallaranum áttu systkinin, og jafnvel þeirra börn, at- hvarf, hvert á fætur öðru, þar til þau flugu endanlega úr hreiðrinu. Þannig var unga fólkinu gefið tækifæri til að fóta sig áður en ráðist var í húsbygg- ingar eða íbúðakaup. Á frumbýlings- árum okkar Óla var mikill samgang- ur milli hæða og alltaf mættum við sömu umhyggjuseminni uppi. Við tókum svo stefnuna í sveitina og hófum að byggja okkur hús í Svínafelli. Einnig þá voru þau hjónin miklir þátttakendur í uppbyggingu heimilis okkar, því að ekki vantaði áhugann að verða að liði þegar þau komu austur. Margar góðar stundir áttu dætur okkar með þeim. Og þau eru ófá handtökin sem Sigurður á í húsinu okkar, en hann tryggði sér ævinlega einhver verkefni þegar hann kom. Og þegar ekkert sérstakt lá fyrir, kom hann alltaf auga á eitt- hvað, sem þarfnaðist lagfæringar eða hvar hann gæti létt undir. Þannig er hans minnst í Svínafelli og honum fylgja hlýjar kveðjur frá öllu mínu fólki, með þakklæti fyrir góðar stund- ir. Að lokum geri ég eftirfarandi vers að mínum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Pálína Þorsteinsdóttir. Við fjölskyldan áttum heima í kjall- arum hjá afa mínum fyrstu átta árin, en seinna flutti ég aftur í kjallarann, sem einstæð móðir með mína dóttur, Kristel. Þetta átti bara að vera tíma- bundið en það endaði með því að vera 4 ár. Uppi á efri hæðinni bjó afi, sem þá var kallaður „afi langi í Granó“, og seinni kona hans, Rúna, og yngsta dóttirin „Svava litla“, því að það voru orðnar ansi margar Svövurnar. Afi, var bara alltaf afi, og man ég bara eft- ir honum með grátt hár eða öllu held- ur hvítt. Og í mínum huga var hann alltaf 66 ára og mjög svo vanafastur maður. Hann borðaði einfaldan mat, ekkert sterkt útaf magasárinu, og það varð alltaf að vera eftirmatur, svo sem sætsúpa, skyr eða bláberja- grautur. Þá kvað í þeim gamla: „Al- veg ljómandi gott, – fjandi ljómandi gott!“ Það voru ófá skiptin sem ég og Kristel dóttir mín borðuðum uppi hjá Rúnu og afa og þá veifaði hann svona til hendinni til áherslu og sagði: „Borðaðu meira, stelpa. Þetta er svo ljómandi gott!“ Nú, ef hann var mjög ánægður með matinn þá var það: „Mikið andskoti, ljómandi gott!“ Hann hafði ekkert of mikla þolin- mæði við okkur barnabörnin og ef það var jákvætt var talað um „krakka-grísina“ en ef hann var ekki ánægður með okkur eða krakkana í götunni þá var það „krakka-ormarn- ir!“ Ekki mátti tefja fyrir honum, því hann var alltaf að, alltaf að bardúsa eitthvað. Hann átti það líka til að standa við hliðið fyrir utan húsið og ná tali af hverjum þeim sem átti leið framhjá og veit ég af nokkrum sem höfðu gaman af honum afa. Það má nú segja að hann hafi verið partur af umhverfinu. Og aldrei var hann seinn fyrir, alltaf tímanlega á ferðinni og ekki að ræða það að sóa tímanum. Ég held að ég hafi aldrei vitað til þess, að hann hafi sofið út, hann var alltaf kominn á fætur fyrir hanagal. En ef það var ekki mátti stóla á það að hann var eitthvað lasinn. Flesta daga var ég í skólanum, en þegar vinnudegi var lokið og við mæðgur komnar heim vappaði afi inn til að athuga hvort allt væri ekki í lagi og hvað væri títt. Þetta voru fastir liðir eins og venjulega, – veðrið og spjall um daginn og veginn. Á meðan snaraði hann upp tóbaksdollunni og setti klípu af neftóbaki á handarbakið og þessu var snarað í nefið. Eftir á kom svo hnerri og þá tóbaksklútur- inn á loft og svo snýtti hann sér hressilega. Það versta var að gólfið var allt út atað í neftóbaki eftir þessa athöfn. Afi vann sem eldsmiður hjá Héðni, en þegar vinnudegi var lokið var hann ekkert að slappa af, honum féll aldrei verk úr hendi. Það var verið að redda viðarbútum fyrir sumarbú- staðinn, laga grindverk, uppi á þaki og bara nefndu það, – afi var að. Hann eyddi heilmiklum tíma í allt viðhald o.fl. en hann var líka vel þekktur fyrir það að rækta kartöflur. Í dag geri ég mér grein fyrir því hvað þetta hefur verið mikil búbót, því ekki var eins mikið úrval á öllu mögu- legu og í dag. Afi lagði stóran skika af garðinum í Granaskjólinu undir kart- öflur og var ánægður með þetta allt saman. Þar var líka stærðar sand- kassi, þar sem við systkinin stund- uðum búðarleik á hverjum degi ásamt fleiri krökkum úr hverfinu, en þegar Svava litla var vaxin upp úr sandkassaleik var hann fjarlægður og kartöflum plantað þar í staðinn. Afi sagði: „Þetta eru svo andskoti ljómandi fínar kartöflur!