Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 66
UMRÆÐAN 66 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG Íslands leggur áherslu á, að lögum um bann við hnefaleikum verði ekki breytt. Alþjóða- samtök lækna og læknafélög víðsvegar um heiminn leggja til að hnefaleikar verði bannaðir með öllu. Ástæða þessarar af- stöðu lækna er sú að rannsóknir sýna að högg á höfuðið skaða heilann. Fá, þung högg geta valdið mari, bjúg og blæðingum í heila og verið banvæn og lang- vinnar heilaskemmdir geta orðið vegna síendurtekinna högga í keppni og á æfingum. Dýra- tilraunir sýna að fjölmörg „létt“ högg á höfuðið valda meiri skaða á taugavef og heilaæðum en fá rot- högg (Unterharnscheidt 1995). Það stríðir auk þess gegn siðareglum lækna að styðja íþrótt þar sem markmiðið er að valda líkamstjóni hjá andstæðingi. Áhugamannahnefaleikar (ólympískir) Áhugamannahnefaleikar (ólymp- ískir) eru frábrugðnir atvinnuboxinu að því leyti m.a. að notaðar eru höf- uðhlífar og lotur eru færri í hverri keppni. Hlífar verja yfirborð höfuð- kúpunnar og eyrun, en geta ekki verndað heilann. Svo lengi sem menn eru barðir í höfuðið er hætta á alvarlegum áverkum, jafnvel dauðs- falli. Breska læknafélagið hefur tek- ið saman lista, sem er ekki tæmandi, yfir boxara, sem hafa látist eða meiðst illa í íþróttinni. Af 15 tilfellum á árunum 1986-1992 voru 6 áhuga- mannaboxarar, þrír af þeim létust, einn var enn í öndunarvél 1992 og tveir þurftu að fara í aðgerð vegna heilablæðingar. Áhugamannahnefaleikar eru hluti af líkamsþjálfun bandarískra her- manna, sem hafa auk þess keppt á Ólympíu- leikunum og víðar. Enzenauer og félagar birtu árið 1989 rann- sókn á spítalainnlögn- um vegna áverka, sem hermenn urðu fyrir í hnefaleikum á árunum 1980-1985. Innlagnirn- ar voru 67 á ári og stóðu að meðaltali í 5 daga. Í 68% tilfella var um höfuðáverka að ræða og dó einn maður vegna slíks. Í kjölfarið urðu miklar umræður um box og árið 1994 skoraði Lund- berg, ritstjóri bandaríska lækna- blaðsins Jama, á yfirlækna hersins að beita áhrifum sínum gegn boxinu. Yfirlæknir flughersins lýsti því þá yfir, að áhættan við að taka þátt í boxi vægi mun þyngra en hugsanleg gagnsemi og í kjölfarið voru hnefa- leikar lagðir niður sem skylduþjálf- un í flughernum. Sama niðurstaða varð ekki í land- og sjóher og sagði Lundberg þá, að „flugherinn virtist meta greind manna sinna meira en land- og sjóher“. Fleiri rannsóknir Í aftursærri rannsókn Haglunds og félaga í Svíþjóð (1993) var heilsu- far fimmtíu fyrrverandi áhuga- mannaboxara borið saman við fót- boltamenn og frjálsíþróttamenn. Tíðni óeðlilegra heilarita var mark- tækt hærri hjá boxurunum, sem auk þess komu verr út á taugasálfræði- prófi, svokölluðu fingurbanksprófi. Höfundarnir segja að þetta geti gef- ið vísbendingu um væga truflun á heilastarfsemi hjá sumum boxar- anna. Stewart og félagar (1994) hafa skoðað 484 bandaríska áhugamanna- hnefaleikara. Í þessari framsæju rannsókn kom fram, að þeir, sem höfðu keppt oft, stóðu sig verr á nokkrum taugasálfræðiprófum en þeir, sem kepptu sjaldan eða aldrei. Þau próf sem sýndu lakari útkomu hjá þeim, sem höfðu boxað mikið, mæla