Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 39 HAGFRÆÐISTOFNUN Há- skóla Íslands sendi undir lok síð- asta árs frá sér ritið Velferð og við- skipti – um eðli og orsakir viðskiptahalla. Er ætlunin að þetta verði hið fyrsta í röð rita sem kall- ast munu haustskýrslur stofnunar- innar. Í formála er þess getið að ritröðin eigi að verða vettvangur fyrir birtingu rannsókna á lang- tímaþróun ýmissa þátta efnahags- lífsins. Þótt ýmislegt sé skrifað um hag- fræði og efnahagsmál á íslensku er það sennilega rétt mat hjá þeim sem standa að útgáfu þessari að ekki hafi verið til staðar góður vettvangur fyrir birtingu niður- staðna rannsókna sem ekki snúa beint að efnahagsvandamálum líð- andi stundar. Ýmsar stofnanir, svo sem Þjóðhagstofnun og Seðlabank- inn, fjármálastofnanir og jafnvel hagsmunasamtök, birta iðulega ýmiss konar greiningu á stöðu efnahagsmála en þar er sjaldan horft nema í mesta lagi örfá ár fram í tímann og oftast skemur. Lengri fræðilegar greinar hafa einkum birst í Fjármálatíðindum, sem Seðlabankinn gefur út. Útgáfa þess rits hefur verið stopul und- anfarið en fyrir rúmu ári hóf bank- inn að auki útgáfu á ársfjórðungs- ritinu Peningamál sem einnig birtir nokkuð langar og fræðilegar grein- ar, einkum eftir starfsmenn bank- ans. Í nýjasta hefti þess rits er m.a. að finna ágæta grein eftir Arnór Sighvatsson um sama efni og rit Hagfræðistofnunar. Innan vísindasamfélagsins hafa þróast ákveðnar kröfur sem gerðar eru til fræðirita sem ætluð eru sem vettvangur fyrir birtingu niður- staðna rannsókna. Jafnframt hafa orðið til vinnu- reglur sem eiga að tryggja sem best að kröfurnar séu uppfylltar. Á vísindatímaritum er ritstjóri sem hafnar strax sumum greinum sem boðnar eru til birtingar en sendir aðrar til umsagnar ritdómara og tekur ákvörðun um birtingu á grundvelli umsagna þeirra. Rit- dómararnir eru fræðimenn á við- komandi sviði og yfirleitt fá þeir ekki að vita hver skrifaði viðkom- andi grein og sá sem skrifar ekki að vita hverjir ritdómararnir eru. Oftast gera ritdómararnir einnig rökstuddar tillögur um úrbætur. Slíkt kerfi er vitaskuld ekki óbrigð- ult en þó er almennt viðurkennt að það hefur ýmsa kosti. Innan vís- indasamfélagsins er yfirleitt lítið mark tekið á vísindagreinum sem birtast í ritum sem ekki búa við slíka ritstjórn. Á Íslandi hafa Fjár- málatíðindi verið eina fræðiritið á sviði hagfræði sem ritstýrt er með þessum hætti. Það hefði verið meiri fengur í þessari ritröð Hagfræðistofnunar ef hún hefði búið við góða ritstjórn af þessu tagi. Það gerir hún ekki og fyrsta ritið ber þess nokkur merki þótt ýmsir hafi verið beðnir að lesa það yfir. Kaflar þess eru nokkuð misjafnir að gæðum, sumir reyndar prýðilegir en aðrir lakari. Komið er afar víða við, sennilega helst til víða fyrir flesta lesendur. Eitthvað er um endurtekningar, tilvitnanir í texta passa ekki alltaf við heimildaskrá, á einum stað a.m.k. er vísað í nánari umfjöllun í öðrum kafla sem ekki er að finna þar og prentvillur eru helst til margar. Helsti ljóðurinn á ritinu er þó sá að erfitt er að sjá að það sem talið er upp sem niðurstöður þess og til- lögur um hagstjórnaraðgerðir leiði af megintextanum. Í ritinu er farið nokkuð ýtarlega yfir helstu ástæð- ur þess að viðskiptahalli getur ver- ið bæði eðlilegur og æskilegur við ákveðnar kringumstæður. Það er nánast þema ritsins þótt einnig sé því lýst hvernig viðskiptahalli get- ur verið óeðlilegur eða óæskilegur. Ekki er lagt mat á það í hvorn flokkinn viðskiptahalli undanfar- inna ára á Íslandi fellur, eða það er a.m.k. erfitt að lesa það út úr rit- inu. Tölurnar eru þó ansi sláandi, árið 1999 eyddu Íslendingar sex krónum erlendis fyrir hverjar fimm sem var aflað og í fyrra fóru fimm krónur út fyrir hverjar fjórar sem komu í kassann. Þótt rætt sé í löngu máli um að viðskiptahalli, jafnvel umtalsverður halli, geti verið eðlilegur og æski- legur er á endanum lagt til að stjórnvöld stefni að því að halda viðskiptahalla án svokallaðra