“ Í myrkra- kompunni niðri geymdi afi allar kart- öflurnar yfir veturinn, en þetta má segja að hafi verið heilagur staður í augum afa, það var enginn annar með lykil að kartöflugeymslunni. Eitt sinn sem krakki komst ég inn í geymslu, sem auðvitað enginn krakki átti er- indi í, en hvert var leyndarmálið? Þarna voru bara kartöflur – dimmt, kalt og draugalegt og hellingur af kössum fullir af kartöflum og ekki skildi ég hvað var svona mikilvægt við þessa dimmu kompu með fúkka- lykt. Nú í dag veit ég betur, en afi rækt- aði kartöflur á sama svæðinu a.m.k. yfir 20 ár án þess að hvíla jarðveginn eða rækta eitthvað annað til að koma jafnvægi á næringargildið í jarðveg- inum. Hann átti það til að henda þara á skikann, en það hefði átt að gerast oftar. Svo var hann að furða sig á því að sum árin, og þá sérstaklega síð- ustu árin, voru flestar kartöflurnar með vörtur og einhver lýti á hýðinu og það var náttúrulega ekki nema von eftir öll þessi ár – það var engin næring eftir. En afi blessaður mátti ekki hugsa til þessa að hvíla garðinn, það var sóun, en það var oft haft orð á því við hann. Eitt árið er ég var þarna náði ég að kría út úr afa smáskika undir stofu- glugganum að austanverðu, sem var á milli hússins og bílskúrsins og það var ekkert æskilegur staður til að rækta neitt út af sólarleysi. Ég vildi endilega prufa og þar ræktaði ég rad- ísur, kál, gulrætur og einhver blóm o.fl. Svo gekk þetta ekkert of vel út af sólarleysi og þarna var afi að tuða að þetta væri nú sóun á kartöfluplássi, því ég virtist ekki rækta neitt nema bölvað illgresi. Ef það voru ekki kart- öflur þá var það illgresi. Alger synd í hans augum. Seinna var allt þetta fyllt með kart- öflum og ekki nóg með það þá tróð hann kartöflum fyrir framan litlu grenitrén sem voru fyrir framan hús- ið við gangstéttina. Ég sagði nú við hann, að ég héldi að þetta gengi nú ekki að vera að reyna að setja kart- öflur þarna. Hann vildi nú meina að það mætti prófa þetta og hló, því að þetta væri ekkert notað í annað og það væri ekkert vit í því að nota ekki plássið. Aldrei heyrði ég neitt meira um þetta. Hvort honum tókst að taka eitthvað upp þarna fyrir framan veit ég ekki. Það þrífst ekkert nálægt grenitrjám hvort sem er, en þetta var svo sannarlega afa líkt, en hefði hann verið við garðrækt síðastliðin 10 ár hefði ég getað gefið honum ýmis góð ráð í sambandi við garðrækt sem eru notuð hérna í Englandi. Þeir hafa sniðug ráð frá Viktoríutímanum með ræktun á kartöflum sem hann afi fór alveg á mis við. Ég vildi að ég hefði vitað betur þá, hann afi hefði orðið mjög hrifinn. Afi var alveg óstjórnlega nýtinn og það mátti ekki sóa einu eða neinu og það var allt endurnýtt, ef mögulegt var að nota það. Sem gott dæmi um það var að ömmu Svöfu var gefið í brúðargjöf land við Meðalfellsvatn frá fósturforeldrum sínum á Grjót- eyri og þar byggðu þau fyrsta sum- arbústaðinn við Meðalfellsvatn. Afi notaði víst þessa gömlu viðar ávaxta- kassa og allt sem að hann gat lagt hendur á við bygginguna á bústaðn- um. Það eru um 60 ár síðan. Þarna dvaldi hann með sína fjölskyldu öll sumur og flestir eiga góðar minning- ar frá þeim árum. Þarna var hann að stússast, bæði við viðhald á bústaðn- um, bátaskýlinu, kamrinum, bryggj- unni, bátnum o.fl. Höggva við í eld- inn, veiða fisk í matinn – það er að segja þegar fiskur var í vatninu. Og auðvitað var hann með góðan skika fyrir kartöflurækt, það þurfti að koma þeim niður og svo taka þær upp, hreinsa og þurrka. Alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Svo að degi loknum uppi í sum- arbústað voru oft spilin tekin upp og maður neyddur til að spila. Ef afi var með góð spil á hendi, neftóbak, sjúss við höndina og með góða stigagjöf þá var hann afi nú glaður. En ef að hann og hans lið voru ekki á uppleið með stigafjöldann kárnaði gamanið og afi gat misst snarlega áhugann. Þá var það hjá honum: „Hva, – bölvuð, fjandi léleg spil!