samþættingu skynjunar og hreyfingar, sjónrænt minni og orða- lagsminni og sjónræna úrvinnslu. Höfundar telja, að með því að fylgj- ast með boxurunum í langan tíma muni fást upplýsingar um hvort ofangreind tengsl eru skammvinn eða varanleg. Mér finnst framsæ rannsókn Kemps og félaga (1995) á blóðflæði í heila og taugasálfræði- prófun á áhugamannaboxurum og íþróttamönnum í breska hernum vera einkar áhugaverð. Um 40 manns í hvorum hópi gengust undir taugasálfræðipróf og fóru auk þess í ísótóparannsókn, þar sem mælt var blóðflæði í heila. Boxararnir komu marktækt verr út í fjórum af fimm taugasálfræðiprófum og því verr þeim mun oftar sem þeir höfðu keppt. Ísótóparannsóknin á blóð- flæði í heila sýndi, að 41% boxaranna var með afbrigðilegar niðurstöður miðað við 14% í samanburðarhópn- um og er þessi munur marktækur. Að lokum Íslendingar sýndu þjóðum heims gott fordæmi, þegar þeir bönnuðu hnefaleika með lögum árið 1956. Samtök lækna hvetja þjóðir heims til þess að banna hnefaleika með öllu. Einhvern tímann kemur að því að siðmenntaðar þjóðir banna „íþrótt“, sem hefur það að markmiði að meiða andstæðinginn. Íslendingar hafa vís- að veginn. Það eiga þeir að gera áfram og hvika í engu frá banni við hnefaleikum. Læknar gegn hnefaleikum Ólafur Hergill Oddsson Hnefaleikar Samtök lækna hvetja þjóðir heims, segir Ólafur Hergill Oddsson, til að banna hnefaleika með öllu. Höfundur er héraðslæknir Norðurlands. Í Morgunblaðinu 10. apríl sl. kom frétt um að hnefaleikamaður í Ástr- alíu hefði látið lífið í hnefaleikakeppni í 6. lotu. Að atvikið hafi átt sér stað í 6. lotu bendir til þess að um keppni í atvinnuhnefaleikum sé að ræða. Þá vekur at- hygli að frétt þessi kem- ur í heimspressunni alla leið frá Ástralíu og er það sönnun þess hvað þetta einstaka atvik er sjaldgæft þótt um at- vinnuhnefaleika hafi verið að ræða. Á flest- um laugardögum horfum við á at- vinnuhnefaleikakeppnir frægustu hnefaleikara nútímans á sjónvarps- stöðinni Sýn. Ég hef horft á þessar keppnir árum saman og aldrei séð slys í neinum leikjum þó að í öllum tilfellum sé um atvinnumenn að ræða og enginn þeirra sé með höfuðhjálm. Merkilegt er að allt aðra sögu er að segja um margar aðrar vinsælar íþróttir. Í nýj- ustu skýrslum um slys í íþróttum eru áhugamannahnefaleikar nr. 71 yfir tíðni slysa í íþróttum. Í 70. sæti eru svokallaðar klappstýrur og er orsökin sú að þeim getur orðið á að reka svo- kölluð klappstýruprik í höfuðið hver á annarri. Guð forði þeim frá því. Sama dag, þ.e. 10. apríl, kom frétt í DV um að 726 manns hefðu komið á bráðamóttöku slysadeildar vegna skíða- og snjóbretta- slysa á síðustu þremur árum eða frá ársbyrjun 1998 til ársloka 2000. Helmingur þeirra er á aldrinum 10–19 ára, og þar af þurftu 55 að leggjast inn á sjúkra- hús. Áverkar á höfði greindust í 68 tilfellum. Borið saman við þetta eru hnefaleikar barna- leikur. Fram kemur í grein, sem undirritaður skrifaði fyrir nokkru í Morgunblaðið, að þann tíma er hnefa- leikar voru stundaðir hér á landi, þ.e. frá 1917 til 1957, komu ekki nein slysatilfelli tengd hnefaleikaæfingum eða keppni fram í árskýrslum ÍSÍ. Ekki komu heldur neinar