Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 73

Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 73
DANS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 73 SEINNI dagur Íslandsmeistaramótsins í samkvæmisdönsum var sunnudaginn 6. maí. Keppt var í nær öllum aldursflokkum í A-K og F flokkum. B-flokkur byrjenda lauk sinni keppni á laugardeginum að undanskildum hóp Unglingar II B. Sunnudagurinn var mun styttri og afslapp- aðri en laugardagurinn, sérstaklega í Frjálsu flokkunum og að mörgu leyti var dansað betur í þeim flokkum á sunnudaginn. Keppendur í grunnsporum stóðu sig einnig mjög vel og voru K hóparnir sérstaklega sterkir og jafnir. Eins vil ég endurtaka orð mín síðan í gær um að mér finnst dans keppenda vera sífellt að færast í rétta átt, þ.e. tæknivinna er sífellt betri, sem er mjög jákvætt fyrir dansíþróttina. Í bikarkeppni frjálsu paranna var yngsti hóp- urinn ákaflega jafn og spennandi og hafa úrslit í þeim flokki sjálfsagt verið mjög tvísýn og sama má segja um flokk unglinga II í frjálsu. Gríð- arlega hörð keppni var milli silfur- og brons- paranna og getur ekki hafað munað miklu, þeirra á milli, sérstaklega í suður-amerísku dönsunum. Allt skipulag keppninnar gekk upp og dag- urinn var skemmtilegur í alla staði. Dómarar keppninnar voru þeir sömu og daginn áður, að því undanskildu að danski dómarinn Claus Lar- sen veiktist og hljóp Heiðar Róbert Ástvaldsson í skarðið. Það fór því aldrei svo að íslenzkur dómari dæmdi ekki í keppninni! Keppendur skrá sig til keppni á vegum íþróttafélaganna sem þeir tilheyra. Að þessu sinni komu keppendur frá sjö íþróttafélögum sem er örlítil aukning. Undanfarin ár hafa kepp- endur nær eingöngu komið frá höfuðborgar- svæðinu, en að þessu sinni komu nokkur pör frá Bolungarvík og tvö pör frá Akureyri. Árangur svo góður að eftir er tekið Það er stefna DSÍ að reyna að útbreiða þessa fallegu og skemmtilegu íþrótt vítt og breitt um landið og er þetta byrjunin á því, en sambandið er ungt að árum og er enn að stíga sín fyrstu skref. Birna Bjarnadóttir, formaður DSÍ, segir í ávarpi sínu í keppnisskránni: „Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því Dansíþróttasamband Íslands var formlega stofnað sem sérsamband innan Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands. Okkur hefur miðað nokkuð áfram og árangur innan íþróttarinnar er svo góður að eftir er tekið. Við megum vera stolt af starfi okkar og þakklát fyrir allan þennan góða árangur. Við væntum þess að á næsta hausti muni enn fleiri góðir dansarar bætast í hópinn með okkur við þjálfun og keppni...“ Margir vinna störfin Tónlistin var nokkuð góð, í flesta staði. Stund- um voru þó lögin hjá byrjendunum á laugardeg- inum full erfið fyrir þá flokka, en í heildina séð skemmtileg tónlist. Þess ber að geta að svona keppnir ganga ekki nema vegna þess að margar hendur vinna að þeim. Það er ómetanlegt fyrir dansíþróttina að svo margir áhugamenn um dans skuli gefa sig í þau störf sem þarf að vinna og allt í sjálfboðavinnu. Dansíþróttafélögin hafa starfað náið með þeim dansskólum sem sinnt hafa þjálfun kepp- enda og er ætlunin hér á eftir að telja upp dans- íþróttafélögin og þá skóla sem þátt taka í þjálf- uninni. Dansíþróttafélagið Gulltoppur (GT) Dansskóli Jóns Péturs og Köru Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH) Danssport Danfélagið Hvönn (HV) Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Dansíþróttafélagið Ýr (Ýr) Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Dansíþróttafélagið Kvistir (KV) Danssmiðjan Ungmennafélag Bolungarvíkur UMFB Úrslit: Unglingar II B/D, suður-amerískir dansar Bjarma Magnúsd./María Leifsd. ÝR. Anna B. Guðbergsd./Lovísa