“ og þusað mikið. Á þessum árum var ég í Myndlista- og handíðaskólanum í keramiki og hafði verið nýbúin að renna heil- marga jarðleirspotta, skreytta og glerjaða, sem ég var með úti í glugga í þvottahúsinu, tilbúna fyrir næsta ræktunartímabil, úti í garði. Afi, sem var eldsmiður, smíðaði mikið af fiski- krókum, til að húkka fiskinn með, kú- bein og fleiri verkfæri, sem ég man ekkert hvað heita. Á þessi verkfæri notaði hann þessa hömruðu máln- ingu, Hammerite, og ef það var eitt- hvað eftir í penslinum var því gluðað á vegginn inni í kyndiklefa þar sem að hann var með lítið verkstæði og veggurinn þar var ansi litríkur; það mætti líkja honum við bútasaums- teppi. Einn daginn komum við mæðgur heim, afi kemur strax inn brosandi út að eyrum og segir mér að koma með sér inn í þvottahús því að hann ætli nú að sýna mér svolítið. Þá hafði hann verið að nota grá- silfraða málningu og átti pínulítið eftir í dollunni og ákvað að klára málninguna. Hvað haldið þið að sveinninn hafi gert? Hann málaði alla blómapottana mína silfurgráa. Mér lá við yfirliði! Átti ekki orð. Það er eins og ég segi, það var ekki fegurðarskyninu fyrir að fara, heldur var nytsemin í hávegum höfð, sem er kannski ekki nema von, eftir allt það sem hann hafði þurft að ganga í gegn- um. Í Englandi í dag, ca 18 árum síð- ar, er þetta stællinn að mála potta og dalla með silfraðri málningu til að þeir sýnist galvaniseraðir. Afi var sennilega fyrstur með þá hugmynd – brautryðjandi í garðhönnun! Þetta er nú allt í góðu gríni og ekkert illa meint, því að öll erum við sérstök. Afi var nú undir lokin orðinn ansi lítilfjörlegur, en ég sá hann síðast fyr- ir um einu og hálfu ári. Hann þekkti mig þó sem var nú meira en ég átti von á. En hann löngu tilbúinn að fara. Því að ekki gat hann nú mikið að- hafst, en því var hann vanur svo það voru mikil umskipti fyrir hann að fara á elliheimili og geta ekki unnið vegna heilsuleysis. Þær hjúkkurnar á elliheimilinu sögðu hann svo ljúfan og þægan að það hefði aldrei verið neitt vesen á honum, blessuðum karlinum. En eitt veit ég þó, það hefur verið tekið vel á móti honum þegar hann kom yfir móðuna miklu. Þar hefur verið tekið vel á móti honum, bæði amma Svafa, Rúna, Guðni svo og allir bræðurnir og fleira fólk. Við öll fjöl- skyldan munum hittast þarna aftur, þegar við ljúkum okkar verki hérna á jörðu niðri og það er ekki vafi á því, að allar þær bænir sem honum voru sendar meðan hann átti við veikindi að stríða hafi gert honum ferðalagið „yfir“ léttara. Bænin flytur fjöll! Það var nú þannig þegar afi varð veikur, síðustu vikuna, þá var ég á leið til Parísar, en meðan á þeirri dvöl stóð varð mér oft hugsað til hans afa. Einn daginn var ég svo sannarlega látin vita að hann afi væri nú farinn og það þurfti ekki síma eða tölvuvæðingu til. Því ef við hlustum á okkar innri mann er „símsvarinn“ hjá okkur til staðar. Í það skiptið vissi ég að hann afi minn var farinn. En ég veit að hann er kominn á betra svið og þar getur hann verið sprækur og bisað við sínar kartöflur ef hann vill og beðið eftir okkur hin- um sem hérna erum. Ég vona að með minningu „afa langa í Granó“ í hjarta okkar getum við haldið okkar starfi áfram hérna, en haft trú, von og kærleika að okkar leiðarljósi í framtíðinni. Svafa Björg Einarsdóttir.     0  102051 6 (%$# $# 9 $+%4$# #8 #   7"+ # %' )$ D       8    (    "1   "$$ ,# '#,# ')9- / 0       51 6 E  35 ?.  .9 $AD % $  7"+ # 8 9 $("     3  "        ,      ""  "99$ $-;#   "(%- "(%## -;##  );-4-: #  57 $-;#  1$ ) 9## ) 9.-;#  "4-#") 8 $;#  ;#  ## (F ()9- :     '      5?5.15.153&  "#"G ",' 8'      *  !        ""   "$9$ 2   3    (  '  0     &     4 # & (8 -4   E% + - 7##   #" 8E% +  "*-"## 74 E% +# * C 7#  E% +1$ $"## & 9(* "# -  '    510253&     5 !      3   1 .  &     '3 ' % 7   ; ,# '7 % $- / 0             102010 54 5 5      5 !       1       *   < '    ""   "99$ * $ '#  "   $   ;#H## 4 $ ##  (;#  58$   1$  "##  $ *" ## 1$ ) 9$"#  ))9- 16 4 5 53& (%"# ",        2      "1   "$$ %       &         :      ('    2         .$B"##  )" ##-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.