greiðslur úr slysasjóðum ÍSÍ vegna meiðsla í hnefaleikum eða hnefaleikakeppnum. Þó er það staðreynd að í öllum þeim keppnum í hnefaleikum allt frá 1926 til 1954 sem áttu sér stað voru engar höfuðhlífar notaðar í keppnum né á æfingum eins og nú tíðkast hjá áhugamönnum. Það er takmark allra sem stunda og þjálfa íþróttir að koma í veg fyrir slys en enginn árangur hlýst af bönnum. Þau leiða alltaf til þess að mönnum verði mismunað. Það eru margar mun hættulegri Lítið um meiðsl í atvinnu- hnefaleikum Guðmundur Arason HÁTTVIRTIR al- þingismenn. Ólympískir hnefa- leikar hafa verið um- deildir hér á landi, fyrst og fremst vegna vanþekkingar og sleggjudóma um íþróttina setta fram af fólki sem veit oft á tíð- um lítið sem ekkert um íþróttina. En sem betur fer virðist vera aukning og þeim fjölg- ar ört sem hafa kynnst boxinu og að- hyllast því og finna að ekkert er betra, til að auka snerpu, úthald, almenna hreysti og vöðvabyggingu líkamans eins og ólympískir hnefa- leikar. Það sem við vitum er að þessi íþrótt er að meginhluta fyrir ungt fólk sem fær algjöra útrás við að stunda íþróttina og finnur sér athvarf í stað þess að vera úti á götunum þar sem ægir saman áfengi og eiturlyfjum. Nú í byrjun vors var stofnað í Keflavík Hnefa- leikafélag Reykjaness af ungu fólki hér suður með sjó. Starfsemin er hafin og er ánægjulegt að sjá fullan salinn af glöðum krökkum allt nið- ur í 6 ára að æfa box, en gleðin og ánægjan skín úr hverju andliti og tel ég þetta eina bestu þjálfun sem nokkur getur fengið. Þarna eru líka konur sem eru að æfa líkama sinn, ásamt „old boys“, körlum yfir 35 ára. Allt er þetta fólk sem er að æfa box. Þessi hópur er ekki að æfa hnefaleika. Við höfum ekki áhuga á hnefaleikum því ólympískir hnefaleik- ar eru allt annað og tvennt ólíkt og varla hægt að bera saman á nokkurn hátt. Við viljum að fólk kynni sér íþróttina og sjái og finni hvað um er að ræða. Þá kemst það fljótt að raun um að hér er ekkert ólöglegt á ferðinni. Við viljum ekki gerast lögbrjótar. Við hvetjum háttvirta alþingis- menn til að sýna okkur skilning þegar frumvarp um ólympíska hnefaleika verður afgreitt frá Al- þingi nú í vor. Mig langar til að benda á að ÍSÍ og heilbrigðisnefnd ÍSÍ hafa lagt blessun sína yfir þetta frumvarp. Það voru stund- aðir hnefaleikar hér á Íslandi frá því um og upp úr aldamótum og fram til 1956 og er ekki vitað um eitt einasta slys á þeim tíma, hvað þá þegar menn hafa verið með með lokaðar grímur yfir andlitinu og góma yfir tönnunum. Samt eru flestir sem aldrei fara í hringinn heldur æfa allir undirstöður og fá sömu þjálfun og ólympískir box- arar. Opið bréf til alþingis- manna Sigurður Friðriksson Hnefaleikar Mig langar til að benda á að ÍSÍ og heilbrigð- isnefnd ÍSÍ, segir Sigurður Friðriksson, hafa lagt blessun sína yfir þetta frumvarp. Höfundur er formaður Hnefaleikafélags Reykjaness. ÞAÐ er ekkert leyndarmál að í íþróttum og við iðkun íþrótta verða slys og meiðsli og það er erf- itt að finna þá íþrótt þar sem ekki fyrir- finnast meiðsli á með- al iðkenda. Þessi meiðsli geta verið misalvarleg, allt frá tognun og mari upp í alvarlegri slys sem leiða jafnvel