S. Einarsd. GT. Anna Moisseeva/Helga K. Harðard. GT. Ásta M. Harðard./Sandra L. Brynjarsd. GT. Unglingar I A/D, sígildir samkvæmisdansar Þór Þorvaldss./Lilja Guðmundsd. GT. Jón G. Guðmundss./Þórunn Ólafsd. DÍK. Haraldur Ö. Harðars./Áslaug Daníelsd. DÍK. Gunnhildur H. Steinþórsd./Hildigunnur Steinþórsd. GT. Ingimar F. Marinóss./Alexandra Johansen GT. Stefán R. Víglundss./Andrea R. Sigurðard. ÝR. Pétur Kristjánss./Þóra B. Sigurðard. GT. Unglingar II A/D, suður-amerískir dansar Kristín Ýr Sigurðard./Helga Reynisd. ÝR. Theodór Kjartanss./Telma Ægisd. ÝR. Anita T. Helgad./Arna S. Ásgeirsd. ÝR. Sandra S: Guðfinnsd./Silja Þorsteinsd. ÝR. Sigríður E. Hákonard./Katrín Ó. Þorbergsd. ÝR. Ungmenni I, sígildir samkvæmisdansar Steinunn Reynisd./Aðalheiður Svavarsd. ÝR. Ungmenni A/D, suður-amerískir dansar Steinunn Reynisd./Aðalheiður Svavarsd. ÝR. Berglind Helgad./Nína K. Valdimarsd. GT. Börn II K, suður-amerískir dansar Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV. Aðalsteinn Kjartanss./Erla B. Kristjánsd. KV. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd. KV. Arnar D. Péturss./Gunnhildur Emilsd. GT. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. KV. Valdimar E. Kristjánss./Rakel Guðmundss. HV. Unglingar I K, suður-amerískir dansar Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd. KV. Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. HV. Eyþór S. Þorbjörnss./Ásrún Ágústsd. HV. Jakob Þ. Grétarss./Anna B. Guðjónsd. HV. Þorsteinn Sigurðss./Nadine Hannesd. KV. Ásgeir Erlendss./Hanna M. Óskarsd. GT. Unglingar I F, suður-amerískir dansar Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad. GT. Jónatan A. Örlygss./Hólmfríður Björnsd. GT. Baldur K. Eyjólfss./Erna Halldórsd. GT. Björn E. Björnss./Herdís H. Arnalds GT. Stefán Claessen/María Carrasco GT. Ingolf D. Petersen/Laufey Karlsd. HV. Arnar Georgsd./Tinna R. Pétursd. GT. Unglingar II F, sígildir samkvæmisdansar Davíð G. Jónss./Helga Björnsd. GT. Agnar Sigurðss./Elín D: Einarsd. KV. Sigurður R. Arnarss./Sandra Espersen HV. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg GT. Davíð M. Steinarss./Sóley Emilsd. GT. Björn V. Magnúss./Björg Halldórsd. KV. Baldur Þ. Emilss./Dagný Grímsd. GT. Áhugamenn F, suður-amerískir dansar Ísak H. Nguyen/Helga D. Helgad. HV. Gunnar H Gunnarss./Halldóra S. Halldórsd. GT. Grétar A. Khan/Jóhanna B. Bernburg KV. Grétar B. Bragas./Harpa Örlygsd. GT. Fullorðnir F, sígildir samkvæmisdansar Björn Sveinss./Bergþóra M. Bergþórsd. GT. Jón Eiríkss./Ragnhildur Sandholt GT. Fullorðnir F, suður-amerískir dansar Björn Sveinss./Bergþóra M. Bergþórsd. GT. Jón Eiríkss./Ragnhildur Sandholt GT. Línudanshópar Hófarnir UMFF. Bósi og bumburnar DÍK. Taktur DÍK. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í SAMKVÆMISDÖNSUM Tæknivinna verð- ur stöðugt betri DANS L a u g a r d a l s h ö l l Íslandsmeistarakeppni í samkvæm- isdönsum með grunnaðferð og bik- arkeppni með frjálsri aðferð. SAMKVÆMISDANSAR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir í flokki fullorðinna – F Latin. Ásgeir Erlendsson og Hanna María Óskarsdóttir í flokki unglinga – I K. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í sínum flokki. Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espersen. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir unnu til silfurverðlauna í sínum flokki. Rangt föðurnafn í texta Í frétt um Íslandsmeistarakeppni í sam- kvæmisdönsum í gær var rangt föðurnafn á Hafsteini Þ. Jóhannssyni. Einnig var rangt nafn undir mynd af Alex Frey Gunnarssyni og Völu Björk Birgisdóttur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Nafnabrengl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.