þátta- tekna innan ákveðinna marka, nema sérstakt utanaðkomandi ástand krefjist þess, eins og það er orðað. Ekki er tekið fram hvaða mörk væru æskileg og ekki virðist lagt mat á það hvort halli und- anfarinna ára hafi verið umfram þau mörk. Þá er einnig gerð tillaga um ákveðnar breytingar til að gera vinnumarkað sveigjanlegri. Lagt er til að auðvelda innflutning á vinnu- afli. Það kann að vera góðra gjalda vert en í megintexta ritsins er ekk- ert minnst á innflutning á vinnuafli svo að tillagan kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þessir annmarkar draga nokkuð úr nytsemi ritsins til leiðbeiningar þeim sem við hagstjórn fást. Þrátt fyrir það er þó margt ágætlega gert í ritinu og sumir kaflar þess a.m.k. munu án efa nýtast prýði- lega sem kennsluefni. BÆKUR F r æ ð i r i t Um eðli og orsakir viðskiptahalla. Eftir Gústav Sigurðsson, Gylfa Zoëga, Mörtu Guðrúnu Skúladóttur og Tryggva Þór Herbertsson. 159 bls. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands, 2000. VELFERÐ OG VIÐSKIPTI Viðskiptahallinn brotinn til mergjar Gylf i Magnússon HUGMYNDIN á bak við þetta handrit leikritahöfundarins David Mamet minnir óneitanlega á leikrit írska höfundarins Marie Jones, Með fulla vasa af grjóti, sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Þar segir frá þegar upptöku- lið frá Hollywood ryðst inn í mynd- rænan smábæ til að taka upp kvik- mynd, með öllu því spaugilega umfangi sem því fylgir og óumflýj- anleg áhrif á líf bæjarbúa. State and Main er þó að öllu leyti dempaðra verk. Það er ekki jafn- fyndið, ekki jafndramtískt og ekki jafnáleitin gagnrýni á Hollywood- gengið. Hér er öllu slegið upp í góð- látlegt grín þar sem allir fá að finna fyrir því, háir sem lágir, og spjótun- um helst beint að gáfnafari manna. Frásögnin flakkar frá einni per- sónunni til annarrar en festist þó mest á handritshöfundinum Joe White, kreppu hans í sambandi við breytingar á handritinu og hrifningu hans á Ann, ungri og skarpri vítamínsprautu bæjarlífsins. Sagan þeirra er áhugaverðust og áhrifarík- ust, áreiðanlega af því að þau tvö eru eina heila og hugsandi fólkið innan um allt þetta sjálfumglaða kvik- myndagerðarfólk og oft þröngsýnu smábæjarbúa sem gert er grín að í misfrumlegum uppákomum, en ávallt hnyttnum samtölum. Mamet sjálfur er áreiðanlega að miklu leyti fyrirmynd Joes og svo skemmtilega vill til (eða ekki) að Rebecca Pigeon, sem leikur Ann, er einmitt eiginkona Mamets. Hand- ritshöfundinn leikur annars kame- ljónið Philip Seymour Hoffman og er hann mjög sannfærandi sem er góð- hjartaður, feiminn og hugsandi höf- undur. Reyndar er kvikmyndin í heildina ein leikaraveisla, þeir eru hver öðrum skemmtilegri. Mamet byggir handritið upp á mjög klassískan hátt en það sem mér finnst vanta er spenna. Það er aldrei neitt virkilega mikið í húfi. Það sem á að vera dramatískur hápunktur frá- sagnarinnar er að handritshöfundur- inn segist hafa rústað lífi sínu með lygi og vill gefast upp á myndinni og fara. Einhvern veginn skynjar maður ekki að hann hafi rústað lífi sínu, hvað er í rauninni í húfi fyrir hann. Kannski er túlkun Hoffmans ekki nógu afgerandi en ég held frekar að Mamet sem höfundi takist ekki að koma kreppu hans, sem hann sjálfur skilur svo vel, til skila. Annars er handritið haganlega skrifað og ýmsar skírskotanir úr handritinu hans Joe í myndinni sjálfri. Ætli myndin fjalli ekki ein- mitt um það sama og handritið hans Joe? Um hreinleika og það að fá ann- að tækifæri. Eða að það er ekki til neitt svoleiðis í bíómyndaheiminum? Eða hvergi bara? KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn og handrit: David Mamet. Aðalhlutverk: Alec Bald- win, Charles Durning, William H. Macy, Sarah Jessica Parker, Julia Stiles, Rebecca Pidgeon og Philip Seymour Hoffman. 105 mín. Film- town Ent. 2000. STATE AND MAIN  Látlaus, ljúf og lúmsk Julia Stiles í hlutverki sínu í State and Main. Hildur Loftsdótt ir Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.