til dauða iðkenda. Við sem stundum íþróttir gerum okkur grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir því að stunda þá íþrótt sem við veljum okkur og í flestum tilfellum er dómgreind okkar treyst og við fáum að ráða hvað við tökum okkur fyrir hend- ur. Í versta falli þurfum við að fá leyfi foreldra ef við erum ekki orð- in sjálfráða, en við sem höfum náð þeim aldri og erum orðnir fullgildir meðlimir samfélagsins, getum nokkurn veginn stjórnað okkur sjálf. Þrátt fyrir að slys og meiðsli séu til staðar í íþróttum, hefur almenn- ingur ekki gert þá kröfu að almenn íþróttaiðkun (handbolti, karate, hlaup o.s.frv.) verði bönnuð með lögum á þeirri forsendu að iðk- endur geti slasast. Og sem betur fer, því að ef að ákveðnar íþrótta- greinar væru teknar fyrir og bann- aðar vegna möguleikans á meiðsl- um, þá yrði úr litlu að velja fyrir okkur sem kjósum að púla og svitna frekar en að liggja og horfa á sjónvarpið. Meiðsli eru hluti af íþróttum og við sættum okkur öll við það. Árið 1956 voru sett lög sem bönnuðu al- menningi að stunda íþróttagreinina hnefa- leika og enn þann dag í dag er þessu banni haldið í gildi. Ég veit reyndar ekki ti þess að áhugamannahnefa- leikar hafi nokkurn tíman verið bannaðir hér á landi þar sem að þeir hnefa- leikar sem bannaðir voru ’56 eru önnur grein en áhugamannahnefa- leikar en engu að síður virðist bannið einnig ná til þeirra. Rökin fyrir því að halda banninu eru þau að í þessari íþróttagrein megi finna meiðsli og slys og þar með skal hún með öllu bönnuð. Og ef að hægt er að banna áhuga- mannahnefaleika með þessum rök- um, verður þá ekki hægt að banna knattpyrnu, glímu og skíðaíþróttir á komandi árum á sömu forsend- um. Það hlýtur eitthvað annað að búa að baki því að þessi rök halda ekki. Getur verið að hér sé það smekkur yfirvaldsins á íþrótta- greinum sem að geri svona upp á milli íþróttagreina? Er mér óheim- ilt að iðka áhugamannahnefaleika af því að íslensk yfirvöld hafa ekki gaman af áhugamannahnefaleikum og finnst þeir vera síðri íþrótt enn aðrar íþróttir? Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um að aflétta þessu banni. Ég fylgdist með umræðunni sem fór fram í þinginu hinn 15. feb. síðast- liðinn og ég gat ekki betur séð en að flestir þingmenn sem á móti frumvarpinu voru mynduðu sínar skoðanir út frá eigin smekk á íþróttum en ekki staðreyndum um íþróttina. Það sem þau virðast ekki skilja er að þeirra smekkur vegur ekki þyngra en minn og það að finnast íþróttin vera ljótur leikur réttlætir ekki bann sem meinar mér að stunda skemmtilegustu íþrótt sem ég hef komist í kynni við. Með því að leyfa áhugamanna- hnefaleika er einungis verið að auka á blómlega flóru íslensks íþróttalífs og þeir sem eru á móti tapa engu á því. Þeir sleppa því einfaldlega að stunda íþróttina og leyfa okkur hinum að vera í friði. Misjafn er smekkur manna Þórður Sævarsson Hnefaleikar Með því að leyfa áhuga- mannahnefaleika telur Þórður Sævarsson að einungis sé verið að auka á blómlega flóru íslensks íþróttalífs og þeir sem eru á móti tapi engu á því. Höfundur er nemi í Iðnskólanum í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.